Counterblast - Bloggsíða Willy Sutton
May 10, 2004
 
Álitsgerð um samkeppnisumhverfi í landbúnaði
Í dag kom alveg makalaus skýrsla sem Eiríkur Tómasson prófessor og Árni Vilhjálmsson gerðu fyrir landbúnaðar ráðherra. Þar koma fram hugmyndir sem Guðni hafði rætt um opinberlega áður. Ómögulegt er að segja til um hvort þessar delluhugmyndir séu komnar frá Eiríki og Árna eða hvort skýrsluhöfundar hafi sett í skýrsluna það sem greiðanda myndi líka við.

Lokaorð skýrslunar eru mjög fróðleg. Í raun er það alveg makalegt að einhverjir lögfræðingar útí bæ skuli vera að semja sósíalískar lagagreinar.

"Kæmi því til greina að sett yrði nýtt ákvæði í búvörulög, svohljóðandi:
"Framleiðslukostnaður nautgripakjöts, sauðfjárafurða, svínakjöts og kjúklinga, miðað við meðalbú, skal reiknaður út og skráður að Hagþjónustu landbúnaðarins. Fari heildsöluverð á einhverri þessara afurða niður fyrir 50% af reiknuðum framleiðslukostnaði er landbúnaðarráðherra heimilt að ákvarða lágmarksverð í heildsölu af þeirri afurð, þó þannig að það verð nemi ekki hærra hlutfalli af reiknuðum framleiðslukostnaði en 80%. Ákvörðun um slíkt lágmarksverð má vara í allt að sex mánuði í senn."

"Jafnframt yrði að taka upp í lögin ákvæði um viðurlög við brotum á umræddu ákvæði, svo og hvernig haga skuli eftirliti." Álitsgerð um samkeppnisumhverfi í landbúnaði. Eiríkur Tómasson prófessor og Árni Vilhjálmsson hrl.

Hvernig væri að taka upp viðurlög Robespierre við brotum á lögum um hámarksverð.
<< Home

Powered by Blogger