Counterblast - Bloggsíða Willy Sutton
May 19, 2004
 
Franska vinnuvikan og Henry Hazlitt
NAFN Á MYNDEitt af hinum fögru loforðum, sem hljóma svo vel korteri fyrir kosningar, er 'stytting vinnuvikunnar'. Það þarf ekki að spyrja að því, allir vilja vinna minna og alveg sérstaklega ef launin lækka ekki við það. Hér á landi hefur þessi vinnuviku-della ekki náð eins langt og í Evrópu. Frakkar gengu fyrir skemmstu skrefinu lengra og styttu vinnuvikuna í 35 tíma.

Þessar aðgerðir fara ekki vel með efnahagslífið eins og við er að búast þegar stjórnmálamenn koma með einhverjar 'sértækar aðgerðir'. Það er afleitt að sjá efnahagslífið (þ.e. efnahagur fólksins) líða fyrir aðgerðir sem fæstir vilja í raun. Það á ekki að koma á óvart að fólk kjósi frekar peninga en ríkis-úthlutað frí, jafnvel í Frakklandi.

Hugmyndafræðin gengur út á að fleiri fái störf ef höft séu sett á hversu mikið í viku hverri. Þetta er gömul hagfræði-villa sem Hazlitt og fleiri hafa sýnt fram á fyrir mörgum áratugum að er meingölluð, hér ræðir Hazlitt hvað mun gerast ef lög um hámarksvinnu eru sett, að því gefnu að tímakaup sé óbreytt (að gefa sér hækkað tímakaup jafngildir því að einhverjum hafi tekist að rækta peningatré) og að allt fari á besta veg; nýju starfsmennirnir eru jafn hæfir hinum sem fyrir voru og framleiðslukostaður hækki ekki:


Þó fleiri starfsmenn verði ráðnir, mun hver um sig vinna færri stundir og því fjölgar vinnustundunum ekki. Ólíklegt er að nokkur framleiðniaukning verði svo heitið geti og heildarlaun sem útborguð eru og "kaupmáttur" verða ekki meir. Allt sem gerist í raun, jafnvel þótt gert sé ráð fyrir hinu besta (sem þó yrði sjaldan), er að starfsmenn sem áður höfðu vinnu munu styrkja þá sem áður vor atvinnulausir. Það stafar af því, að nýju starfsmennirnir fái hver um sig þjá fjórðu þess vikukaups sem gömlu starfsmennirnir voru vanir að fá, verða gömlu starfsmennirnir sjálfir að láta sér nægja að fá aðeins þrjá fjórðu sem þeir fengu áður. Það er rétt að gömlu starfsmennirnir munu nú vinna færri klukkustundir; en þeir keyptu þennan dýra frítíma væntanlega ekki vegna þess að þeim þótti hann þess virði: Greiðslan fyrir frítímann er fórn sem færð er til að útvega öðrum störf.

Auðvitað eru þeir stjórnmálamenn sem taka þessar vondu ákvarðanir ekki neitt verr gefnir en aðrir í þeirra 'stétt'. Hinsvegar hlusta þeir á þá sem gjamma hæst, og af einhverri ólekkans ástæðu þá er það hagur forustumanna stéttarfélaga að berjast fyrir 'skjólstæðingum' sínum með þessum hætti. Hver vill ekki 'vernda' félagsmenn frá óheftum þrældómi og hvað ættu nú þessir ágætu menn að gera, nema að berjast fyrir einhverju. Ekki gengur það að láta menn gera samninga sín á milli, án milligöngu þeirra. 'Atvinnuöryggi' þeirra byggist á því að það gerist ekki.

Hazlitt er ekki búinn. Í hinni ágætu, og fríu net-bók, The Wisdom of Henry Hazlitt, fjallar hann um skyld mál, nefnanlega yfirvinnukaup, en það er víst við líði hér á landi:

A similar judgment must be passed on all "spread-the-work" schemes. The existing Federal Wage-Hour Law has been on the books for many years. It provides that the employer must pay a 50 percent penalty overtime rate for all hours that an employee works in excess of 40 a week, no matter how high the employee's regular hourly rate of pay.

This provision was inserted at the insistence of the unions. Its purpose was to make it so costly for the employer to work men overtime that he would be obliged to take on additional workers.

Experience shows that the provision has in fact had the effect of narrowly restricting the length of the working week. In the ten year period, 1960 to 1969 inclusive, the average annual work week in manufacturing varied only between a low of 39.7 hours in 1960 and a high of 41.3 hours in 1966. Even monthly changes do not show much variation. The lowest average working week in manufacturing in the fourteen months from June, 1969 to July, 1970 was 39.7 hours and the highest was 41 hours.

But it does not follow that the hour-restriction either created more long-term jobs or yielded higher total payrolls than would have existed without the compulsory 50 percent overtime rate. No doubt in isolated cases more men have been employed than would otherwise have been. But the chief effect of the over time law has been to raise production costs. Firms already working full standard time often have to refuse new orders because they cannot afford to pay the penalty overtime necessary to fill those orders. They cannot afford to take on new employees to meet what may be only a temporarily higher demand because they may also have to install an equivalent number of additional machines.

Higher production costs mean higher prices. They must therefore mean narrowed markets and smaller sales. They mean that fewer goods and services are produced. In the long run the interests of the whole body of workers must be adversely affected by compulsory overtime penalties.

All this is not to argue that there ought to be a longer work week, but rather that the length of the work week, and the scale of overtime rates, ought to be left to voluntary agreement between individual workers or unions and their employers. In any case, legal restrictions on the length of the working week cannot in the long run increase the number of jobs. To the extent that they can do that in the short run, it must necessarily be at the expense of production and of the real income of the whole body of workers. The Wisdom of Henry Hazlitt: Chapter 23: False Remedies for Poverty

Nóg um vinstrivillur í dag, enda fagurt vorkvöld og margt annað hægt að gera en að sitja heima fyrir framan tölvuna.
<< Home

Powered by Blogger