Counterblast - Bloggsíða Willy Sutton
May 02, 2004
 
Reglur um Hámarkslaun
2. Maí, Til hamingju með daginn

Þingskjal nr. 23 (var breytingartillaga við þingskjöl nr. 11, 17 og 20) var samþykkt með breytingum. Þetta þingskjal tekur á reglugerð um þátttöku í úrvalsdeild. Helstu breytingarnar voru eftirfarandi: Félög mega mest vera með tvo leikmenn utan Evrópu. Launaþaki er skipt þannig að heildarupphæð er 500.000 krónur á mánuði, og af því má mest nota 300.000 krónur í leikmenn utan Evrópu. Tillögur á ársþingi KKÍ (ath, ekki varanlegur linkur)

Hvað skyldu menn segja núna. Verða hávær mótmæli vegna þessara ólaga Körfuboltasambandsins? Hvað segja verkalýðsforkólfar sem í gær töluðu um hversu illa væri farið með útlendinga í vinnu hér á landi?
<< Home

Powered by Blogger