Counterblast - Bloggsíða Willy Sutton
July 02, 2004
 
Kódekar
Loksins, loksins. Núna fann ég lokalausn mína á öllum kódeka vandamálum. Fyrir þá sem ekki vita hvað kódekar eru, þá eru þeir ástæðan fyrir flestum villuboðum þegar maður ætlar að horfa á stafrænar myndir í tölvunni. Á síðu deilis er linkur í VLC - VideoLAN client en það er lítið og nett forrit sem virðist spila allt. Þarna er einnig kódeka pakki, ACE Mega Codec Pack en hann gerir öðrum forritium kleyft að spila kódeka-myndir. Virkar vel utan að ég þarf að stilla hljóð uppsetningu í VLC í hvert sinn og næ ekki bæði tali og fullum gæðum á sama tíma, en er enn að prófa mig áfram með það. Ég hlýt að ramba á lausnina fljótlega.

English: Two programs to play Codec-infested video files. Good stuff.
<< Home

Powered by Blogger