Counterblast - Bloggsíða Willy Sutton
March 30, 2004
 
Bókmenntir: Snilldarorð sögunnar
Mikið hefur heyrst af orð-snilld Jóhannesar Birkiland sem skrifaði bókina Harmsaga æfi minnar: Hvers vegna ég varð auðnuleysingi. Hér er smá úrdráttur úr henni:

"Mjög ónæðisamt var, einkum um nætur, vegna vindgangs. Leystu menn vind af því heljarafli, að líktisk fallbyssudrunum og þrumuskellum. Varð fólki oft ekki svefnsamt, ef það einungis blundaði vært, en svaf ekki fast. Hrukku sumir upp með andfælun, er hávaðinn keyrði hvað mest úr hófi fram. Oft laust upp gný mjög miklum, þegar fleiri en einn heimilismanna leystu vind í einu og sama vetfangi. Líktisk slíkt helzt, í miklu minna veldi að vissu, þeim orrustugný, sem ég ímynda mér að eigi sér stað, þegar stórskotalið, skriðdrekalið og fótgöngulið leggur til atlögu samtímis. Samfara hinum geysilega vindgangi var óþefur, ódaunn eða ólykt—ég veit ekki hvaða orðskýrir þetta fyrirbæri bezt—um alla baðstofuna. En menn urðu víst “samdauna” þessu. Algengast var að nota nafnorðið “skítalykt” um svona lagað. Þótti þetta sem sé eðlilegur hlutur og ekkert við slíkt að athuga. Frá þeim tíma kann ég orðtakið eða málsháttinn: “Sæt er lykt úr sjálfs rassi!” Enga smugu var hægt að opna í baðstofunni. Hvernig fólk fór að því að draga andann í svona loftleysi, er ráðgáta, en þannig var því farið almennt."

Bókin er illfáanleg en væntanlega til á bókasöfnum.
<< Home

Powered by Blogger