Counterblast - Bloggsíða Willy Sutton
March 18, 2004
 
Ófleyg ummæli
"Sennilega var aðalástæðan olíuhagsmunir en auk þess vildu Bandaríkin sýna herstyrk sinn." - Björgvin Guðmundsson, fyrrverandi borgarfulltrúi í Reykjavík.

"Ekki verður séð,að neina nauðsyn beri til þess að einkavæða ríkisútvarpið. Raunar er það alveg fráleit tillaga. Ríkisútvarpið er öflug og traust stofnun og virðist Markús Örn Antonsson hafa rekið hana vel miðað við erfiðar aðstæður og þröngan fjárhag. Ríkisútvarpið hefur um langt skeið gegnt menningarhlutverki á myndarlegan hátt og landsmenn geta treyst því, að ef náttúruhamfarir verða eða stórslys þá getur ríkisútvarpið komið boðum til allra landsmanna. Ef einkaaðilar væru látnir fá ríkisútvarpið til þess að braska með og græða á því mundu þessi mikilvægu markmið, á sviði menningarmála og öryggismála fara fyrir ofan garð og neðan." - Björgvin Guðmundsson, fyrrverandi borgarfulltrúi í Reykjavík.

" Ef til vill hefur Samfylkingin sveigt stefnu sína of mikið inn að miðjunni." Björgvin Guðmundsson, fyrrverandi borgarfulltrúi í Reykjavík sem tilgreinir ekki úr hvaða átt Samfylkingin kom þegar hún stefndi skyndilaga í átt að miðjunni.

"Hagnaður Símans 2,1 milljarður sl. ár. Engin þörf á einkavæðingu." - Björgvin Guðmundsson, fyrrverandi borgarfulltrúi í Reykjavík

"Í kosningunum á Spáni var lýðræðið að verki – kosningarnar voru sigur lýðræðisins hvort sem mönnum líkar það betur eða verr" -Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, viku eftir hryðjuverkin og kosningarnar á Spáni 2004.
<< Home

Powered by Blogger