Counterblast - Bloggsíða Willy Sutton
March 26, 2004
 
Goebbels og Kaffið og Austur-Þýskaland og Hjörleifur og Skortur
NAFN Á MYND "It is actually rather depressing that one must speak of this matter in public. However, there is a certain category of our contemporaries who take pleasure in exploiting every German shortage to amuse themselves or discredit the National Socialist regime.

Coffee is hardly a necessity of life, or an indispensable pleasure. It is certainly a pleasant thing. Conversation flows over a pot of coffee, yes? Limiting coffee consumption, or even giving it up entirely for a while, however, hardly damages one's health. The opposite, in fact. It is true that, as Mussolini said in his speech at the May Field, National Socialism and Fascism share a dislike of a comfortable and pleasant life.

If coffee is in short supply for a while, it is hardly a necessity of life. It would be something different if potatoes or bread were lacking, things that are necessary for daily life. Coffee is a pure luxury item that one enjoys when one has it, but can easily give up when necessity or economic pressures require.

If coffee is in short supply, every German must know that it is not because of the government's ill will that is unwilling to let the people enjoy a cup of coffee, rather because of a national need, an economic requirement given Germany's situation, one that people have to accept.

The duty of every loyal person in such a situation is to reduce or entirely give up the luxury item in question, and to resume it only when sufficient supplies are again at hand, when the problem is overcome.
....
A few weeks ago a prominent foreigner who is sympathetic to National Socialism noted the lines outside the shops in the streets of Berlin. He thought they must be in line for potatoes or bread. When he discovered that these people were waiting in line for coffee, he could only shake his head." - Joseph Goebbels (1939)

Ef það er tvennt sem er fylgifiskur miðstýrðs hagkerfis þá er það kvartanir yfirvalda yfir miklum kröfum óvandaðra lansmanna í að fá 'lúxusvörur' sem og 'umbótasinnar' sem alltaf skjóta upp kollinum fyrr eða síðar. Miðstýrð hagkerfi eiga alltaf í hinum mestu vandræðum með að fæða landsmenn jafnvel þótt að landsins gæði, menningarstig landsins og ártal geri það ólíklegt.

Eins og dæmið hér að ofan ber merki er 'skortur' á hinum ýmsu vörum gerður grunsamlegur af yfirvöldum. Þeirra miðstýrða kerfi á í vandræðum með að brauðfæða þjóðfélagið og því er vara sem gæti aldrei talist til munaðarvöru í frjálsu hagkerfi blöstuð massívt. Einhver spyr kannski, hvað, var ekki Þýskaland að jafna sig eftir óðaverðbólgu og vesen. Jú, Þýskaland millistríðsáranna hafði margt á móti sér, ekki bara vonda efnahagsstefnu. En eftir seinna stríð og friður komst á, hvað var þá með illa skemmda Trabanta sem ekki bara höfðu hámarksverð heldur voru skammtaðir nær 50 árum eftir stríðslok. Líka, hva með hina frjósömu jörð Rússlands sem var svo annáluð af jarðgæðum að Hitler hafði plön um að flytja jarðveginn til móðurlandsins í vestri. Kom hin frjóa jörð Rússlands í veg fyrir hungur og var ekki flutt út korn í massavís frá Rússlandi þegar Sovíet-veldið var upp á sitt besta? Auðvitað ekki. Korn var flutt inn til Sovíet.

Í Rauðu bókinni Leyniskýrslum SÍA (Sósíalistafélag Íslendinga Austantjalds), kemur þessi meinsemd fram. Austur-Þýskalandssella SÍA með Hjörleif Guttormsson sem formann lýsti þessu vel en þeir eru í raun 'umbótasinnar' eins og stúdentar eru ávalt:

raudabokin "Efnahagsstefnan var þegar í upphafi mótuð á þeim grundvelli að leggja skyldi aðaláhersluna á þróun þungaiðnaðarins. Stalinstadt-hráiðjuverið var reist og þar framleitt úr erlendum hráefnum járn fyrir iðnaðinn." - Leyniskýrslur SÍA, bls 29.

"Lítum á efnahagsstefnuna. Þróun þungaiðnaðarins skyldi ganga fyrir öllu. Þetta er að nokkru rétt. Án öflugs þungaiðnaðar verða góð lífskjör ekki tryggð nú á dögum í iðnaðarþjóðfélagi. Spurningin er: Á þróun þungaiðnaðarins skilyrðislaust að ganga fyrir öllu? Þá stefnu teljum við einkum varhugaverða, þegar árangurinn af þeim fórnum, sem þessi efnahagsstefna heimtar, bætir ekki fyrst og fremst lífskjör fórnfærendanna sjálfra, heldur er í þágu annarra þjóða." - Leyniskýrslur SÍA, bls 30.

"Skortur er á ýmsum neyzluvörum, ýmist vegna þess, að þær eru hvorki framleiddar né fluttar inn, eða tímabundinn skortur, sem stafar af svifaseinu dreifingarkerfi, eða þá að þessar vörur eru framleiddar og fluttar út, en ekki seldar á innanlandsmarkaði." - Leyniskýrslur SÍA, bls 30.

"Hinsvegar er algerlega komið í veg fyrir húsnæðisokur." - Leyniskýrslur SÍA, bls 30. Engar frekari lýsingar eru á því hvernig komið er í veg fyrir þetta okur en Willy minnir á Robespierre og Diocletian en þeir beittu báðir hörðum viðurlögum við brotum á hámarksverði.

Það er lífsins ómögulegt að mið-stýra heilum þjóðfélegum. Þegar er tekinn með í reikninginn hið mannlega eðli þá er niðurstaðan af þannig þjóðfélegum bjúrkókratískt samfélag með þúsundir Fuhrera sem allir hafa sitt litla hlutverk í að stýra hinum og þessum þáttum þess. Frjáls vilji er fótum troðinn enda fittar hann ekki vel í 5 ára planið og sí-vaxandi stétt bjúrókrata finnur sér fleiri viðfangsefni til stjórnunar þjóðfélagsins. Niðurstaðan er hrun kerfisins vegna stríðsreksturs eða að kerfið sligast undan sjálfu sér þótt 'umbótarsinnar' reyna að lengja í hengingarólinni.
<< Home

Powered by Blogger