Counterblast - Bloggsíða Willy Sutton
May 30, 2004
 
Tvær skýrslur
Í Fréttablaðinu í dag er fjallað um 2 skýrslur á sömu síðunni, án þess að þær séu settar í samhengi við hvora aðra.

Fyrst er fjallað um skýrslu sem Rannveig Guðmundsdóttir bað um og er nú fyrst tilbúin, 18 mánuðum síðar. Þar er um fjallað um verð á matvælum á Íslandi en það er víst hátt og vesalings þingmennirnir hreinlega vissu ekki af hverju. Það þarf engan snilling til að átta sig á því og kemur fram í skýrslunni að skattar og tollar, auk flutningskostnaðar, smæðar markaðarins, hás gengis og lítillar samkeppni, séu orsök fyrir háu vöruverði. Auðvitað eru há laun einnig örsök, en tæplega pólitíst rétt að minnast á það.

Síðan er vitnað í Mörðs Árnason sem bað um skýrslu um hvalveiðar, sem 'svo mikilvægt' var að vinna.

"Sú skýrsla sem ég bað um kostar ekki 22 milljónir. Það myndi taka vanan mann þrjár til fjórar vikur að vinna hana."

Án efa ódýrasta og minnsta skýrsla í manna minnum.
<< Home

Powered by Blogger