Counterblast - Bloggsíða Willy Sutton
March 31, 2004
 
Fleyg ummæli enn og aftur
"Ég vona að mér takist að ná ákveðinni sátt um Ríkisútvarpið. Ég vil efla og styrkja það og vil að RÚV lifi, ekki aðeins næstu 10 ár heldur lengur. ... Ríkisútvarpið verður aldrei selt í tíð Sjálfstæðislokksins."
Þetta er mikil fullyrðing. (innskot blaðamanns)
"Já, það verður ekki selt eða aflagt í tíð Sjálfstæðisflokksins." - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra. Mannlíf, Janúar 2004.

Við lokum augunum fyrir því, að það græðir enginn, nema annar tapi, svo einfalt er það." - Karl Sigurbjörnsson, Biskup íslensku þjóðkirkjunnar í Degi.

"við á Vesturlöndum höfum selt sál okkar fyrir grautarskál velsældarinnar og græðginnar." - Karl Sigurbjörnsson Biskup íslensku þjókirkjunnar.

",Á þriðja þúsund einstaklingar þurftu að þiggja aðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar fyrir nýliðin jól, og það í mesta góðæri Íslandssögunnar. Þetta fólk er flest öryrkjar sem ættu samkvæmt viðurkenndum grundvallarsiðgildum okkar þjóðar að njóta velferðar og stuðnings samfélagsins. Eitthvað er nú að." - Karl Sigurbjörnsson í einhverri auglýsingu.

"Vandamálin í íslensku efnahagskerfi í dag eru út af ákvarðanatöku um sölu á fjölskyldusilfrinu og æðibunugangurinn í kringum það mál allt, hraðinn, óvönduð vinnubrögð, markaðshugsunin hér í þinginu allsráðandi, viðskiptaleg hugsun en ekki hugsunin um það hvernig á að búa til ramma sem gagnast öllum þannig að allir eigi jafnan rétt. Hér hefur verið opnaður veðhlaupabás á nokkurra mánaða fresti um nokkurra ára skeið, veðhlaupabás þannig að markaðsvæðingin verður tryllt, ekki gróðahyggja því að fyrirtækin verða að græða, hér erum við komin yfir mörkin í að græða og yfir í græðgi. Það er mergurinn málsins. Og það er það fyrst og fremst sem þjóðin er ósátt við." - Árni Steinar Jóhannsson Alþingismaður.
<< Home

Powered by Blogger