Counterblast - Bloggsíða Willy Sutton
March 27, 2004
 
Fleyg ummæli enn og aftur
"aukin umsvif á sviði alþjóðlegra ráðstefna og sýninga hafa jákvæð áhrif á aðrar atvinnugreinar. Ráðstefnuhúsið færir okkur því ekki einungis dýrmæta ferðamenn - heldur er það einnig vettvangur fyrir gríðarlega mikinn innflutning á þekkingu fyrir íslenskt atvinnulíf - vilji það nýta sér tækifærið - og opnar nýja gátt að alþjóðlegum tengslum. Fyrirhuguð uppbygging á Austurbakka mun án efa einnig marka þáttaskil fyrir miðborg Reykjavíkur og veita inn í hana auknu lífi og krafti. Kraftmikil miðborg er svo aftur mikilvægt aðdráttarafl fyrir borgarbúa jafnt sem ferðamenn" - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sem getur ómögulega séð "neikvæðu" áhrifin sem óumflýjanlega verða ef peningar eru teknir af einstaklingum og sett í verkefni sem "opna nýjar gáttir" og hvaðeina.

"Hann boðaði samræðustjórnmál í stað átakastjórnmála og lái mér hver sem vill þó að mér hafi fundist sem hann talaði út úr mínu hjarta." - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

"Þegar á heildina er litið hefur fjármálakerfi heimsins tekið stórstígum breytingum. Breytingarnar hafa vissulega aukið hagvöxt en um leið hafa þær víðast hvar breikkað bilið milli ríkra og fáækra.
....
Gömul hugtök og skilgreiningar duga því ekki lengur til að ná tökum á flóknum og nýjum veruleika. Ef við eigum að geta brugðist við þessari þróun á árangursríkan hátt verðum við að þróa nýja hugtakanotkun, nýjar skilgreiningar og orðaforða. Ef okkur tekst það ekki munum við ekki finna lausnir Jafnaðarmönnum hefur hins vegar ekki tekist að bjóða upp á sannfærandi mótvægi við þá markaðs- og einstaklingshyggju sem einkennt hefur stjórnmálaumræðu undanfarinna áratuga.
....
Hnattvæðingin hefur hingað til öðru fremur verið í þágu stórfyrirtækjanna en með samstilltu átaka jafnaðar- og miðjumanna má finna leiðir til að jafna tekjuskiptingu heimsins og móta viðmiðanir og leikreglur sem setja stórfyrirtækjunum skorður."- Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

til að takast á við ný verkefni og ögranir
....

"Hinsvegar er reyndin sú, að það er ekki gert, því ef einhverjum dettur í hug að hreyfa við mótmælum við stefnunni, þá er hann "sannfærður". Láti hann ekki sannfærast, þá er hann "stéttaróvinur".  - Úr skýrslu Austur-Þýskalands sellu SÍA (Útgefnar í bókinni Leyniskýrslur SÍA), Sósíalistafélags Íslendinga Austantjalds (Hjörleifur Guttormsson, Björgvin Salómónsson, Eysteinn Þorvaldsson, Franz Adolf Gíslason, Tryggvi Sigurbjarnarson, Þorsteinn Friðjónsson, Þór Vigfússon.)

 

 

"Boðskapurinn er neysluhyggja, blind trú á efnisleg gæði í stað þess að hlúa að félagslegu umhverfi og velferð mannssálarinnar. Hvað líður t.d. styttingu vinnuvikunnar?" - KolbrúnHalldórsdóttir.

"Herstöðin hefur skapað þeim aðstöðu og styrk sem vilja byggja á undirlægju við alþjóðlegt auðvald fremur en að hlúa hér að efnahagslegu sjálfstæði." - Ragnar Stefánsson

 

"Okkar álit í stuttu máli: Við álítum, að rétt sé og sjálfsagt að leyfa ekki umræður né gefa fólki kost á að velja um neitt nema á grundvelli sósíalismans, og þá sízt Þjóðverjum. Okker er það jafnframt ljóst að "frjálsar kosningar" eins og það tíðkast á Vesturlöndum gefa alranga mynd af vilja fólksins.

 

Hins vegar finnst okkur kosningar hafa lítið gildi, þegar um ekkert er að velja nema mjög þröngt afmarkaða stefnu, þó hún sé að vísu sé leið til sósíalisma.

 

Fyndist okkur heiðarlegar að farið, ef valdhafar hér lýstu yfir, að þeir hefðu tekið völdin og létu engan komast upp með mótmæli, stefnubreytingar eða annað múður."- Úr skýrslu Austur-Þýskalands sellu SÍA (Útgefnar í bókinni Leyniskýrslur SÍA), Sósíalistafélags Íslendinga Austantjalds (Hjörleifur Guttormsson, Björgvin Salómónsson, Eysteinn Þorvaldsson, Franz Adolf Gíslason, Tryggvi Sigurbjarnarson, Þorsteinn Friðjónsson, Þór Vigfússon.)

 

"Staðreyndin er sú að bankarnir hafa verið að taka miklu meira til sín af þjóðarkökunni en þeim ber.

....

Spurningin sem brennur á vörum flestra sem láta sér þessa huti einhverju varða er hvort að Íslendingar séu að reka lúxusbankakerfi sem aðrar þjóðir hafa ekki efni á? Ef svo er, er nauðsynlegt að grípa til róttækra breytinga því einn af lykilþáttum þess að geta rekið samkeppnishæft atvinnulíf og samfélag er að bankakerfið sé samkeppnishæft við nágrannalöndin.

....

Hagnaður af hefðbuninni bankastarfsemi einsog sá sem hér hefur verið lýst næst ekki nema á sjúkum markaði;" - Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingar.

 

"Þegar sú ríkisstjórn sem nú situr tók við var talað um sest væri að völdum ríkisstjórn helmingaskiptanna, sem hafi það jafnan að markmiði að tryggja að hagsmunaaðilar, sem annarsvegar tengjast hópi sem kenndur hefur verið við „kolkrabbann“ og hins vegar gamla „Sambandið“ fái sitt í uppskiptum á verðmætum samfélagsins. Þriggja ára valdatími hennar sínir að hún hefur virkilega staðið undir nafni."  - Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingar.

"U-listinn hvetur til þess til þess að í stað gengndarlauss neyslukapphlaups verði lyft gildum hófsemi og hollustu. Í þeim efnum reynir á hvern einstakling, en jafnframt á fjölskyldur og skóla....Vaxandi umræða og skilningur er meðal almennings og forráðamanna fyrirtækja um þörfina á að setja viðmiðanir og siðareglur sem einskonar umferðareglur í samfélaginu." Hjörleifur Guttormsson.

"Stjórnmál snúast um að fylgja þjóðfélagsþróun og sníða afskipti ríkisins að þeim veruleika sem þróunin ber í sér" - Rannveig Guðmundsdóttir.

"Hitt er svo annað mál að DV er helvíti gott blað og ég vona að það haldi áfram að koma út" - Magnús Þór Hafsteinsson

"Vilji menn ganga alla leið þá væri sennilega hægt að hafa örfá risastór beljubú til að þjóna landinu öllu." - Magnús Þór Hafsteinsson

"Mjólkurframleiðsla snýst um meira en að búa til "ódýrar" mjólkurafurðir. Hér fléttast til að mynda inn landnýting, byggðastefna og menning. Við höfum heldur ekkert of góða reynslu af því að verksmiðjuvæða búskap með því til dæmis að búa til svokallað bankakjöt. Hvað gerðist í svínaiðnaðinum þar sem öllu hefur verið hagrætt til helvítis? Gríðalegir skuldabaggar, kjötfjall og gjaldþrot." Magnús Þór Hafsteinsson.

"Ég mun veita sjávarútvegsráðherranum fullt aðhald og hann þarf að svara fjölda fyrirspurna frá mér," - Magnús Þór Hafsteinsson.

"Íslensk stjórnvöld og íslenska stjórnmálamenn má ekki daga uppi í trú á stórar og einhæfar og oftast miðstýrðar lausnir í atvinnumálum." - Steingrímur J. Sigfússon

"Lífskjör fólks eru hins vegar mjög misjöfn hér á landi, lífsgæðunum er misskipt. Því verður ekki breytt með því að auka það sem við höfum úr að spila, heldur með því að stokka spilin og gefa upp á nýtt." - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

"Þótt ég sé mikil fylgismaður frjálsra viðskipta finnst mér ekki sama hvernig farið er með það frelsi." - Árni Magnússon Félagsmálaráðherra.

"The consumer must be protected at times from his own indiscretion and vanity."- Ralph Nader

"Við álítum að rétt sé og sjálfsagt að leyfa ekki umræður né gefa fólki kost á að velja um neitt nema á grundvelli sósíalismans." - Úr skýrslu Austur-Þýskalands sellu SÍA (Útgefnar í bókinni Leyniskýrslur SÍA), Sósíalistafélags Íslendinga Austantjalds (Hjörleifur Guttormsson, Björgvin Salómónsson, Eysteinn Þorvaldsson, Franz Adolf Gíslason, Tryggvi Sigurbjarnarson, Þorsteinn Friðjónsson, Þór Vigfússon.)

"Ég verð að segja að það er af umhyggju fyrir ungu fólki, sem ég vil forða því frá freistingum." - Kolbrún Halldórsdóttir.

"Ég er móðir tveggja unglinga og segi þess vegna nei." - Margrét Frímannsdóttir

" Fyrirtæki, sem selur vörur eða þjónustu til neytenda, skal merkja vöru sína og þjónustu með söluverði eða sýna það á svo áberandi hátt á sölustaðnum að auðvelt sé fyrir neytendur að sjá það." - Samkeppnislög. 31 grein.

"Óheimilt er að veita rangar, ófullnægjandi eða villandi upplýsingar í auglýsingum eða með öðrum hætti eða beita öðrum slíkum viðskiptaaðferðum sem sama marki eru brenndar, enda séu upplýsingar þessar og viðskiptaaðferðir fallnar til að hafa áhrif á eftirspurn eða framboð vara, fasteigna, þjónustu eða annars þess sem haft er á boðstólum í atvinnustarfsemi sem lög þessi taka til." - Samkeppnislög. 21 grein.

"Lagaregla [21.grein Samkeppnislaga] þessi var ekki aðeins sett í þeim tilgangi að vernda neytendur fyrir villandi upplýsingum sem kynnu að hafa áhrif á eftirspurn vöru eða þjónustu heldur einnig til þess að vernda eðlilega samkeppni á milli keppinauta." - Áfrýunarnefnd Samkeppnismála, úrskurður í máli nr. 10/1998.

"Komi börn fram í auglýsingum skal þess gætt að sýna hvorki né lýsa hættulegu atferli eða atvikum er leitt geti til þess að þau eða önnur börn komist í hættu eða geri það sem óheimilt er." - Samkeppnislög. 22 grein.

" Eina leiðin til að koma í veg fyrir alvarlega áverka af völdum hnefaleika er einfaldlega sú að banna þá." - Sigurður Hólm Gunnarsson

"We have every right to decide what is and is not acceptable for the public environment in which we and our children must live." - Tipper Gore

"Menninguna í öllum þáttum hennar verður að nota til að ala upp almenning í sósíalískum anda..." - Úr skýrslu Austur-Þýskalands sellu SÍA (Útgefnar í bókinni Leyniskýrslur SÍA), Sósíalistafélags Íslendinga Austantjalds (Hjörleifur Guttormsson, Björgvin Salómónsson, Eysteinn Þorvaldsson, Franz Adolf Gíslason, Tryggvi Sigurbjarnarson, Þorsteinn Friðjónsson, Þór Vigfússon.)

"Ef maður fylgir jafnaðarstefnu og er þeirrar skoðunar að það eigi að stuðla að jafnari tekjuskiptingu í samfélaginu, þá hlýtur maður líka að vera þeirrar skoðunar að það þurfi að draga úr ójöfnuði milli svæða og heimshluta. Þá verða þau ríki, sem eiga og geta, að leggja eitthvað af mörkum til hinna sem minna eiga og minna geta. Við Íslendingar erum tvímælalaust í hópi hinna ríku þjóða" -  Ingibjörg Sólrún Gísladóttir útskýrir af hverju hún vill að Ísland gangi í EB.

"Það þarf að semjaum fasta gjaldskrá og hækka endurgreiðslu í 100% fyrir börn því með öðru móti er ekki hægt að ætlast til þess að allir foreldrar fáist til þess að fara með börn sín reglulega til tannlæknis,“ sagði Reynir Jónsson yfirtryggingatannlæknir.

"Nú er ég að reyna að finna mér einhverja vinnu, sem gengur ekki vel. Bæði er það að ég hef ekki góða ímynd í fjölmiðlum og svo gæti farið þannig dómsmál næsta vetur að ég þurfi að hverfa frá vinnu." Jónas Ingi Ragnarsson í viðtali við Fréttablaðið 28. Mars 2004.

"Heiðurslaunin eru raunar ekki lögbundin og mætti hugleiða hvort ekki þyrfti að bæta úr því." - Kolbrún Halldórsdóttir.

"Ég man nú ekki hvað ég kaus alveg í byrjun." - Kolbrún Halldórsdóttir, sem man ekki hvað hún kaus áður en Kvennalistinn kom fram.

"Ég er sátt við það að á Íslandi skuli vera bannað að selja bjór og vín í matvöruverslunum. Ekki vegna þess að ég sé á móti bjór og víni. Alls ekki." - Kolbrún Halldórsdóttir.

"Við þurfum að læra að bera ábyrgð á lífi okkar og við þurfum stuðning við það." - Kolbrún Halldórsdóttir.

"Þeir munu líka átta sig á því að árið 1992 var svo komið að forusta Alþflokksins hafði engar pólitískar hugmyndir fram að færa, bara lummulegar og útjaskaðar spælingar, sóttar í ófrjótt dægurþras stjórnmálanna." Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

"Það hefur sjálfsagt ekki farið fram hjá þingmönnum hvorki nú né áður að ég hef miklar efasemdir um sjálfan grundvöll Evrópubandalagsins og grundvöll hins Evrópska efnahagssvæðis, þ.e. ég hef efasemdir um sjálfa hugmyndafræðina sem að baki býr. Ég á einfaldlega erfitt með að sætta mig við að fjármagnið og markaðurinn stjórni för, standi ofar mennsku okkar, svo vitnað sé frjálslega í þá ræðu sem flutt var yfir okkur þingmönnum við þingsetningarathöfnina í Dómkirkjunni. Að frelsi vöru og fjármagns sé æðra og meira frelsi en frelsi einstaklinganna til að velja og hafna. Þeir sem kunna bara tvö pólitísk hugtök, frjálslyndi og stjórnlyndi, mundu sjálfsagt ekki geta gert betur en að flokka þessa afstöðu mína til stjórnlyndis. En mér er nær að halda að hún eigi meira skylt við stjórnleysi og rótgróna andúð á því að lúta valdi." - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir




<< Home

Powered by Blogger