Counterblast - Bloggsíða Willy Sutton
May 08, 2004
 
Áfengisaldur og Jóhannna
Jóhanna Sigurðardóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarps til laga um lækkun lágmarksaldursins. Í því er lagt til að aldurstakmark til að kaupa áfengi undir 22% að styrkleika verði lækkað úr 20 árum í 18 ár.

Þetta hljómar ekki svo illa í rauninni og það kom mér á óvart að Jóhanna hafi stolið glæpnum með þessu frumvarpi. Síðan kom það. Í fréttum í kvöld kom það fram að tilgangurinn með lagafrumvarpinu er sá það á að 'breyta neyslumynstrinu'.

Þessi árátta stjórnmálamanna til að reyna að stjórna mannlífinu kemur manni sífellt á óvart.
<< Home

Powered by Blogger