Counterblast - Bloggsíða Willy Sutton
May 10, 2004
 
Það er gert í Svíþjóð
Svíþjóð í klemmuÉg hef oft talað um 'það er gert í Svíþjóð' rökin, en þau eru variant af 'það er gert víða erlendis' rökunum. Auðvitað eru þessar rökfærslur alger ó-rök því það heimurinn er stór og það er auðvelt að finna dæmi um allt mögulegt og ómögulegt sem er regluvætt á einhvern hátt einhverstaðar erlendis, eða þá í 'okkar helstu nágrannalöndum'.

Nú hefur Svíþjóð verið fyrirmyndar ríki margra hér á landi. Nýlega nefndi ungur stjórnmálamaður á vinstri vængnum Svíþjóð sem dæmi um hversu gott það væri fyrir efnahaginn að hafa sterkt ríkisvald. Sko, sjáiði bara Svíþjóð, þar er ríkið sterkt og bætir upp fyrir 'markaðsbresti', og efnahagurinn blómstrar.

Það er rétt að það er betra að búa í Svíþjóð en mörgum öðrum löndum en það þarf að fara langann veg frá Malmö til þess að finna lönd þar sem ástandið er miklu verra. Ísland er til dæmis með 30 þúsund dollara per mann í GDP en Svíþjóð er með um 26 Þúsund USD (bæði tölur fyrir 2002, reyndar ber smá óvissa með þessar tölur m.a. vegna stöðu gjaldmiðla).

Tilefni þessarar greinar er að ég rakst á skýrslu um þróun efnahagsmála í Svíþjóð eftir Nils Karlson, en hann starfar hjá Ratio stofnuninni í Stokkhólmi. (það er vel þess virði að skoða þessa síðu).

Hann dregur ekki upp fagra mynd af heimalandi sínu og súmmerar upp vandamál Svíþjóðar í upphafi greinarinnar:

I. No job on net have been produced in the private sector since 1950.

II. None of the top 50 companies on the Stockholm stock exchange has been started since 1970.

III. Sweden has dropped from fourth to 14th place in 2002 among the OECD countries in terms of GDP per capita since 1970.

IV. Well over one million people out of a work force of around five millions do not work in 2003 but live on various kinds of public welfare programmes such a pre-pension schemes, unemployment benefits, sick-leave programmes etc.

V. A majority of the adult population are either employed by the state or clients of the state in the sense that they have a majority of the income coming from public subsidies.

Á fyrri hluta síðustu aldar var mikill vöxtur í Sænsku atvinnulífi. Það var ekki bara það að hún slapp við beina þáttöku í tveimur heimsstyrjöldum, en efnahagslífið hafði gengist undir afreglun (deregulation) og skattar voru ekki miklir (svipuð þróun í US og fleiri löndum reyndar, eins og Hayek spáði fyrir um, jókst hlutur ríkisins mikið út öldina).

Ef við sjáum skattahækkanir sjáum við einnig hækkun á ríkisútgjöldum en þau hækkuðu meira í Svíþjóð en í flestum sambærilegum löndum og slöguðu í 70% af þjóðarframleiðslu. Nú síðust ár hefur orðin einhver stefnubreyting því efnahagslífið gat ekki staðið undir bákninu.

Greinin eftir Karlson er nokkuð góð og ég mæli eindregið með henni, sérstaklega seinni hlutanum en hann fjallar um efnahagslíf Sverige á nokkuð Austurískan máta.
<< Home

Powered by Blogger