Counterblast - Bloggsíða Willy Sutton
March 21, 2004
 
Úr Matreiðslubók sögunnar: Sósíalista Súpan
soupnazi Uppskrift að sósíalisma súpu:

50 gr - Trú á miðstýrðu þjóðfélagi.
50 gr - Vantrú og fyrirlitningu á frjálsu markaðskerfi.
5 gr - Samansull af gerfi-hagfræðkenningum og kennisetningum *
15 gr - Popularismi að eigin vali.
20 gr - Ungliðahreyfing.
90 gr - Mikilmennskubrjálæði.

Krydd að vali eftir staðháttum. Öfundarmenn í hverju landi benda á það krydd sem líklegt er til vinsælda.

Sett í pott og hrært duglega í einu sinni. Síðan látið malla undir stöðugum áróðri um að allt sé að fara til fjandans í nokkur ár.

Einingis vottaðir sýkkópatar hafa leyfi til þess að búa til þennan rétt.

* Varúð; of mikið af þessu kryddi getur leitt til efnahagslegs hruns innan 5 ára. Ef allt stefnir í óefni má mæta smá kapítalisma-kryddi sem mótvægi.

Ef rétturinn misheppnast: drepa kokkinn og byrja aftur. Algengt er líka að nota fráfarandi kokk sem hráefni í súpuna þegar byrjað er upp á nýtt. Einnig er hægt að nota aðstoðarmenn kokka sem stoð-efni eða krydd í sósíalista súpur en Rohem-krydd og Trotský-Súputeningar njóta vinsælda.
<< Home

Powered by Blogger