Counterblast - Bloggsíða Willy Sutton
February 29, 2004
 
Ebóla and friends
NAFN Á MYND

Blæðandi veiruhitasóttir (Hemorrhagic Fever Viruses) eru hópur veira sem getur valdið lífshættulegum sýkingum sem einkennast af mikilli blæðingartilhneigingu. Þessar sýkingar leiða allt að 70% þeirr sem sýkjast til dauða auk þess sem þeir sem lifa þessar sýkingar af hafa oft varanlegar líffæraskemmdir.

Frægust þessara sótta er Ebola og Marburg fylgir þar í kjölfarið. Hinsvegar eru margar veirur úr mismunandi flokkum sem geta valdið þessháttar sýkingum: Lassa, Junin, Guanarito, Machupo, Sabia, CCHF, Rift Valley fever, hantavirus, dengue, yellow fever, Omsk hemorrhagic fever, Kyasanur Forest disease svo nokkrar séu taldar til.

NAFN Á MYND

Sem betur fer fyrir vestrænar þjóðir eru flestar þessar sýkingar í Afríku og Asíu og allar farsóttir hafa verið takmarkaðar við tiltölulega fáa einstaklinga á afmörkuðu svæði. Þessar veirur þurfa oftast nána snertingu til smits og þar sem sjúkdómurinn er skæður og veldur einkennum tiltölulega fljótt eftir smit þá brenna þessir faraldrar fljótt út. Hinsvegar eru allir hræddir við súper-veiru sem smitast loftleiðina og veldur hárri dánartíðni eins og við sáum í Outbreak með Dustin Hofmann. Þetta er raunhæfur möguleiki. Til dæmis komust menn að því að Ebola-lík veira hjá makakí smáöpum í Asíu berst loftleiðina milli einstaklinga.

Lengi má gott bæta. Þessar veirur þykja vænlegar til vopnagerðar og strax á millistríðsárunum reyndu Japanir að ná í Gulusóttarveiru frá Bandaríkjunum þótt ekkert hafi orðið úr því ævintýri. Það þarf lítið smitefni til að valda sýkingu og Rússar náðu þeim árangri að smita smáapa með svo lítið sem 3 veirum loftleiðina. Bandaríkjamenn gerðu tilraunir með Gulusóttarveiru og Rift Valley fever áður en Nixon aflagði þær rannsóknir en mestum árangri náðu Sovíet en þeir framleiddu vopn með Ebola, Lassa auk annarra veirutegunda og náðu einum of góðum árangri í að dreifa veirunum loftleiðina. Það eru líkur á að Norður-Kórea hafi náð að þróa nothæf vopn með Gulusóttarveiru og Írakar voru að gera tilraunir með Krímar-Kongó veiruna þar til þeir þurftu skyndilega að leggja þau plön á hilluna í fyrra.

Hættan er enn fyrir hendi. Rússar hafa sagst hætt sínum rannsóknum en samt hleypa þeir ekki eftirlitsaðilum á sumar rannsóknarstöðvar sínar. Þegar þeirra prógram stóð sem hæst unnu yfir 30.000 starfsmenn við að framleiða hin ýmsu bíológísku vopn og það er ómögulegt að vita hvert sú þekking hafi ratað á síðustu árum. Norður-Kórea er óþekkt stærð og það er einnig ómögulegt að vita hvað hefur verið gert í rannsóknarstofum í löndum eins og Sýrlandi eða Íran.
February 28, 2004
 
Ráðuneytið slær frá sér.
prósakProsac nation
Heilbrigðisráðuneytið reynir að spyrna gegn geðlyfjanotkun landans. Einhver myndi nú segja að þetta væri gott mál enda veit almannarómur að vandamál lífsins verða ekki leyst með pillum. Fyrir 15 árum voru úrræðin ekki svo mörg fyrir fólk með vægt þunglyndi en eftir að hinir margfrægu serotónín-blokkarar komu á sjónarsviðið í US með Prozak hefur notkun þeirra vaxið hratt á vesturlöndum. Þar sem Ísland er ríkt og með 'besta heilbrigðikerfi í heimi' hefur landinn átt kost á þessum lyfjum.

Nú þegar kostnaður heilbrigðiskerfisins er í algleymi þá láta bjúrókratar í ráðuneytinu heyra í sér. Í stuttri frétt á vefsíðu ráðuneytis ,sem án efa hefur farið í gegnum nýstofnað 'gæðaferli' ráðuneytis, koma fram 'staðreyndir' sem gera þessa lyfjanotkun grunsamlega. Hvað er gert: Ráðuneytið dró upp einhvern króata, Norman Sartorius, sem sagði í blaðaviðtali að algengi þunglyndis væri ekki svo mikið: Bara 2-3%. Ekki er getið frekari heimilda í fréttinni og lesandin fær ekki að vita hvaðan þessar tölur koma. Auðvitað varð Willy undrandi þegar hann heyrði þessa tölu. Aldrei nokkurntíman hefur hann heyrt svona lágar tölur um algengi þunglyndis áður og maður sér það í hendi sér að það eru það margir sem eru með króníska sjúkdóma eða hafa lent í ýmsum áföllum að tíðni þunglyndis ætti nú að vera hærri ef allt er með talið.

Fyrirsögnin er katsí: Tíundi hver Íslendingur notar þunglyndislyf. Reyndar er það ekki svo því heildartala (áætlaðra) dagskamta er notuð og deild með Íslending a og fengið það út að 10% landsmanna séu að taka þessi lyf. Ekki er gert ráð fyrir neinn rýrnun né að margir taki hærri skamta en ráðuneytið hefur í sínum skömtunarbókum:

Notkun þunglyndislyfja (N06A antidepressiva) heldur áfram að aukast og nálgast notkun landsmanna nú 100 dagskammta á hverja 1000 íbúa sem svarar til þess að um það bil tíundi hluti þjóðarinnar noti þessi lyf. Borið saman við nálæg lönd er notkunin hvergi meiri. Notkun þessara lyfja hefur tæplega fimmfaldast á áratug, en árið 1993 voru dagskammtarnir á hverja 1000 íbúa um 20. Heildarkostnaðurinn við þess lyf hefur tæplega sexfaldast á áratug. Hann var rúmar 200 milljónir króna á árinu 1993 en varð í fyrra rúmlega 1300 milljónir króna, reiknað á útsöluverði apóteka og miða við verðlag hvers árs. Þekktur króatískur þunglyndissérfræðilæknir, prófessor Dr. Norman Sartorius, lét hafa eftir sér í dagblaðsviðtali sem tekið var í tilefni fundar um þunglyndi "að jafnan eigi um 2 – 3% fólks við þunglyndi að stríða". Notkunin hérlendis virðist vera talsvert umfram það sem búast mætti við í ljósi þessa mats Dr. Norman Sartorius.

Það gleymist meira en sú staðreynd að hærri 'dagskammtar' eru notaðir í raun en er kveðið á um. Einnig er litið framhjá því hjá Ráðuneytinu að þessi lyf eru líka notuð hjá fólki með kvíðaraskanir og áráttuþráhyggju svo eitthvað sé nefnt enda eru það ábendingar sem fylgja með leiðbeiningum frá lyfjastofnun.

Ábendingar fyrir Seról
Þunglyndi með eða án kvíða. Alvarlegt, langvarandi þunglyndi, sem á sér ytri orsakir. Lotugræðgi (bulimia nervosa). Áráttu-þráhyggjusýki. Alvarleg fyrirtíða heilkenni (severe premenstrual syndrome).

Þessi 2-3% sem 'jafnan eigi við þunglyndi að stríða' er lægri tala en Willy hefur heyrt um áður. Auðvitað væri doctor Sartorius ekki sáttur við að þessi tala væri notuð til þess að gera serotonin-blokkara notkun grunsamlega þar sem ekki gleymist að taka kvíðaraskanir inn í myndina. Til dæmis sýnir þessi rannsókn mun hærri tölur eða 8.56%. Ég hef séð margar ransóknir með misjöfnum skilmerkjum og aldrei hef ég séð svo lága tölu sem 2-3%.

Auðvitað má deila endalaust um gagnsemi lyfjameðferðar og hvaða skilmerki þarf að uppfylla til þess að ávísa ákveðnu lyfi. Læknisfræðin gengur nú útá það. Eitt árið er mælt með ákveðnu lyfi við ákveðin sjúkdóm en síðan kemur ný rannsókn og meðferðin fellur í ónáð. Við Íslendingar erum ríkt þjóðfélag og ætlumst mikils af okkar kæru skattpeningum sem við höfum flest látið af hendi til ríkisins. Það er undarlegt að ein meðferð falli í ónáð hjá heilbrigðisráðuneytinu. Kannski er þar um að ræða vankunnátta á ferð eða ef til vill verður lyfjameðferð á þunglyndi fyrir valinu vegna þess að hún liggur vel við höggi. Hver veit. Hinsvegar er það tæplega ráðuneytinu til hróss að birta 'frétt' sem er eins villandi og illa unnin eins og sú sem þessi grein fjallar um.

February 27, 2004
 
Vín rýni Willa
Nero d'avola grapesVín frá Sikiley

Í kvöld var smakkað á Nero D'Avola Mezzo Giorno frá Pasqua&Fazio. Vínið var valið með aðstoð spekings frá Ítalíu sem mælti sérlega með þessu víni. Ég hafði ekki smakkað vín frá Sikiley þannig að ekki var eftir neinu að bíða. Vínið er úr Nero D'Avola þrúgunni sem er að ég best veit bara ræktuð að einhverju ráði á Sikiley. Það kemur manni alltaf á óvart hversu margar ólíkar víntegundir eru til og hvað mörg svæði í heiminum eru (augljóslega) vel fallin til vínræktunar. Ítalía er meira en bara Chianti og Spánn er ekki bara Riocha. Það er endalaust hægt að prófa nýjar berjategundir og smakka á vínum frá svæðum sem maður hefur alrei dottið í hug að hægt væri að framleiða vín. Auðvitað eru mörkin einhverstaðar. Ég komst að raun um hvar endamörk hins vínræktanlega heims eru þegar ég smakkaði á nokkrum vínum frá Missouri aum árið enda voru þau almennt vond. Hvítvínin voru drekkandi og áhugaverð en rauðvínin voru þau misheppnuðustu sem ég hef smakkað. Hvað um það. Höldum áfram.

Avolo
Þrúgan Nero D'Avola er að sjálfögðu kennd við hina fallegu borg Avola á Suður Ítalíu. Ég fann ágætis link á þessari síðu og þar sem þessi umfjöllun er það besta sem ég fann birti ég hana hérmeð:

Unless you follow Italian wine with particular attention, chances are that the grape variety Nero d'Avola may not seem as familiar as Chardonnay or Merlot. But that could change, as this heretofore little-known grape of Sicily is starting to gain deserved publicity outside the football-shaped island off the "toe" of the Italian "boot." Pronounced "Neh-roe Dah-voe-lah" and translated "The black (grape) of Avola," this grape makes a rich, perfumed and velvety red wine that's easy to drink but that can take a bit of aging, works well in blends with other grapes, and can benefit from (but does not require) the judicious use of oak. That's a lot to like in a wine grape, and it's a description that could just as easily fit many of the most desirable red varieties. In Sicily, a wine-rich land where the locals have as many words related to wines and grapes as the Eskimos allegedly have for snow, Nero d'Avola is also called "Calabrese," a synonym that for years prompted the experts to assume that the variety was originally imported from Calabria on the mainland. But that's not so, according to my friend and Italian-wine expert Luca Mazzoleni, who says, "The synonym Calabrese is likely to be an 'italianization' of ancient vernacular name of Nero d'Avola, being 'Calaurisi,' which literally means 'coming from Avola'." Avola, as it happens, is a wine-growing village in Southeastern Sicily, where the variety evolved through selection by vine growers centuries ago, and from where it has spread throughout the island. For generations it was used primarily to make strong, neutral red wine that was shipped throughout Europe to be used - often surreptitiously - to add color and weight to lighter reds, prompting some French producers to nickname it "le vin médecine." As recently as the 1980s, plantings of Nero d'Avola declined in Sicily as many growers switched to international grape varieties thought more suitable for commerce. But now Nero d'Avola is coming back as the native grape earns a growing reputation in its own right. Today's tasting report offers just one fine low-price example, but you'll find the wine from many other producers. It's worth seeking out and getting to know.
Auga: Vínið er hefur frekar ljósrauðan lit og stendur ekki alveg undir Nero nafninu. Nef: Léttur og einfaldur ilmur. Rifsber. Munnur: Létt berjabragð. Smá lakkrís. Tannínlítið og eftirbragðið stutt og vandræðalítið. Í heildina er þetta ágætlega balanserað vín í léttari kantinum. Hið litla tannínbragð höfðar án efa til æðra kynsins og vínið hentar vel með léttum ostum og öllum léttum réttum. Fínn kostur fyrir þá sem vilja gott vín sem hentar með Ítölskum réttum í léttari kantinum.

Einkun: 4.5. Vínið er bara ágætt miðað við verð en það kostaði um 1000 kall og það er vel forvitninar virði að prófa þetta vín.


 
Vín rýni Willa
A-ManoA Mano Primitivo Puglia 2001

Eftir að hafa fjórir óskyldir aðilar mæltu með þessu víni ákvað ég að prófa A Mano í fyrsta sinn. Vínið er frá Puglia héraði sem er við hælin á Ítalíu. Vínið er gert úr Primitivo þrúgunni sem er ásamt Zinfandel, afbrigði af króatísku þrúgunni Crljenak. Þetta hefur verið sannað með DNA prófunum og alles nýlega. Það skýrir af hverju vín unnin úr Primitivo og Zinfandel hafa svipuð einkenni.

Vínið var drukkið með Höfðingja osti og fór það sæmilega saman þótt osturinn væri nú aðeins of mildur fyrir A Mano. A Mano þýðir víst á Ítölsku með hendi eða eithvað ámóta enda er fullyrt aftaná flöskunni að vínið sé unnið með stakri ástúð og Ítölsku striti. Við trúum því enda gott vín.

amano
Litur er dimmrauður. Lykt er fersk berjalykt. Bragð. Mátulega mikið ferst berjabraðgð. Ferskur brjóssikur. Tannínbragðið er talsvert yfirþyrmandi fyrst en venst með hverjum sopa. Í sæmilegu jafnvægi en eftirbragðið er plein tannín og ekkert til að hrópa húrra fyrir. Vínið er ágætt með ostum og það þolir vel sterka osta. Án efa gott með öllum Ítölskum mat og líklegast góður og ódýr kostur ef einhver ætlar að elda bragðmikin og góðan Ítalskan rétt.

Þetta er vel heppnað vín enda fær það þann heiður að kallast góð kaup. Það er hægt að fá betra vín fyrir sama pening en þeir sem ekki hafa smakkað vín frá suður Ítalíu ættu endilega að prófa þetta.

Einkun: 5.0


February 26, 2004
 
Frelsi vs Klíkuskapur
Frelsi í viðskiptum er mjög misskilið hugtak. Fólk á að geta stundað viðskipti sín á milli óhindrað svo lengi sem ekki er farið út fyrir lagaramman og almennt siðgæði sé í heiðrum haft. Einnig er eðlilegt að enginn fái forskot umfram annan í viðskiptum að neinu tagi. Því miður misskilja menn þessa eðlilegu kröfu um frelsi í viðskiptum. Algengast er að spyrsla saman spillingarmálum og öðrum umdeildum málum sem eru í umræðunni á hverjum tíma. Þá er sagt: Sko, þarna er frelsið ykkar.

Þegar málin eru athuguð betur er ljóst að málin snúast um að höft eru sett á eðlieg viðskipti eða að einhver aðili fær óeðlilega fyrirgreiðslu frá yfirvöldum. Hvernig er til að mynda hægt að spyrsla ríkisábyrgð við viðskiptafrelsi eða frjálshyggju. Það er grundvallarkrafa að ríkið haldi sig til hlés þegar um einstakar atvinnugreinar eða fyrirtæki er að ræða og tæplega gleðitíðindi fyrir atvinnulífið í heild að einum sé hyglað. Í bandaríkjunum eru stjórnmálamenn skammaðir fyrir meint tengsl við Enron, Haliburn og önnur fyrirtæki. Á Íslandi eru svona hlutir kallaðir sínu eina og rétta nafni: Framsóknarmennska.

Það er kvartað yfir samráði olíufélagana en það gleymist að ríkið stuðlaði með beinum hætti að þessu samráði á sínum tíma. Viðskiptaumhverfi þar sem ríki vinnur náið með fyrirtækjum og þar sem margar og oft ónauðsynlegar viðskiptahindranir koma í veg fyrir eðlilega samkeppni er tæplega draumur frjálshyggjugutta.

Hinsvegar vilja flestir komast á ríkisspenan. Þetta á bæði við um einstaklinga og fyrirtæki. Ef kerfið býður upp á spillingu er ekki hörgull á mönnum úr viðskiptalífinu sem vilja taka þátt í leiknum. Hinsvegar er misjafnt á hverjum tíma hversu mikið ríkið deilir út í þjóðfélagið og hversu mikil spillingin er. Við þekkjum þetta héðan af Íslandi. Fullt af ríkisfyrirtækjum sem er stjórnað meira og minna af stjórnmálamönnum og þeirra liði. Einnig hefur það verið lenska að hygla sumum fyrirtækjum og oft sér mar ekki hvar fyrirtækið endar og stjórnmálin byrja.

Það er hinsvegar ekki rétt að kenna markaðnum eða viðskiptafrelsi um. Fólk gerir það sem er hagkvæmast á hverjum tíma. Ef það verður skyndilega eina leiðin til frama að ganga í frímúrara félagið og einhvern stjórnmálaflokk til þess að eiga von um frama, þá gera menn það.

Hinsvegar ef spillingin minkar fer það að verða hagkvæmara fyrir einstaklinga að stofna fyrirtæki sem þjóna hagsmunum eiganda og viðskiptavina.

February 25, 2004
 
Haftastefna Samfylkingar

Stjórnmálamenn eru mjög leiknir við að ákveða upp á sitt einsdæmi hvernig hlutunum skuli best fyrirkomið í landinu. Fyrir nokkrum árum fengu nokkrir þeirra þá flugu í höfuðið að það ætti að færa áfengislögin til nútímans:

Tillaga til þingsályktunar um endurskoðun reglna um sölu áfengis.

Flm.: Lúðvík Bergvinsson, Bryndís Hlöðversdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Svanfríður Jónasdóttir, Björgvin G. Sigurðsson.

Alþingi ályktar að fela fjármálaráðherra að skipa nefnd er vinni að endurskoðun reglna um sölu áfengis svo að heimila megi sölu á léttum vínum og bjór í matvöruverslunum. Þá athugi nefndin hvort unnt sé og æskilegt að hafa áhrif á neysluvenjur Íslendinga með breyttri verðlagningu á áfengi og aðgengi að léttum vínum og bjór. Nefndin verði meðal annars skipuð fulltrúum allra þingflokka sem setu eiga á Alþingi og skili tillögum fyrir 1. júlí 2000 .

Greinargerð. Lagt er til að skipuð verði nefnd sem vinni að endurskoðun á lögum um sölu, gjöld og tolla á áfengi, en með lögum nr. 94/1995 var afnuminn einkaréttur ÁTVR á innflutningi áfengis til landsins. Lagt er til að endurskoðun sem tillögugreinin gerir ráð fyrir taki sérstaklega mið af því að fólk alls staðar á landinu hafi sömu möguleika á að nálgast áfengi. Þá geri nefndin tillögur um hvernig því verði best fyrir komið að létt vín og bjór verði fáanleg, hvort heldur er í sérverslunum með áfengi eða í matvöruverslunum. Einnig verði sérstaklega skoðað hvort æskilegt sé og unnt að hafa áhrif á neysluvenjur Íslendinga með því að lækka verð hlutfallslega á léttum vínum og bjór á kostnað verðs á sterkum drykkjum. Nefndin verði meðal annars skipuð fulltrúum allra þingflokka sem setu eiga á Alþingi og skili tillögum til fjármálaráðherra eigi síðar en 1. júlí 2000.

Einfeldlingar spyrja bara af hverju áfengissala ekki gefin frjáls af einkaaðilum svo lengi sem almenn ákvæði um starfsaldur starfsmanna verði virt. Það er gert erlendis þannig að það ætti ekki að vera mikið mál. Hinsvegar þegar stjórnmálamenn þurfa að skera niður báknið þá hætta menn að tala um að eithvað sé gert erlendis heldur er talað um sérstöðu Íslands eða eithvað ámóta.

Nú, í greinargerð er ekki tiltekið af hverju einkaaðilar meiga ekki selja sterkt vín. Það hefur máske gleymst eða að flutningsmönnum finnst það vera svo mikil fyrra að ekki taki því að rökstyðja það neitt frekar.

Einnig undrast sumir á af hverju þingmenn séu að velta því fyrir sér hvort sé betra landann að versla áfengi í matvöruveslunum eða sérverslunum. Auðvitað á ríkið ekki að skipta sér af þessháttar útfærslu. Empírísk reynsla erlendis frá segir manni að líklegast verða stofnaðar litlar sérverslanir af vín áhugamönnum og Chile glundur verður selt í Hagkaup.

Og af hverju vilja þingmennirnir, sem koma úr flokki sem allt vill jafna, mismuna með sértækum skatta aðgerðum þeim sem drekka bjór eða vodka? Alveg óskiljanlegt fyrir sauðsvartan almúgan en skilst betur þegar maður sér flutningsmenn tillögunar læðast inn á Vínbarinn og sötra þar í makindum eðal léttvín.

Tillagan var sett í nefnd og ekkert hefur spurst til þessa máls síðan.


February 24, 2004
 
Hagfræði Össurar

Össur Skarphéðinsson segir svo í tengslum við sértæk úrræði í skattamálum sem hann leggur nú til:

Svíar hafa reiknað út að þjóðhagslegur sparnaður af notkun strætisvagna sem ganga fyrir endurnýjanlegri orku í Stokkhólmi sé að andvirði um 100.000 Bandaríkjadalir á hvern vagn á ári. Sá útreikningur miðast við svokallað líftímagreiningu, þ.e. sparnað sem verður í heilbrigðiskerfinu vegna minni loftmengunar, sparnað vegna minni mengunarskemmda á mannvirkjum, sparnað vegna minni loftmengunar, og vegna minni notkunar á innfluttu jarðefnaeldsneyti.

Ekki fylgja fleiri röksemdafærslur en þetta fellur undir 'það er gert í Svíþjóð-rökfærsla' í lexiconi Willy en er einnig náskylt 'víða gert erlendis-rökfærslunni'. Hver skyldi nú vera kostnaður heilbrigðiskerfisins vegna loftmengunar hér á Íslandi. Lýsi hér með eftir því en fullyrði að hann er ekki mikill. Sama með mengunarskemmda á mannvirkjum vegna mengurnar. Þar sem landsins aumu kverúlantar geta nú kvartað yfir öllu mögulegu og ómögulegu þá ættu þeir nú að hafa vælt yfir þessu einhverntíman. Man einhver eftir að þetta sé vandamál hér á landi. Hver er kostnaður Íslendinga vegna loftmengunar strætó? 5 krónur? 10 kall? Hver ætli kostnaður landsmanna verði á því að taka upp orkugjafa sem ekki eru efnahagslega hagkvæmir en auðvitað verða þeir ekki skyndilega þjóðhaglsega hagkvæmir þótt kostnaði sé velt yfir á náungan með sértækum skatta aðgerðum.

Össur ætlar upp á sitt einsdæmi að leysa vandamál sem ekki hafa verið til ama hingað til og velta kostnaði við að fara frá púnkti A til B yfir á félaga skattgreiðanda.

Ergo - vandi leystur.


 
Hin sönnu rök Íslands

AmfetamínRökfræði
Fólk kemur ávalt með rök fyrir máli sínu enda er það mannlegt eðli að gera það. Hinsvegar eru þessi rök misgóð og oft grunar mann að oft gefi ekki upp raunvörulegar ástæður fyrir skoðun sinni. Til dæmis ef fyrirtæki fær styrk frá ríkinu þá viðurkennir enginn að styrkurinn sé bara góður fyrir eigendur fyrirtækisins. Það er ávalt talað um að styrkurinn sé svo góður fyrir nýsköpun, byggðarlagið eða ákveðna atvinnugrein eða eithvað ámóta.

Ríkisútvarpið hefur verið við lýði lengur en elstu menn muna og þeir sem tóku ákvörðun um stofnun þess eru löngu komnir undir græna torfu og allar aðstæður síðan þá hafa gerbreyst. Fyrst voru þjóðernisrök notuð. Ísland var sko alvöruland og þurfti því að eiga alvöru ljósvakamiðla. Ekki var það verra að hið nýja óskabarn þjóðarinnar var sem mótvægi við alla erlendu lágkúruna en það átti eftir að breytast þó. Lengi vel var talað um RÚV sem eithvað sérstakt öryggistæki fyrir landið ef eithvað hræðilegt myndi nú gerast. Þessi öryggisrök voru ekki svo rökrétt því ófrelsi í ljósvakamálum gerir það að verkum að færri komast að og þarafleiðandi færri ljósvakaleiðir sem nýtast gætu á hættutímum. Auðvitað var það svo að loksins þegar á reyndi um miðjan síðasta áratug þá virkaði bara sendar stöðvar 2 og síðan þá hafa öryggisrökin verið lítið notuð.

En þó. Nú á að láta alla landsmenn niðurgreiða kostnað við farsímanotkun mikils minnihlutans, strax. Ekkert er verið að bíða þar til tæknin lækkar í verði þannig að markaðurinn geti séð um þetta. Hver eru rökin. Jú, einhver byggðardurgurinn á alþingi leggur til að "GSM-farsímakerfið verði skilgreint sem öryggis- og neyðarkerfi í byggð og á aðalþjóðvegum landsins". Af hverju ekki segja sannleikann. Menn vilja einfaldlega ekki borga fyrir þjónustuna.

rex
Önnur rök sem hafa verið notuð mikið eru mennigar rökin. RÚV er víst bara treystandi fyrir að viðhalda Íslenskri menningu. Ekki að afrekin séu mörg á því sviðinu. Spaugstofan er fín og margir ágætis þættir og útvarpsleikrit. Hinsvegar er ólíklegt að hið hæfileikaríka fólk sem fékk að spreyta sig hjá RÚV hefið setið aðgerðarlaust ef ríkið hefði ekki afskipti af þessum miðli. Byggðar rök gegnsýra landið. Það er ekki hægt að gera neitt án þess að það sé gott eða slæmt fyrir byggðir landsins á einhvern hátt og náttúrulega er RÚV ekki undanskilið. Ekki hlustar Willy meira á gufuna þegar hann er á ferð um landið en það er annað mál. Réttinda rökin eru móðins í dag. Menn eiga 'rétt' á hinu og þessu hvort sem það er 'réttur' til búsetu hvar sem er eða 'réttur' til þess að fá sértækar greiðslur frá ríkinu við einhver valin tilvik. Í öllu réttindarfárinu gleyma menn að hugsa um vesælingana sem þurfa nýjar kransæðar hið snarasta enda hafa þeir ekki menn á launum til að berjast fyrir þeim 'réttindum'. Það er nú allt önnur ella. Höldum áfram: nú síðast börðust Kárahnjúkamenn fyrir því að fá kost á því að sjá ríkissjónvarpið uppá öræfum þar sem þeir eru að puða við að grafa göng. Það eru þeirra 'réttindi'. Það er vonandi að þeir séu búnir að kaupa sjónvörp því fyrir stuttu voru verkamenn þar kvartandi yfir því að hafa bara 2 sjónvarpsviðtæki á staðnum. Ekki höfðu þeir hugmyndaflug til að kaupa sér viðtæki sjálfir en kanski hefur ræst úr því.

Hlutleysisrökin heyrast nú oft. Sérstaklega á fréttastofan að vera trygging fyrir því að hlutlausar fréttir séu bornar fyrir landsmenn. Auðvitað della. Hvar voru hlutlausu, ábyrgu og nákvæmu réttamenn RÚV í Hafskips eða Geirfinnsmálunum. Hvernig stendur á því að þeir sem hæst láta með að verja tilverurrétt RÚV með hlutleysisrökum eru hinir sömu sem kalla stofnunina fyrir bláskjá. Fengu sumir vont uppeldi eða hvað í ósköpunum veldur þessu rökflökti froðusnakkara sem eru á meðal vor.

Nóg um RÚV. Ég gerði litla könnun á málefnum fyrir stuttu. Ég spurði hvers vegna menn vildu ekki leggja niður ÁTVR. Helmingurinn vildi ekki leggja ÁTVR niður vegna þess að þá myndi framboð á áfengi aukast. Hin helmingurinn ekki leggja ÁTVR niður vegna þess að þá myndi úrvalið á léttvínum minnka. Hér sameinast andstæður hópar um sömu vitleisuna á algerlega gagnstæðum forsendum og engum finnst það neitt skrýtið.

Auðvitað vitum við hinar raunvörulegu ástæður. Ríkisstofnanir eru ekki lagðar niður vegna þess að þá þarf að segja svo mörgum upp. Og þar sem stjórnmálamenn setja (lögum samkvæmt) svo mikið af sínu fólki inn á þessar stofnanir verður aldrei hægt að losna við þessar stofnanir.


February 23, 2004
 
Samfylking rúlar
Stjórnmál
Nú ætlar Samfylkingin í herferð á spítalana þótt langt sé í kosningar. Flokkurinn er jú nútímalegur jafnaðrflokkur á nýrri öld og þar að auki mikið fyrir milliliðalaust lýðræði.

Án þess að ráðfæra sig við félagsmenn lýsti Össur því yfir að skoða mætti hvort það væri ekki sniðugt að einka-aðilar myndu sjá um rekstur á hluta heilbrigðisþjónustunnar. Ekki ný humynd þótt ýmsir flokksmenn hefðu tekið andköf við að heyra á þetta minnst. Nú á að skoða heilbrigðisgeiran og að sjálfsögðu sniðgengur hersinginn allar einkareknar stofnanir á heilbrigðissviði og ræðst til inngöngu á sameinaða ríkisspítala.

Hefur samfylkingin tekið einhverja nýja hugmyndafræði upp á sína arma. Er flokkurinn loksins orðin nútímalegur jafnaðarmannaflokkur eftir erfiða fæðingu eða eru þeir sömu sossarnir eins og flestir þeirra hafa verið alla sína tíð.

Þrátt fyrir að sýna 'nútímamennsku' í heilbrigðismálum er flokkurinn með allt aðra stefnu í menntamálum. Einhver myndi nú segja að flokkurinn væri kominn í mótsögn við sjálfan sig. Það var stiginn stríðsdans á landsfundi í Hafnarfirði þar sem falli einkaskólans þar í bæ var fagnað og baunað á íhaldsmenn í Garðarbæ fyrir að gera samning við einkaskóla á Vífilstöðum.

Hvernig stendur á því að valfrelsi og einkarekstur er bannorð í menntageiranum á sama tíma og talað er um 'aukið valfrelsi' og breytt rekstrarform í heilbrigðismálum.

Trúverðugleiki er stórt atriði í stjórnmálum. Trúir maður því að gamli Alþýðuflykingar og Alþýðubandalagsmaðurinn Össur sé fylgjandi raunvörulegu vali í heilbrigðismálum eða koma sömu viðhorf og eru í garð menntamála til með að verða ofaná ef svo ólíklega vill til að Samfylkingin nái völdum?

February 22, 2004
 
Geðlyf við magasári
NAFN Á MYNDHealth
Nú hafa læknavísindin fundið helstu orsakir fyrir maga og skeifugarnasárum. Fyrir nær tveimur áratugum enduruppgvötvaði Ástralskur læknir magabakteríuna Helicobacter Pylori og sýndi fram á orsakasamhengi milli smits af þessari bakterí og magabólgu með tilraunum á sjálfum sér.

Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og hafa framfarir í læknavísindum nær útrýmt hinum algengu skurðaðgerðum við iðrasárum. Þeir sem greinast með hina vondu bakteríu fá lyfjameðferð við því auk sýruhemjandi lyfja. Meðferðin er árangursrík og er gott dæmi um þann árangur sem náðst hefur undanfarna áratugi í lyflækningum.

Hinsvegar berast upplýsingarnar seint á klakann. Þetta er víst í leiðbeiningum um notkun á geðlyfinu Surmontil:

Ábendingar: Geðlægðir hvers konar, einkum ef þeim fylgja svefnleysi og kvíði. Maga- og skeifugarnarsár, ef grunur er um, að geðlægð valdi þeim.

Ég lýsi nú eftir sönnun á því að gat detti á magann af einskærum áhyggjum. Nokkuð sem aldrei hefur verið sannað.

 
Vínsmökkun Willy Sutton
amarone Tommasi Amarone della Valpolicella Classico
Ég smakkaði á mínu fyrsta amarone víni í gærkvöldi og tilfinningarnar voru blendnar. Amarone frá Veneto héraði eru gerð með aldargamalli hefð þeirra Ítala sem þurrkuðu berin í haustsólinni eftir tínslu til þess að fá fram sterkara vín. Amarone vín eru hið minnsta 14% og oftast 15-15,5%. Aðferðin er kölluð appassimento, má beita til að framleiða jafnt þurr sem sæt vín. Sæt eru kölluð Recioto della Valpolicella og þau þurru Amarone della Valpolicella. Hér til hliðar er reyndar verið að verka ber til Recioto framleiðslu Berin eru þau bestu af hverri vínekru en restin fer í hið gamla góða valpoicella. Það er notað mun meira af vínþrúgum í amarone vín en venja er og eru þau sögð dýrari vegna þess. Auðvitað vitum við að verðið á vínunum eru í jafnvægi við það sem markaðurinn þolir og skiptir engu máli hversu dýr framleiðslan er. Það er nú annað mál. Vínin eru í hávegum höfð og eru í miklu uppáhaldi hjá Zoba de Milano sem og Hannbal Lecter.

grapesVínið var keypt vegna þess að flaskan var svo flott en annars höfðu borist frá heimildarmönnum frá Mílanóborg að vínið væri vel fallið til drykkju á dimmum vetrarkvöldum. Vínið var drukkið með mildum mygluostum við kertaljós.

Litur.Vínið hefur þungt yfirbragð og er liturinn dimm-rauður. Bragð. Vínið hefur mikla dýpt en er aðeins of tannínríkt fyrir minn smekk. Smá lakkrís. Mikið og nær yfirþyrmandi berjabragð. Þurrt og líkist helst Zinfandel.Ilmur. Berja ilmur yfirgnæfandi. Mæli með einhverju kraftmeira en léttum ostum fyrir þetta vín. Bragðmikill Ítalskur matur af hverju tagi ætti að ganga upp.

Vínið kostaði 2.900 í ÁTVR. Sæmilegustu kaup. Er ágætt til drykkju núna en mætti þó hvílast í nokkur ár í kjallara í viðbót.

Einkun: 6,0
February 21, 2004
 
A tale of the rich and the poor
girlEconomics
Recently I saw a panel discussion on BBC. The topic was Capitalism and Communism. There a few leftist and right wing pundits sat around a table and they had their discussion in a most polite manner.

I thought this was pretty interesting since the talk of the day in Iceland is the uncontrollable capitalism that has largely resulted from the opening of the economy during the last decades. A new millionaire seems to spring up every few months and a takeover bid in some old firm is almost a weekly event, much to the enjoyment of the investment banks.

One of the panellists, a young man with Lennon-style glasses, got a bit upset with Americans that idealize the hard working individual that becomes rich due to his own hard work. He rejected this notion and called this an American myth. He said that class system was still in place in the US as in the rest of the world and the chances of poor people to gain wealth was just an illusion.

This got me thinking. Iceland was an extremely poor country one hundred years ago when we took the first step of independence from our cousins, the Danes. There was no industry to speak of in the country at that time. The farmers did have tremendous influence in the society and did what they could to hamper urban development. Who wants the cheap labour to go away anyhows, especially when they went to the decedant town. There was a small class of officials taking shape at that time and a handful of Danish traders had settled and grown roots in the capital. Apart from that people where just plain poor.

All of my ancestors where dirt poor. There where times when my grandmother would go hungry to bed when she was growing up. All of my people had to earn what they could on their own.

I was reading two books on the wealthiest individuals of Iceland. The books are a couple of years old and few dotters have fallen from the list but most of them are still there. What is striking that the wealth of the individuals is almost never more than two generations old. The richest have made their fortune during the last two decades but now the third generation is taking many of the family firms that where founded in the beginning of last century.

Adalsteinn Jonsson was an entrepreneur of the old generation. One of the people that adopted ‘the rich’ as his middle name. His parents lived on a farm with two other families: “…the animals that Gudrun and Jon consisted of one cow, 20-30 sheep and one horse”. Adalsteins story is thereafter just the usual rags to riches story.

Össur Kristinsson was an ordinary kid from Reykjavik but he was born with a deformed leg. 30 years later after and several orthotic innovations later he makes it high on the list.

The father and son team of Jóhannes and Jón Ásgeir started a low-price food store. with almost no capital. 15 years later after hard work, several mergers and takeovers (and a great deal of luck) the are near the top of the list.

Snorri Halldorsson was born in a turfshack (torfkofi) and made his fortunes in construction and retail.

Helgi Vilhjalmsson was born in poverty in the infamous Camp Knox district in Reykjavik. He did not go to school and worked as a manager in a candy factory for several year. He quit when he did discover by accident that a secretary had higher wages than he did. To make maters worse his wife told him that she was pregnant soon after that. He took a construction work during the day and started making candy in the evenings to make ends meet. The rest is history.

These people are not the exception but the rule. So much for a class system where the richer get richer and the poor stay where they are.


 
The evils of price controls
pesciEconomics
The evils of price controls are limitless. This is something that is most disturbing to a poor Icelandic boy like me. Many years ago I saw quite funny movie, 'The Super' with the then unknown actor Joe Pesci. He is the little guy that is hanging in mid air in the poster on the left.

Pesci did play an feisty super that was torturing the poor inhabitants of a rental-building (turned out to be a good guy in the end, in a cheeky Hollywood-style ending). This sort of war between the landlord and the tenants was something I had never seen in real life. I of course thought that the reason was that in the big US, and especially in the very big city of New York, people would be exploited due to some un-definable social phenomenon that I did not care about anyway.

But why was the setting of this movie New York? It turns out that people of the capital of money and capitalism a most devious system has been in place. This system, that was imposed by wise politicians, is called 'price control'. The price for the rent of apartments is fixed by the officials of New York.

What do landlords do when they cannot raise the rent to keep up with inflation or rising prices due to increased prosperity. I'll tell you what they do not do. They absolutely don't spend a penny in restoring the buildings. So what´s the point? The result is a war between the evil landlords (according to the politicians that make the rules) and the victim-tenants. The waste is evident in buildings in a poor state and widows that are living in way-to-large apartments in good neighbourhoods.


February 20, 2004
 
The Willy Sutton Theory of Government
Economics

Ég rakst á amríska vefsíðu þar sem ég kem mikið við sögu: The Willy Sutton Theory of Government

Call it the Willy Sutton Theory of Government. Whenever the left wants to achieve a goal, it doesn't ask about morality or rights. It asks where the money is. Are the elderly allegedly having trouble paying for prescription drugs? Let's club drug manufacturers over the head and force them to lower their prices. Workers feel they need more money? Let's jack up the minimum wage. After all, employers have plenty of money -- so let's grab some of it."

Hver kannast ekki við þetta héðan af klakanum. Við höfum hátekjuskatt sem ekki má hreyfa við því allar skattabreytingar sem eru ekki sérlega poppaðar upp sem aðstoð við 'fátæka' fá illa umfjöllun hjá athyglissjúkum stjórnmálamönnum og konum. Allar félagslegar bætur eyðast upp ef menn hafa meira en meðallaun. Námslán skreppa saman ef námsmaðurinn vogar sér að vinna á sumrin. Félagslegt öskur bergmálar í Esjunni ef einhver hefur fær kaupauka yfir árslaunum verkamanns í kína.

Tíundin til baka. Plís.


 
Vínsmökkun Willy Sutton
NAFN Á MYNDChateau Haut-Brisson 1997
Vínið keypti ég í Heiðrúnu og það var valið af algerri random metóðu.

Vínið er tilbúið til drykkju og batnar ekki mikið við geymslu. Liturinn er fallegur rauðbrúnn. Ilmur:leður og rifsber alsráðandi. Smá jörð. Bragðið er ljúft og mátulega mikið tannín og eftirbragð með afbrigðum.

Mig minnir að það hafi kostað um 3.000 og er mátulega góð kaup. Hentar vel með léttum kjötréttum og villibráð sem og góðum ostum. Varast að drekka það með safaríkum og bragðmiklum steikum.

Einkun: 6,5


 
Af popularískum stjórnmálamönnum
Stjórnmál

katrínFyrirspurnartíð er hafin á alþingingi. Núna er það Katrín Júlíusdóttir, hinn fíni þingmaður Samfylkingar:

Telur ráðherra að takmarkaður afgreiðslutími lyfjaverslana á höfuðborgarsvæðinu auki álag á bráðamóttökur og næturþjónustu lækna og ef svo er, telur ráðherra nauðsynlegt að bregðast við því?

Hvað er hún að meina. Vill hún að ríkið skyldi apótekin til þess að hafa opið allan sólahringinn? Hvað verður þá um lyfjaverð til almennings en það það þarf ekki að taka það fram að ríkið ákveður einnig 'eðlilegt' hámarksverð fyrir lyf.

Auðvitað finnst engum það skrýtið að vinstri menn vilja núna skylda verslanir til að hafa opið allan sólahringinn en börðust gegn frjálsum afgreiðslutíma verslana á sínum tíma.

February 18, 2004
 
Business as usual á Alþingi
Stjórnmál

Nútímalegur Jafnaðarmaður (á nýrri öld) kemur með fyrirspurn:

Fyrirspurn til samgönguráðherra um háhraðatengingar.

Frá Björgvini G. Sigurðssyni:

1. Hvaða sveitarfélög á landinu hafa háhraðatengingar og hver ekki? 2. Hver er íbúafjöldi þeirra sveitarfélaga sem ekki hafa háhraðatengingar, sundurgreint eftir sveitarfélögum?

Skriflegt svar óskast.

Er þetta ekki sorglegt. Enn einn ungur og efnilegur þingmaður sem verður auðvirðilegu kjördæmapoti að bráð. Hverjum hefði dottið í hug að 'nútímalegur jafnaður' (á nýrri öld) skuli bara vera ósköp venjulegur potari?

February 13, 2004
 
Sutton's Law
Nameology

The notorious bank robber Willy Sutton was once asked (so the story goes) why he continued to rob banks (he was caught more than once). "Because that is where the money is," was his alleged reply. Sutton's Law - "Go where the money is" - tells doctors to consider the most likely conditions that the patient might have and do those tests first that have the highest liklihood of making the diagnosis the quickest and at the least expense.


Powered by Blogger