Counterblast - Bloggsíða Willy Sutton
March 29, 2004
 
Viðskiptahömlur faghópa
Milton Friedman rannsakaði heilmikið viðskiptahömlur ýmissa faghópa eins og lækna og lögfræðinga. Það er algengt (meira svona reglan) að til þess að fá að starfa við sitt fag eftir langt og strangt nám þá þurfa menn að fara í hin ýmsu próf og/eða starfa með takmörkuð réttindi (og laun) í einhvern tíma. Oft eru þessar síðkomnu hindranir erfiðari viðureignar en prófgráðan úr Háskólanum. Það var frægt á sínum tíma þegar JFK yngri féll þrisvar (eða komst hann inn í þriðja) sinnum á prófi sem gaf réttindi til lögfræðistarfa í NY.

Ástandið er ekki betra hér á Íslandi. Til dæmis þurfa sálfræðingar að vera í læri hjá einhverjum í eitt ár áður en þeir geta fengið starfsréttindi (og laun). Það skiptir ekki máli hvort um er að ræða 25 ára sálfræðing frá HÍ eða 30 ára sálfræðing með doktorsgráðu í klínískri sálfræði frá háskóla í US.

Þetta meikar ekki sens, hugsa flestir. En það meikar sens fyrir þá sem fyrir eru og vilja ekki alltof mikla samkeppni.

Ég rakst á þetta þegar ég var að afla mér fróðleiks um kvikmyndatökuvélar:

Ég var dáldið heitur einusinni fyrir að fá til liðs við mig leikaranema úr leiklistarskóla...þangað til að mér var bent á klausu í lögum skólans sem bannar nemendum að leika í einhverju utan skólans...sem mér finnst persónulega bara fáránlegt!

Atvinnuleikarar myndu auðvitað rukka mann grimmt og ég veit ekki hvort það sé mikið af ungu áhugasömu fólki í áhugamannaleikhúsum landsins.Huga grein.

Því miður er það ekki líklegt til vinsælda (eða árangurs) fyrir stjórnmálamenn að auka jafnrétti og lýðræði í landinu með því að draga úr valdi þessara hagsmunahópa.
<< Home

Powered by Blogger