Counterblast - Bloggsíða Willy Sutton
March 20, 2004
 
Hagfræði lista
blake Það lenda margir í hinni klassísku rök-gildru hagfræðinnar að sjá bara það sem gert hefur verið en horfa framhjá því sem var fórnað til þess. Til dæmis benda margir stjórnmálamenn á mannvirki og segja, sko, ef þessi brú hefði ekki verið byggð hefðu margir flutt á brott úr héraðinu og atvinnulífið væri lakara. Það er oft rétt þótt miklar framkvæmdir skilja ekki oft mikið eftir sig þegar til lengri tíma er litið. Hinsvegar sér enginn hvaðan peningarnir í fínu brúna komu og enginn vill meina að neinn hafi orðið fátækari fyrir vikið.

Þegar málið snýst að hagfræði lista er munurinn í eðli sínu enginn. Það muna allir eftir listamönnum sem hafa verið styrktir á ýmsan hátt og segja, sko, ríkisstyrkt list borgar sig. Við hefðum ekki fengið Mozart, Leonardo eða Beethoven því þeir voru styrk þegar. Sumir ganga svo langt í rök-leiðslum að minna á að Björk og Lennon fengur ríkisstyrkt tónslistarnám.

Það er margt við svona röksemdafærslur að athuga. Til dæmis ættu dæmin um stórfengleg lista-afrek að vera á hverju strái hér á Íslandi sem útdeilir stórum upphæðum á hverju ári. Ég fullyrði það að þetta spillta og bjúrókratíska kerfi okkar hefur ekki skilað neinu til lista almennt. Ég tók eftir því um árið að helstu styrkþegar á bókmenntasviði væru sérlega afkastalitlir og skrifuðu þunnar og ófrumlegar bækur (það væri gaman að gera tölfræðilega úttekt á þessu) en það er ljóst um hverja ég er að tala. Sem sagt, vont kerfi sem skilar neikvæðri framlegð er rökstutt með snilli löngu dauðra snillinga.

Einnig hundsar fólk alternatívið eins og í dæminu um brúnna flottu hér að ofan. Ef við tökum nærtækt dæmi: RÚV. Margir segja eitthvað á þá leið að, sko, án rúv hefðu þessir frábæru þættir sem hafa verið sýndir í RÚV eins og áramótaskaupin, stiklur, spaugstofan og fleira í þeim dúr. Auðvitað minnast menn ekkert á allt draslið sem er framleitt á RÚV, það er nú annað mál. Það sem virðist gleymast er að ef til dæmis hefðu verið 2 sjónvarpsstöðvar hér á landi í stað RÚV, þá hefðum við án efa fengið að sjá vandaða og skemmtilega þætti. Kannski hefði Ómar rúlað á annarri stöðinni en kannski hefðum við séð allt annað fólk með allt öðruvísi þætti.

Það er vinsælt að taka þá snillinga sem Di Medici ættin studdi sem og snillinga sem fengu náð fyrir augum kónga og fyrirmanna. Það er með engum hætti sambærilegt við veruleikan í dag. Það kerfi sem var við lýði fyrr á öldum er ekki í neinu samhengi við hið ríkis styrki á fjárlögum sem eru við lýði á vesturlöndum í dag. Lorenzo Di Medici var kænn að finna hæfileikarík ungmenni og studdi einkar vel við þá sem hann trúði á. Þetta er allt annað en íslenska bjúrókrasían sem deilir út styrkjum til vina og vandamanna styrja-nefndarmanna.

Málið er að hæfileikaríkt listafólk fæðist daglega en það er ómögulegt að spá fyrir um hvort og hvernig þeir hæfileikar fá að njóta sín. Ef við myndum búa í kommúnísku ríki væru allir listamennirnir ríkisstyrktir og ættu sinn frama ríkinu að þakka, þannig séð. Í fullkomlega kapítalísku ríki (ekki til nota bene), ættu listamennirnir sinn frama kapítalisma (þ.e. launum) eða velgjörðarmönnum að þakka. Það er því vel teigt á rökfræðinni með því að segja að fyrst að listamaður lét ljós sitt skína vegna ríkis-styrkja þá sé sönnun á að þessir styrkir gera gagn. Það er skoðun Willy Sutton að svo sé ekki.
<< Home

Powered by Blogger