Counterblast - Bloggsíða Willy Sutton
April 29, 2004
 
Berjum á þeim

In Germany they first came for the Communists,
and I didn't speak up because I wasn't a Communist.

Then they came for the Jews,
and I didn't speak up because I wasn't a Jew.

Then they came for the trade unionists,
and I didn't speak up because I wasn't a trade unionist.

Then they came for the Catholics,
and I didn't speak up because I was a Protestant.

Then they came for me —
and by that time no one was left to speak up.

(orð sem eru eignuð Martin Niemöller)

Mál málanna í dag er fjölmiðlafrumvarpið. Allir virðast vera sammála um að illa sé vegið að Norðurljósum, jafnvel þótt fyrirtækið hafi markaðsráðandi aðstöðu á sjónvarpsmarkaði, hafi keypt upp allar einkareknu útvarpsstöðvarnar á sínum tíma og nú búið að hasla sér völl á dablaða markaðnum.

Willy er nú á þeirri skoðun að bera skal fækka aðgangshömlum að fjölmiðlamarkaði til þess að tryggja til frambúðar harða samkeppni á þeim markaði. Það er mun betra en að setja reglur sem óumflýjanlega brjóta á einhverjum aðila með einhverjum hætti. Það er nú reyndar ekki efni þessa pistils, heldur hræsni sauðsvarts almúgans sem stendur á hliðarlíunni og hvetur stjórnmálamenn til dáða þegar þeir ráðast að fyrirtækjum.

Á stöð tvö var spurning dagsins ekki hvort áskrift af rásum Norðurljósa væri of dýr, heldur hvort þjónustugjöld bankanna væru of há. Of há sögðu 96% áhorfenda. Auðvitað ekki sanngjörn spurning, því hver segir að bensín, matvara, lyf eða áfengi sé of ódýrt, svo dæmi séu tekinn. Fólk segir í fúlustu að bönkunum hafi verið 'sleppt lausum á markaðinn' og ótækt sé að þeir kaupi upp fyritæki. Fólk er meira en lítið tilbúið að taka í lurginn á bönkunum og menn byrja að tala um markaðsráðandi stöðu og spyrja hvað sé til ráða.

Lyf er líka of dýr. Ekki að ríkið geri mönnum of létt fyrir þar sem það þarf heilan her af þyðendum og lyfjafræðingum til þess að setja einn límmiða á lyfjabox. Enginn bannar neinum að flytja inn lyf og ekki mala allir lyfjaframleiðendur gull. Fólk fagnar hinsvegar aðför ráðherra að lyfjafyrirtækjum en enginn spyr sig að því hvort þessar aðgerðir fæli ekki aðila frá markaðnum. Hver vill hætta fé sínu til þess að flytja inn lyf eða opna apótek, bara til þess að fá ráðherra á bakið ef svo ólíklega vill til að þeir nái fótfestu á markaðnum.

Matarverð er líka of hátt og svo og svo mikið 'hærra en í nágrannalöndunum' og var meira að segja nefnd stofnuð til þess að athuga málið. Samkeppnin er lítil og sértækra aðgerða er þörf öskrar múgurinn.

Fólk kvartar yfir einokun á tryggingarmarkaðnum en hudsar síðan nýja aðila á markaðnum. Íslandstrygging, hvað er nú það, segir lýðurinn og heldur áfram í viðskiptum við kúgarana.

Olíufélögin eru að sjálfsögðu með samsæri gegn neytandanum, og er það ekki nema von þar sem ríkið skipaði þeim að hafa samráð á sínum tíma. Nú þegar Samkeppnisstofnun, sem allir vilja víst efla, er 'alveg að klára' rannsókn málsins hefur nýtt fyrirtæki komið á markaðinn og áhrifin strax sjáanleg. Markaðurinn hefur leyst vandamálið en það verður víst að refsa mönnum fyrir að brjóta lög, enda ekki annað hægt. Til hvers setja menn lög og koma á fót eftirlitsstofnunum ef ekki má refsa neinum.

Læknarnir. Voru þeir ekki vondu mennirnir nýlega og háir taxtar gagnrýndir harðlega. Í þeirri umræðu gleymdist að sjálfsögðu löng menntun og mikil vinna þegar skotið var á þá. Nú eru þeir ekki vondu kallarnir lengur en við þurfum bara að bíða eftir næstu kjaraviðræðum, þá byrja stjórnmálamennirnir að bauna á þá og fjölmiðlar taka hátt og snjallt undir.

Sægreifar. Það kom fram í Kastljósi að þeir eiga ekki bara 'gjafakvóta', heldur er mikil smaþjöppun í greininni. Tíu aðilar eiga 50% af kvótanum og að meðaltali á hver af þeim 5% kvótanns. Þvílík samþjöppun. Sægreifar hafa fengið sinn skerf af réttlátri reiði almennings og meira segja var heill stjórnmálaflokkur stofnaður í kringum öfund og gremju landsmanna.

Kjúlkingbændur fengu á baukinn um daginn. Kjúklingabændur. Hvað er meria aumara en að vera kjúklingabóndi, enda voru þeir ekki skammaðir fyrir auðsöfnun heldur fyrir að vera að fara á hausinn í hrönnum og þarafleiðandi að undirbjóða kindabændur (meikar ekki sens, ég veit, en þetta var bara það sem Guðni, Steingrímur J. og fleiri sögðu).

Ég er örugglega að gleyma einhverjum.

Pointið með þessu. Fólk getur talað í fúlustu um að það þurfi að taka í lurginn á einhverjum fyrir að græða of mikið á sama tíma og öllum finnst fjölmiðlalögin vera ónauðsynleg. Lygilegt.


April 27, 2004
 
Júragarður,Teknókratar, Chaos og fleira
Hvað eiga Júragarðurinn, LTCM og Teknókratar sameiginlegt. Jú, eins og ég lýsi hér að neðan, þar fer saman ofurtrú á einhverjum formúlum og vísindum og óvæntir atburðir og mannlegi þátturinn er algerlega hundsaður.

Chaos
Fyrst aðeins um Chaos kenninguna. Árið 1960 kom Edward Lorenz fyrstur með hugtakið chaos um flókin kerfi. Hann hafði komist af því að litlar breytingar í flóknum kerfum geta leitt til mikilla og ófyrirsjáanlegar breytinga, sérstaklega til lengri tíma litið. Þetta hefur oft verið kallað fiðrildaáhrifin eða the butterfly effect á engilsaxnesku. Það er vinsælt að taka dæmi um lítið fiðrildi í Kyrrahafinu sem getur síðar valdið hitabeltisstormi í Karabíska hafinu löngu síðar.

Sem sagt, litlar breytingar geta valdið miklum og ófyrirsjáanlegum breytingum síðar meir í flóknum kerfum. Það sem máli skiptir er að það er erfitt að spá fyrir um eitt eða neitt með mikilli vissu til lengri tíma ef kerfi eru chaotísk. Skamtímaspár eru oftast viðráðanlegar eins og við sjáum best þegar einhver veðurfræðingur segir okkur að það rigni líklega á morgun. Hinsvegar eru langtímaspár afar erfiðar.

Og hvað eru flókin kerfi? Módelið sem Lorenz var að vinna með þegar hann gerði sína uppgötvun hafði aðeins 12 jöfnur, þannig að ekki þarf mikið til að kerfi hagi sér með ófyrirsjáanlegum hætti. Verð á hlutabréfum, gengi fótboltaliða og álverð eru dæmi um chaotísk kerfi. Það eru svo gríðarlega margir hlutir sem geta spilað inní að það er ógerningur að spá fyrir með nokkurri vissu. Hvað hefði til dæmis gerst ef Thierry Henry hefði sofið yfir sig þegar hann hefði átt að fara í lyfjapróf eða ef samkeppnisyfirvöld gera innrás í eitthvað fyrirtæki? Arsenal hefði tæplega orðið meistari og hlutabréfin í fyrirtækinu hefði fallið. Það er ómögulegt að spá fyrir um alla þá hluti sem geta haft áhrif í flóknum kerfum, í þessum tilvikum fótboltafélag og gengi fyrirtækis.

Fidel Castro fækkar breytunum
Castro stóð í því að endurskipuleggja landbúnaðinn á níunda áratugnum. Hann neyddi fólk í samyrkjubú sem síðan var stýrt af honum sjálfum.

"There are still a few tens of thousands of [private] farmers left. Working with them is much more difficult [than with concentrated cooperatives], it is terrible, virtually insolvable because one must discuss and make plans with tens of thousands of them... The day is not too far off... when we can say that 100 percent of [private] farmers are in cooperatives... We are waging a battle against [them]"

Þarna stendur Castro fyrir framan stórt vandamál. Hann vill miðstýra öllu en kemst síðan að því, sér til algerrar hrellingar, að búin eru of mörg til þess að gerlegt sé að stýra þeim með góðu viti; breyturnar eru of margar. Hvað gerir hann annað en að fækka breytunum með því að búa til færri en stærri samyrkjubú. Rökrétt, en grimmileg, viðbrögð harðstjóra við flóknu kerfi.

Júragarðurinn
Júragarðinum eftir Michael Crichton er garðinum lýst sem chaotísku kerfi af Ian Malcolm (Jeff Goldblum), sem er ein persónan í sögunni. Það deilir hann við sjálfsvissa vísindamenn sem eru í óða önn að klóna risaeðlur; hvað getur farið úrskeiðis sögðu vísindamennirnir, risaeðlurnar geta ekki fjölgað sér og geta ekki þrifist í náttúrinni (vísindamennirnir höfði fjarlægt ensým sem meltir amínósýruna Lýsin, og voru því risa eðlurnar háðar sérstöku lýsín bættu fæði). Svarið frá Malcolm var að náttúran væri einfaldlega óútreiknanleg og vísindamennirnir voru ekki sáttir við það svar og vildu fá að heyra hvað nákvæmlega gæti farið úrskeiðis.

Þetta endaði auðvitað allt með ósköpum. Fyrir utan óvænta þætti eins og tæknileg atriði og mannlegan breyskleika, þá kom erfðafræðin einnig með óvæntan glaðning. Risaeðlurnar náðu að fjölga sér (man ekki nákvæmlega hvernig það gerðist, eitthvað með DNA frá froskum sem var splæst í erfðamengi risaeðlanna) og síðan sluppu risaeðlurnar í land og það sást til þeirra háma í sig korn á kornökrum, en kornmeti er víst stútfullt af lýsíni (þetta atriði var ekki í myndinni).

Teknókratar
Teknókratar (Technocrats, Technocracy) er nafn á hreyfingu sem spratt upp í byrjun síðust aldar, en hugtakið er einnig notað í dag yfir bjúrókratíska stjórnarhætti sem eiga mis-mikinn skyldleika við hinu einu og sönnu teknókrata.

Frægastur þeirra var án efa Howard Scott en hann stofnaði hreyfinguna Technocracy Inc, en sú hreyfing er víst ekki alveg útkulnuð þótt lítið líf sé í henni. Þessi teknókrata hreyfing vildi auka lífsgæði með því að auka skilvirkni í framleiðslu. Klárir menn áttu að búa til grand plön sem áttu víst að ganga svo vel því fólkið (sérstaklega Herra Scott) sem bjó þau til var svo svakalega klárt. Ef plönin myndu nú reynast smávægilega gölluð, þá átti bara að búa til ný og betri plön. Nútímalegt fólk það.

Dæmi um hina óheyrilegu vitleysu og sjálfumgleði tæknikrata er að finna í Þessari grein þar sem einhver tekur sig til og byrjar að teikna upp nákvæmt plan um hvernig einn ákveðinn atvinnuvegur á að vera. Hver vill vinna í svoleiðis umhverfi?

Lygilegt eins og það nú má vera þá náðu þessir bullukollar eyrum ráðamanna í Bandaríkjunum og fengu sínar 15 mínútur í þeim hugmynda hrærigraut sem the New Deal hans Roosevelts var. John T. Flynn lýsir þessu vel í bókinni The Roosevelt Myth:

The Technocrats were the most radical of the new reformers. They insisted that we must have a continental economy ­ that is we must unite to the United States, Canada, Mexico and the Central American countries in order to have a self­sustaining continent. We must then liquidate the democratic system and turn the management of the system over to the only people capable of understanding it, namely the engineers, to whom they later added the economists and other technicians. This was called the Soviet of the Engineers. Next we would abolish the existing money system and base all money on the unit of energy ­ the erg. There is more to it, but this is enough. One of the most eminent supporters of Technocracy, and chief sponsor of the crackpot Howard Scott, was Mr. Leon Henderson, who was made statistician of the NRA and later economic adviser and research director of the Democratic party, and finally head of the Office of Price Administration ­ the OPA of sad memory during the war.

This dance of the crackpots all over Roosevelt's side of the street was playing havoc with his own medicine show. The election year 1936 loomed menacingly ahead. They must be liquidated or composed or appeased or devoured. And someone, aided by Fate, did an excellent job of getting all these dervishes to quit their merry hoopla and march along in the ranks of the great New Deal. Kafli 6: The Dance of the Crackpots

Hvernig ætli veröldin væri ef technokratar hefðu náð völdum. Hvað hefði orðið um þeirra nákvæmu plön þegar ný tækni skyndilega gerbreytir einhverjum iðnaði? Frekar, hvernig er hægt að plana hvaða tækninýjung skuli sigra og hver ekki. Hvað með undarlega hluti eins og duttlunga tískunnar, hégómi vissulega, en hvernig er hægt að elta tískustrauma sem eru að mestu leiti tilviljanakennt fyrirbrigði. Enginn tíska?
Það er hreinlega ógerlegt að plana framleiðslu af einhverju viti, heimurinn er alltof flókinn til þess.

Long Term Capital Management

Scoles MertonÁhættusjóðurinn (hedge fund) Long Term Capital Management (LTCM) var stofnað árið 1994 af John W. Meriwether sem hafði getið sér gott orð hjá fjárfestingarbankanum Salomon Brothers við misvirðisviðskipti (arbitrage), en það eru viðskipti sem felast í að finna misfellur á markaðsverði sem hægt er að nýta sér án þeirrar áhættu sem felst í öðrum verðbréfaviðskiptum.

Hann safnaði saman sérlega vel menntuðum hópi úr fjármála og akademíska heiminum, og meðal þeirra voru þeir Morton og Scholes sem síðar fengu Nóbelinn í hagfræði fyrir formúluna hér til hliðar. Það sem þeirra viðskipti gengu útá er finna mun á gengi tveggja verðbréfa sem samkvæmt þeirra módelum var of mikill. Til dæmis falla ríkisskuldabréf í Bandaríkjunum örlítið eftir hálft ár þegar ný skuldabréf koma á markað vegna þess að eldri bréfin eru flest kominn i örugga geymslu og lítil viðskipti með þeim. Auðvitað er Bandarískt ríkis-skuldabréf sem innleysist eftir níu og hálft ár ekki verðminna en samskonar bréf sem innleist eftir 10 ár. Munurinn er hinsvegar svo lítill að það tekur því ekki að eltast við hann þar sem kostnaðurinn við viðskiptinn er of hár.

Meriwether og félagar höfðu hinsvegar mikla trú á sínum módelum sem voru byggð á miklum upplýsingum um sögulegt verð allra mögulegra og ómögulegra verðbréfa. Með þessar upplýsingar undir höndum reiknuðu þeir af stakri nákvæmni áhættuna á hverjum viðskiptum. Síðan til þess að gera þessi viðskipti arðvænleg fengu þeir stór lán frá fjárfestingarbönkum á Wall Street og dreifðu síðan áhættunni með flóknum dílum sem óþarfi er að fara út í nánar.

Sem sagt, LTCM fjárfesti miklu af lánsfé til þess að græða á verðmun sem flestir aðrir hundsuðu, og þeir stunduðu þessi viðskipti af miklu öryggi þar sem þeir höfðu (reyndar góð) módel sem studdust við söguleg verð verðbréfa. Fyrstu árin gekk sjóðnum vel að ávaxta sitt fé og var með um 40% ávöxtun ár hvert. Upphæðirnar vor gríðarlega háar og þessi sjóður var einn af þeim stærstu á sínum tíma. Sjóðurinn byrjað með um miljarð USD og árið 1998 hafði hann eignir uppá 4.72 miljarða og hafði að láni 124.5 miljarða.

Módelin höfðu haldið fram að þessum tíma og útlitið var bjart. Þegar erfiðleikar í Rússneska hagkerfinu urðu því valdandi að Rússnesk ríkisskuldabréf hríðlækkuðu í verði þá keyptu þeir þau grimmt í þeirri trú að þegar fjárfestar selja í flýti, eins og gerðist með Rússnesku skuldabréfin, þá verður lækkunin meiri en rökrétt sé, það höfðu módelin sýnt fram á. Til þess að jafna út áhættuna þá höfðu þeir keypt mikið öðrum áhættumiklum skuldabréfum og trúðu því að með því að kaupa nógu mikið af mismunandi bréfum, þá myndi áhættan jafnast út.

Það sem gerðist var að Rússar gátu ekki borgað skuldir sínar og fjárfestar um allan heim seldu áhættumikil skuldabréf og settu fé sittí örugg Bandarísk skuldabréf eða einhver ámóta bréf. Þetta hafði ekki gerst áður og var þar af leiðandi ekki í neinum módelum. Það má gera ráð fyrir einhverju sem er algerlega óvænt af og til en þeir sem eru búnir að verja gegn öllum þektum hættum er að sjálfsögð berskjaldaðir fyrir óvæntum atburðum. Það er ekki hægt að verja sig gegn einhverju óvæntu með flóknum dílum. Annaðhvort verða menn að spila varlega eða að viðurkenna að um áhættumikil viðskipti sé að ræða og að ekki er hægt að mæla áhættuna nákvæmlega.

Sjóðurinn sem hafði gefið út að hann gæti ekki tapað meira en 35 miljónum á dag tapaði 553 miljónum þann 21. Apríl 1998. Stjórnarmenn LTCM héldu því fram þegar þetta var að gerast að markaðirnir væru órökréttir þessa stundina og að trendar myndu jafna sig. Þeir gerðu það á endanum en í millitíðinni hafði LTCM farið á hausinn þar sem það gat ekki staðið við skuldbindingar sínar.

Góð dæmisaga um ofurtrú á módelum og algera hundsun á óvæntum atburðum.April 22, 2004
 
Tölfræði og hagfræði
Ef eitthvað tvennt ætti aldrei að hittast, þá er það tölfræði og hagfræði. Útkoman er oft skrautleg. Það er þó allt í lagi með hvoru tveggja um sig, tölfræðina og hagfræðina, en það sem úrskeiðis fer eru ályktarnar sem fólk dregur.

Viðskiptajöfnuður (balance of trade)
Ein vinsælasta hagtalan sem stjórnmálamenn tala um er viðskiptahallinn, en næst á eftir kemur líklegast skuldir heimilana sem alltaf eru víst að aukast (eins og eignir heimilana). Auðvitað vill enginn hafa halla á einu eða neinu, það þarf ekki að taka það fram. Viðskiptahallinn (trade deficit) er meira að segja þýddur sem og óhagstæður viðskiptajöfnuður í tölvuorðabókinni frá M&M, og hver vill nú eitthvað sem er óhagstætt? En er það virkilega slæmt að hafa halla á viðskiptunum við útlönd?

Þetta graf sýnir viðskiptajöfnuð í US frá 1970. Það er tvennt sem ber að athuga; flest árin er mikill halli og að hallinn er þeim mun meiri á tímum góðæris og einungis á kreppuárum áttunda áratugarins sem enginn halli er.

Ef við trúum þessu grafi og trúum einnig að stjórnmálamennirnir viti sínu viti ætti allt að vera í kaldakoli í Bandaríkjunum í dag. Málið er að viðskiptajöfnuður er bókhaldstala og sem slík telur einungis áþreifanlega hluti. Stór hluti viðskipta í heiminum kemur þessari bókhaldstölu ekkert við þar sem mikilvægir hlutir eins og þjónusta og hugbúnaður er ekki talinn með. Það er einnig rökrétt að á tímum góðæris muni hallinn aukast þar sem fyrirtæki (og ríki) sem og einstaklingar fjárfesta meira þá. Það er ekkert slæmt við viskiptahallann ef um er að ræða skynsamar gerðir. Einstaklingur sem kaupir sér nýjan bíl eða fyrirtæki sem ákveður að byggja nýja verksmiðju skaðar ekki landið þótt þeirra gerðir auki hallann.

Fátækt og ríkisdæmi
Fátækt og ríkisdæmi er algengt umræðuefni og alveg sérlega svo stuttu fyrir kosningar. Fólk kemur með ýmsar tölur sínu máli til stuðnings um að fátækum sé að fjölga eða fækka. Einnig er talað um hið margfræga 'bil milli fátækra og ríkra' sem hefur víst verið að aukast síðastliðin hundrað ár, þótt engin vilji þó meina að við séum verr sett í dag en í byrjun síðust aldar.

Vandamálið byrjar strax og þegar viðmælandi opnar munninn; Fátækt, hvað er það nákvæmlega. Það er útilokað að komast að neinni rökrænni niðurstöðu nema að við vitum að við séum að tala um sama hlutinn. Það er ekki jafn auðvelt að skilgreina jafn auðskilið hugtak og fátækt og menn ætla í fyrstu. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands byggir skilgreiningu á 50% af meðalfjölskyldutekjum á hverjum tíma og stjórnmálamenn í öllum flokkum apa það eftir. Það þarf ekki mikla rökfræði-kúnstir til að sýna að sama hversu mikið tekjur aukast í landinu þá verður fátækt ávallt til staðar. Allt tal um fátækt sem byggir á svona skilgreiningum er ekkert til að ræða um, enda byggir hún á fádæma heimsku.

Hvað þá með tekjur eða eignir? Er ekki tilvaðið að skilgreina einhvern sem er með miklar tekjur sem ríkan og tekjulágan eða án tekna sem fátækan? Jafnvel þótt engin opinber skilgreining sé til á fátækt er nokkuð ljóst að stjórnmálamenn einblína á tekjur og eignir ef skattastefna undanfarinna ára er skoðuð. En er einhver ríkur þótt hann sé með háar tekjur eða eigi miklar eignir. Það er ekki alltaf þannig. Flestir námsmenn búa við algera fátækt, bæði ef horft er á eigir eða tekjur, en flestir þeirra geta þó nýtt námið til að komast í ágætis stöðu að námi loknu og vinna meira en flestir til að grynnka á skuldum og safna fyrir íbúð. Það telur þó enginn 27 ára verkfræðing vera neitt sérlega ríkan þótt hann hafi góðar tekjur. Einnig er það til að fólk hafi lágar tekjur en á miklar eignir. Það er í raun mjög algengt. Fjölmargt eldra fólk á stórar eignir skuldlaust og á jafnvel góðar summur í bankanum. Samkvæmt opinberri tölfræði má draga þá ályktun að afi og amma sem búa í risa húsi á nesinu séu fátæklingar þó þau séu svo efnuð að þau nenna ekki að vinna lengur.

Málið flækist þegar hugsað er útí þá staðreynd að fólk er ekki bara einhver tölfræði sem frosið í tíma um leið og það lendir í excel skjali hjá einhverjum hagfræðinema. Í mannheimum heldur þetta fólk sem stendur á bakvið tölurnar áfram með sitt líf. Langflestir flakka síðan á milli þeirra flokka sem hagfræðingarnir hafa skilgreint af stakri nákvæmni. Námsmenn leggja á sig sjálfskipaða fátækt um leið og þeir hefja nám og reyna flestir að klifra upp þjóðfélagsstigann að námi loknu. Fólk getur misst allt sitt eða unnið í happdrætti og, eins og algengt er, erft fúlgur eftir foreldra eða ættingja. Í raun get ég ekki munað eftir neinum sem ég þekki sem hefur verið í sama tekju eða eignaflokki til lengri tíma litið. Þetta flækir málin og tekur smá tíma að útskýra þannig að stjórnmálamenn forðast að kafa of djúpt í þessi mál.

Hver er þá niðurstaðan: Jú, biðraðir í einhverju kerfi aukast vegna aðgerða stjórnvalda og stjórnmálamenn flykkjast í sjónvarpið og segja, sko, fátækt hefur aukist.

Auðvitað er hægt að leika sér að tölfræði og fá út einhverja huglæga niðurstöðu að eigin vali. Tökum þetta stílfærða graf hér að ofan. Hér eru einhver lönd sem verða ríkari en önnur. Ástandið í sumum löndum hefur batnað mjög mikið en ekki eins mikið í öðrum löndum, en að jafnaði hafa allir það betra til lengri tíma litið en bara mis mikið. Í krónum talið hefur bilið fræga aukist jafnvel þótt öll löndin verði ríkari í krónum talið. Það er auðvelt að nota svona tölfræðiupplýsingar til þess að renna stoðum undir kenningum um að hinar ríku þjóðir taki eitthvað af hinum fátækari.

Hvað eiga svo löndin og íbúar þeirra sem eru efst og neðst á grafinu sameiginlegt: Efnahagslegt frelsi.

Another current catch-phrase is the complaint that the nations of the world are divided into "haves" and the "have-nots." Observe that the "haves" are those who have freedom, and that it is freedom that the "have-nots" have not. - Ayn Rand.

Innihaldslaus tölfræði
Oft flagga valdhafar tölfræði sem á að sýna að hitt eða þetta sé svo gott í þeirra landi. Sem betur fer er þetta ekki svo slæmt í hinum vestræna heimi þar sem stofnanir eru nokkuð sjálfstæðar og stjórnmálamenn verða að gera sér að góðu að slá fram þeim tölfræðilegu staðreyndum á þann hátt að henti þeirra málstað.

Í Kína hefur til dæmis verið meira en 8% hagvöxtur undanfarin ár. Þessháttar hagvöxtur er að sjálfsögðu svakalegur og einungis vanþróuð lönd geta haldið svona hagvexti til streitu fyrstu árin eftir að þau iðnvæðast. Þannig er, að stjórnin í Peking hreinlega ákvað að það skyldi vera 8% hagvöxtur eða meiri og héraðsstjórar, sem safna saman hagtölum á sínu svæði, láta stjórnina fá 'réttar' niðurstöður en það þykir skynsamlegt að ná þeim árangri sem ætlast er. Það er auðvitað mikill hagvöxtur í Kína en það ber ekki að taka þessar tölur of hátíðlega.

Annað má og verra er Kúba. Þar flaggar Fidel hinum ýmsu tölfræðiupplýsingum sem eiga að sýna hversu gott landið er og fólk gleypir við því gagnrýnislaust. Til dæmis er endalaust talað um fjölda lækna á höfðatölu og er víst um einn læknir á hverja tvöhundruð íbúa. Þessi tölfræði er án efa rétt og engin er að efast um hana. Það eru margir læknar í Kúbu. Við horfum einnig framhjá því að heilsugæsla og menntun var með því besta á Kúbu áður en Castro komst til valda. Það sem máli skiptir er hvort heilsa Kúbana er bættari fyrir vikið. Það er lítið mál að mennta ákveðinn hóp af læknum. Það þarf bara skrá svo og svo mikið af nemum ár hvert í læknisfræði og þá er því takmarki náð, sérstaklega þegar þjóðfélagsgerðin skorar hátt á # 14. Það er átakalegt að heyra sögur ferðamanna sem koma frá Kúbu og segja frá tómum apótekum og fólki sem fær miða með nafni lyfja sem það verður að redda sér í dollara-apótekum. Tölfræðin sem er flaggað er flott og án efa sönn, en ástandið í heilbrigðismálum er samt ömurlegt.

Hvað er á bak við tölurnar
Það oft þannig að tölurnar eru sannar og líta einnig vel út. Þar með er ekki sagt að allt sé í himnalagi og í raun geta tölurnar verið að segja okkur að í raun sé allt í stakasta ólagi.

Tökum til dæmis hagvöxt í Bandaríkjunum í síðari heimstyrjöldinni. Á grafinu hér að ofan virðist hagkerfið loksins hafa tekið við sér á stríðsárunum eftir mögur ár kreppunnar og aukningin í hagvexti landsins var tugir prósenta. Án efa sýnir grafið réttilega aukna framleiðslu í hagkerfinu. Hinsvegar hefur stríðið án efa verð skelfilegt fyrir landið með efnahagslegu tilliti. Á stríðsárunum hefur fólk ekki bara orðið af lúxusathöfnum eins og að taka sér gott sumarfrí eða safna fyrir nýjum bíl, heldur var almennur skortur (ríkið hjálpaði til með hafta- og skömmtunarstefnu) á almennum nauðsynjavörum. Einnig hefur vinnutíminn aukist og fleiri þurft að fara á vinnumarkaðinn en á friðartímum. Sóun hagkerfisins var einnig mikil, í stað þess að framleiða nauðsynjahluti sem almenningur gat nýtt sér, þá beindist framleiðslan að framleiðslu stríðstóla. Þar varð mikil sóun sem ekki kemur aftur.

Ef við myndum reyna að staðfæra það sem gerðist í Bandaríkjunum á stríðsárunum yfir á Ísland í dag yrði staðan eftirfarandi; vinnutíminn myndi aukast um tugi prósenta og löng sumarfrí sjaldséður lúxus, og að sjálfsögðu færi enginn til Kanarí. Fæstir eiga efni á nýjum bíl og ungmenni verða að slá námi á frest. Eftir 5-6 ára þrautargöngu myndu flestir tala um mestu kreppu sem sögur fara af. Það var einmitt sem gerðist í Bandaríkjunum á stríðsárunum á meðan hagvöxturinn var eins og aldrei áður.

Það segja margir að stríðið hafi örvað tækniframfarir í landinu. Það er rétt að það var margt fundið upp og þróað á hinum 6 árum sem stríðið stóð yfir. Þar sem hagkerfið snéri sér að mestu leiti að stríðinu var við því að búast að mis-gagnlegar framfarir tengdust því með beinum eða óbeinum hætti. Auðvitað hefðu þeir kláru menni haldið áfram að vera til ef stríðið hefði ekki skollið á og án efa fundið upp og þróað snjalla hluti en það er ógerningur að segja til um hvað nákvæmlega hefði verið fundið upp af hverjum né heldur hvernig þróun tækninnar hefði orðið, því það er nokkuð sem ekki gerðist.

Að treysta tölunum (þegar það hentar málstaðnum)
Það er algengt að grafa upp einhverjar opinberar tölur máli sínu til stuðnings. Það er ekkert að því í eðli sínu, enda er erfitt að tjá sig um hagfræði án þess að vitna í hagtölur. Við getum skilið það að stjórnmálamenn skuli koma með misvísandi tölur, enda er hagfræðilegur skilningur þeirra ekki upp á marga fiska og þeir hafa oftar en ekki beinan hag af því að sannfæra áhlustandann (kjósandann) um eitthvað. Hinsvegar er það allt annað og verra mál þegar hagfræðingar gera sig seka um svona ósóma. Tökum Joseph Stiglitz, Nóbel-verðlaunahafa til dæmis, en hér er hann að svara spurningu blaðamanns Salon.com, en umræðuefnið er hvernig sé best að umbreyta sósíalískum hagkerfum í markaðshagkerfi:

What is a reasonable length of time -- particularly when it comes to identifying what's succeeded and failed?

We are never really sure, but what we do know historically is that if Russia's economy is down 30 percent from what it was [in 1989], and let's say they start growing 4 or 5 percent a year, it's going to take them another decade or two just to get back to where they were. In that sense, yes, there will be ups and downs; the race is never over. But the shock therapy has cost the Russian people enormously, not only in terms of GDP. Their life expectancy is down while the rest of the world has life expectancy increasing. These are the kind of consequences that have resulted. Poverty went from 2 percent of the population to over 40 percent in 1998. These are just enormous changes.

Þarna tekur hann opinberar tölur Sovíet veldisins, 2% fátækt, og slengir þeim fram eins og þær séu heilgaur sannleikur. Hver trúir þessum tölum frá gömlu Sovíet herrunum sem eitt sinn neituðu tilvist fatlaðra í ríki sínu. Voru virkilega færri fátækir í Sovíet árið 1989 en á Íslandi 2004, eða er Sovíeska tölfræðin brengluð og fátæktarviðmiðin sett fyrir við hungurmörk? Og auðvitað er hægt að spyrja sig hvaða þýðingu fátæktarhugtakið hafi í þjóðfélagi sem ekki viðurkennir eignarrétt.

Hann minnist einnig á 30% samdrátt í landsframleiðslu og þykist hann vita ástæðuna fyrir þessum óförum, but the shock therapy has cost the Russian people enormously, not only in terms of GDP. Við skulum gefa Stiglitz það forskot að segja að tölurnar séu réttar; þessi 30% eru raunvörulegur samdráttur hagvaxtarins og lítum framhjá því að það sem framleitt var í Sovíet var drasl sem var dömpað á landsmenn sem og á önnur ríki sem nutu verndar Sovíet. Treystum því líka að Sovíet hafi einnig talið rétt og birt ófalsaðar tölur. Er þá einhver önnur skýring á þessum samdrætti en einhver 'shock theraphy' sem einhverjir frjálshyggjupúkar nörruðu Rússland til að taka upp (gefum Stiglitz einnig það forskot að ráðamenn Rússlands hafi fengið tilsögn í 'shock theraphy' markaðsvæðingu og þeir farið eftir því sem fyrir þá var lagt).

Rússland er ógnar stórt land og hefur nú um 140 miljónir íbúa og er nærri tvöfalt stærra en US, sem hefur 100 miljónum fleiri íbúa, og er stór partur af landinu í órafjarlægð frá vestur Evrópu. Hvað verður um gríðarlega stórt land sem hefur verið stýrt með miðstjórnarháttum í nærri heila öld og var að sligast undan eigin þunga þegar Sovíet veldið liðaðist í sundur. Hvað varð um markaðina fyrir allt Sovíet draslið? Hver endurnýjar framleiðslutækin í Úral fjöllunum og í Magnitogorsk? Hvaða áhrif hefur það á hagkerfi Rússlands að landið liðaðist í sundur? Hver eru áhrif Tjetjéníu stríðsins? Hvaða jólasveinn stjórnaði landinu á sínum tíma? Hvað með spillinguna sem var allsráðandi strax eftir fall Sovíet, þar sem var erfitt að greina á milli mafíósa og valdamanna?

Í mínu auðmjúka áliti, ég tel að margt annað hafi hrjáð Rússland annað en frjálshyggju 'shock therapy', þótt ýmislegt hafi án efa mátt betur fara.


 
Tölvulíkön og Chaos kenningin
   
Fractal Fiðrildi
Chaotísk kerfi virðast oft sýna mikla reglu og skipulag.

Chaos theory describes complex motion and the dynamics of sensitive systems. Chaotic systems are mathematically deterministic but nearly impossible to predict. Chaos is more evident in long-term systems than in short-term systems. Behavior in chaotic systems is aperiodic, meaning that no variable describing the state of the system undergoes a regular repetition of values. A chaotic system can actually evolve in a way that appears to be smooth and ordered, however. Chaos refers to the issue of whether or not it is possible to make accurate long-term predictions of any system if the initial conditions are known to an accurate degree. Mendelson & Blumenthal

Er hægt að spá fyrir um með vissu með tölvumódelum um langtíma breytingar á veðurfari? Góð spurning sem því miður er sjaldan spurð, sérstaklega þegar líkanasmíð er orðin að heilmiklum iðnaði í dag. Mín skoðun er sú að það er ekki hægt; ekki vegna þess að líkanasmiðir eru svo illa gefnir eða tölvurnar sem líkönin séu lélegar, heldur vegna þess að viðfangsefnið er það flókið að það það er hreinlega ógerningur að spá með nokkurri vissu um veðurfar til lengri tíma.

Fiðrilda áhrifin, aka the butterfly effect

Veðurfarskerfi eru með afbrigðum flókin og breyturnar sem hafa áhrif á veðurfar eru óteljandi: eldgos, loftsteinar, sólgos, gróðurhúsalofttegundir, hafstraumar, gaslosandi beljur og jafnvel lítil fiðrildi hafa áhrif á veðurfarið. Í stuttu máli sagt er veðurfarið risastórt chaotíst kerfi og í raun gott skólabókarkerfi um slíkt. Það var árið 1960 sem Edward Lorenz kom fyrstur manna með hugtakið chaos til að lýsa flóknum kerfum. Það byrjaði þegar hann notaði einfalda tölvu til þess að búa til veðurfarskerfi með 12 jöfnum. Þegar hann endurtók keyrsluna fékk hann óvænt aðra niðurstöðu og þegar hann athugaði málið betur sá hann að eini munurinn var að í síðari keyrslunni hafði hann sett tölur sem voru rúnaðar af við þriðja aukastaf, og setti til að mynda 0.506 í stað 0.506127. Munurinn er smávægilegur og kom það honum mjög á óvart að þessi litli munur gæti haft svona afgerandi áhrif á lokaniðurstöðuna.

The flapping of a single butterfly's wing today produces a tiny change in the state of the atmosphere. Over a period of time, what the atmosphere actually does diverges from what it would have done. So, in a month's time, a tornado that would have devastated the Indonesian coast doesn't happen. Or maybe one that wasn't going to happen, does.

Sem sagt, í flóknum kerfum geta smávægilegar breytingar magnast upp þegar tíminn líður og ómögulegt er að spá fyrir um lokaniðurstöðuna. Ég legg áherslu á tímann hér því það að sjálfsögðu tiltölulega auðvelt að spá hvað gerist eftir eina mínútu eða einn klukkutíma. Hvernig er veðrið eftir 10 mínútur. Ég lít út og sé að sólin skín og sýnist vera smá gola. Spái því sama. Málið vandast ef á að spá hvernig það verður eftir 4 tíma og þá gæti auðveldlega verið komin rigning. Þetta er ástæðan fyrir því að við getum treyst sæmilega veðurspám næstu daga. Stuttur tími.

Bölvaðir aukastafirnir

Hverjar eru 'líkurnar' á því að hægt sé að spá fyrir um með nokkurri vissu hvernig veðrið verður eftir 10, 20, 50 eða 100 ár? Er hægt að setja allar breytur sem hafa áhrif á veðurfar í tölvumódel og spá með einhverri nákvæmni hvað gerist ef síðan ef maður eykur eða minnkar eina breytuna. Skynsamt fólk hugsar um einfalda módelið hans Lorenz og segir, ef fjórði aukastafur í 12 þátta módelinu breytir útkomunni drastíst þá er það útilokað að spá fyrir um eitt eða neitt með módeli með miljón breytum yfir langan tíma.

Anno 2049

Segjum sem svo að spádómar tölvumódelana rætist (módelin hafa reyndar mismunandi niðurstöður, horfum framhjá því líka). Gróðurhúsaráhrifin hafa aukist og guð almáttugur vottar að tölvumódelin hafi spáð rétt og satt fyrir um ástandið. Kenningin og módelin stóðust tímanns tönn. Hitastigið árið 2049 hefur aukist um 3,4 C að jafnaði og það hefur hitnað meira þar sem spáð var fyrir um og jafnvel kólnað sums staðar þar sem spáð var fyrir um. Alger sigur og módel smiðir og umhverfisvinir líta löngunaraugum til Stokkhólms því brátt verður tilkynnt um Nóbelsverðlaunin.

Menn um allan heim setjast spenntir fyrir framan viðtækin til þess að heyra hverjir hafa verið tilnefndir, en kvisast hefur út að fjölmargar tilnefningar í ólíkum flokkum tengist allar gróðurhúsa áhrifum á einhvern hátt. Menn hreinlega iða í skinnunu þar til fréttir byrja, enda stór dagur í lífi margra:

Sjónvarpsþulurinn ræskir sig og byrjar: "Gríðarlegt eldgos hefur hafist í Pinatubo á Filippseyjum. Eldfjallið sem hefur legið í dvala í meira en 60 ár hefur byrjað að gjósa og er þetta mesta eldgos sem sögur fara af. Gríðarlegur gosmökkur stendur upp af fjallinu og tegir sig 50 kílómetra upp í andrúmsloftið. 'Sérfræðingar' segja að eldgosið muni valda mun meiri kólnun á yfirborði jarðar en gerðist síðast þegar eldfjallið gaus árið 1991."


April 21, 2004
 
Sértækar aðgerðir
"Í tillögunni er gert ráð fyrir að fela landbúnaðarráðherra að skipa nefnd sem geri úttekt á aðstöðu til hestamennsku á landsbyggðinni og leggi fram tillögur um stuðning ríkissjóðs við uppbyggingu hennar." - Landbúnaðarnefnd. Drífa Hjartardóttir, Kristinn H. Gunnarsson, Karl V. Matthíasson, Þuríður Backman og Sigríður Ingvarsdóttir.


 
Fyrirspurnartíð
"Hvað líður aðgerðum til þess að jafna búsetuskilyrði í landinu eins og boðað er í núverandi byggðaáætlun?" - Kristján Möller

"Hvernig hyggst ráðherra bregðast við undirskriftarlistum Vestur-Húnvetninga með eindregnum óskum um bætt fjarskiptasamband og aukna möguleika á ADSL-tengingum þar nyrðra?" - Jón Bjarnason

"Telur ráðherra æskilegt að hækka hlutfall starfa á vegum ríkisvaldsins á Eyjafjarðarsvæðinu og ef svo er, hvert telur ráðherra að hlutfallið ætti að vera?" - Einar Már Sigurðsson

"Hver er nýting þeirra bænda á sel sem hafa hlunnindi af selveiðum á jörðum sínum? Hversu margir bændur veiða sel á jörðum sínum og hvað er gert við veiðina? Hversu marga seli hafa bændur veitt árlega? Hverjar eru tekjur þeirra af: skinnum, kjöti eða öðru? Svarið óskast sundurliðað eftir því hvort um útsel eða landsel er að ræða og eftir árum undanfarin tíu ár." - Ásta R. Jóhannesdóttir

"1. Hvað líður samningsgerð stjórnvalda og Bændasamtaka Íslands fyrir hönd loðdýrabænda um aðgerðir til að búa loðdýrarækt á Íslandi hliðstæð starfsskilyrði og hjá samkeppnisaðilum í nágrannalöndunum? 2. Hyggst ráðherra beita sér fyrir aðgerðum sem miða að því að nýta betur sláturúrgang, sem ekki fer til manneldis, í loðdýrafóður sem lið í eins konar sorpförgun á hliðstæðum kjörum og hjá loðdýrarækt í nágrannalöndum okkar? 3. Hyggst ráðherra beita sér fyrir aðgerðum til að lækka flutningskostnað sem loðdýraræktendur á Íslandi þurfa að greiða þannig að þeir njóti hliðstæðs stuðnings og framleiðendur í nágrannalöndunum hvað þennan kostnað varðar?" - Jón Bjarnason

"Hefur farið fram eða er fyrirhuguð rannsókn á áhrifum háspennulína, spennistöðva og fjarskiptamastra á mannslíkamann?" - Drífa Hjartardóttir


April 20, 2004
 
Lög um útrýmingu sels í Húnaósi
1937 nr. 29 13. júní
1. gr. Veiðifélag Vatnsdalsár skal hafa einkarétt til að útrýma sel úr Húnaósi. Ræður stjórn félagsins mann eða menn til starfans.
2. gr. Presturinn í Steinnesi fái bætur fyrir missi heimatekna vegna selveiði í Húnaósi. Ríkissjóður greiðir bæturnar eins og þær eru metnar

Þetta eru skrýtin lög.


 
Harmsaga æfi minnar, hvers vegna varð ég auðnuleysingi
Lögin, sem heimiliðu ótakmarkað ofbeldi. Hagfræði lexíur Birkilands.

Harmsaga æfi minnar eftir utangarðsskáldið Jóhannes Birkiland inniheldur merkar lýsingar á hinum slæmu afleiðingum laga sem sett eru af velviljuðum stjórnmálamönnum.

Lög og reglugerðir um leigu á húsnæði eru stjórnmálamönnum hugleikin enda verður að vernda lítilmagnann og náttúrulega gert ráð fyrir því að sá sem leigir sé eithvað minnimáttar. Þegar Jóhannes Birkiland keypti húsnæði stuttu eftir stríð vildi hann drýgja tekjurnar með því að taka inn leigjendur, enda ekki auðugur maður. Því miður voru reglur ekki honum hliðhollar og erfiðlega gat gengið að losna við leigufólk, jafnvel þótt "alvarlegar ásakanir" kæmu fram um meinta "illa hegðun" þeirra. Ekki gekk það sem skyldi og kenndi Jóhannes íslenskum stjórnvöldum um sínar ófarir, skiljanlega:

Þannig hefur hinn "heilagi eignarréttur", í orði kveðnu "tryggður" af stjórnarskrá "íslenska ríkisins", verið viðurkenndur, verndaður og varðveittur, eða hitt þó heldur!

Og "friðhelgi heimilisins" hefur farið sömu leiðina, líkt og "stjórnarskrá vor" væri bara "scrap of paper", eins og sumir milliríkjasamningar hafa reynzt!

Ekki gekk vel að losna við leiguliða þrátt fyrir mikið umstang enda erfitt að sækja svona mál.

Var nú gerð tilraun til þess að losna við uppreistarsegginn og drós þá, er hann var að drasla með, með þeim hætti, að lausaleiks-par þetta, er hafði alveg svikizt um að greiða húsaleigu, var ekki kært fyri það, heldur ósæmilega hegðun. En svo ótrúlega mikils mátti lygi þessa manns sín (fylgiskona hanns hliðraði sér hjá allri vörn), vegna reksturs duglauss fótetafulltrúa, að hvorki gekk né rak. Tók þá hinn leigjandinn það til bragðs - til að ná sterkari tökum á mér eins og síðar reyndist - að hann henti uppreistarseggnum út úr húsinu á eigin ábyrgð" Svo mikill hugleysingi var sá, er fyrir þessu varð , að hann flutti brott með allt sitt hafurtask á því sama kvöldi og þetta bar við!

Lýsingarnar á hegðun leiguliða eru alveg sérlega skrautlegar og skiljanlegt að grey maðurinn hefði viljað rifta samningum við leiguliða, en ein óvænt hliðarverkun húsaleigu laganna umdeildu er ritun mestu gersemi íslenskrar bókmenntasögu:

Skömmu eftir 14. maí var hafin allsherjar uppreist af báðum leigjendunum, fylgikonum beggja og móður fylgikvennanna, og var hún álíka illvíg og dætur hennar. Maðurinn, sem fyrr hafði varpað uppreistarsegg á dyr með ofbeldi, stóð nú fyrir ofbeldisherför gegn mér og fjölskyldu minni. Var hér um styrjaldar-aðila að ræða, er stóðu ærið ójafnt að vígi. General uppreistar- og árásarmaður og þrjár hamhleypur (kvennmenn að forminu til), en til varnar var ég, heilsubilaður, og eiginkona mín, veik, ásamt tveggja mánaða gömlu barni okkar (um tíma voru hin tvö smábörnin ekki hjá okkur, eins og greint verður frá síðar). Í krafti húsaleigulaganna (eða réttara sagt: ólaganna) fóru leigjendurnir sínu fram, lögðu næstum allt húsið undir sig að kalla, einnig herbergi er ekki höfðu verið leigð þeim. Gerðist þröngt um okkur hjónin. En þetta ver ekki talin næg ósvífni! Háreysti og gauragangur, hurðaskellir (með brothljóðum í hurðunum), óp, öskur, hvæsandi, æðisgengin org heyrðust við og við mikinn hluta sólarhringsins, svo að svefnfriður var lítill eða enginn. Fyllirí geisaði og stórskammir og áflog leigjendanna sín á milli kórónaði þessi ólæti og raunverulegt brjálæði þeirra! En samtök þeirra gegn okkur, mér og eiginkonu og ungabarni, voru örugg. Þessar ókindur hvikuðu aldrei eitt augnablik frá því að skaprauna okkur hjónunum og níðast á okkur með öllu því móti, er í valdi þeirra stóð!

Þegar þessu hafði farið fram um hríð með sömu endemum, ódæmum og ósköpum og drepið hefir verið á, flýðum við hjónin með ungabarnið okkar úr okkar eigin húsi! Slíkt hefði ekki getað komið fyrir á nokkru öðru landi, sem ekki átti í ófriði við erlenda óvini, nema á Íslandi! Húsaleigulögin, eins og frá þeim var gengið, settu heimsmet í fasistísku einræði og ofbeldi! Okkur varð ekki viðvært undir okkar eigin þaki! Flótti varð okkar eina úrræði! Þótt hið aðkomna illþýði ætti í sífelldum ófriði, þrotlausum illvígum deilum, stöðugri borgarastyrjöld innbyrðis, ofsóttu þó öll þessi menneskjuúrþvætti okkur miskunnarlaust!. "Hetjan", sem varpaði uppreistarseggnum á dyr til þess að "festa sjálfan sig í sessi", ætlaði sér - hann trúði vissum vinum sínum fyrir því, og frá þeim barst vitneskjan til okkar hjónanna - að bola okkur burt að fullu og öllu úr okkar eigin híbýlum! En hann var ekki að því skapi greindur sem hann var mikill fantur, ekki líkt því eins framsýnn og hann var falskur og undirförull! Þess vegna brotnuðu holskeflur allrar hans hrakmennsku á blindskerjum hans eigin heimsku! Þess vegna náði tilgangur hans ekki fram að ganga! Bæði hann og fylgikona hans voru eða þóttust vera sanntrúuð guðsbörn; og daglega þuldu þau bænir með þeim hávaða, að slíkt heyrðist um allt húsið, og sungu þau jafnframt hjartnæma sálma! Þær verstu manneskju, er hafa orðið fyrir mér á lífsleiðinni, voru eða þóttust vera sanntrúuð guðsbörn!

Við urðum að leita hælis í rökum og hráslagalegum kjallara. Okkar kornunga barn tók fljótt mjög mikið lungnakvef, er varaði lengsta af veru okkar í kjallaranum, þar eð gólfið var ekki múrhúðuð, heldur mjög óslétt og rykugt; enda er líklegt, að það hafi stutt að björgun kornungu dótturinnar okkar, úr þeim lífsháska, er flótti í svona híbýli okkar, að eigandinn dúklagði gólfið, þegar fram í sótti, af einskærum góðvilja til okkar og tillitsemi við okkur. Í liðlega fjóra mánuði urðum við að hýrast í svona vistarveru, unz okkur tókst að koma umgetnu illþýði brott úr húsi okkar (með lagaúrskurði, þrátt fyrir hin snarvitlausu og fantalegu húsaleigulög), með aðstoð lögfræðings, er var lærður með afbrigðum og gæðamaður hinn mesti.

Máske ögn ýktar lýsingar, en eftir stendur að báðir aðilar standa verr að vígi ef "ómanneskjuleg" lög eru sett. Húseigendur vilja ekki eiga á hættu að fá eithvað illþýði sem það getur ekki losnað við og væntanlegir leigjendur sem hafa færri valkosti um að velja.


 
Orðasafn Bænda
Úr orðasmiðju landbúnaðar:

Aðilaskipti
Afurðastöð
Ásetningshlutfall
Ásetningskrafa
Ásetningur
Beingreiðslumark
Birgðastaða kjöts
Búmark
Búskaparlok
Fimmmannanefnd
Forðagæsluskýrsla
Framkvæmdanefnd búvörusamninga
Framleiðsluráðs landbúnaðarins
Förgunarbætur
Greiðslumark
Greiðslumarksskrá
Haustsláturtíð
Heildargreiðslumark
Innleggsdagur
Kúgildi
Lögbýli
Mjólkursamlag
Sauðfjárgreiðslumark
Skilaverð
Slátirleyfi
Tólf mánaða framleiðslutímabil
Tólf mánaða sölutímabil
Úflutningskvöð
Úflutningsuppgjör
Úflutningsþörf
Verðjöfnunargjald
Verðlagsnefnd
Verðmiðlunargjald
Verðskerðingargjald
Vetrarfóðraðar kindur
Ærgildi


 
Skringileg orð haftarsinna
Getur það verið að orðskrípi séu á einhvernhátt merki um afvegaleidda hugsun í efnahagsmálum? Undarleg hugmynd það. Frjáls viðskipti eru ekki flókin í eðli sínu og það þarf ekki hóp hagfræðinga eða lögfræðinga til þess að skýra þau viðskipti og almenningur hefur ávalt nægan orðaforða á hverjum tíma til að getað tjáð sig um þau mál. Skipti, mitt, þitt, hagnaður, tap, samningur, (hagnaðar) von, ótti (við að tapa). Heimsins stærstu viskipti má útskýra með þessum hugtökum.

Þegar skrýtin kerfi eru fundin upp vantar hreinlega orð til að lýsa öllu því sem þar fer fram og eftir ákveðinn tíma er komið upp ný mállíska sem einungis innvígðir skilja og finnst að sjálfsögðu eithvað skrýtið þegar einhver andstæðingur veit til að mynda ekki hvað ærgildi stendur fyrir. Ha, menn eru bara að gagnrýna og vita ekki hvað þeir eru að tala um.

Lítum nánar á orðflóruna:

Ærgildi. Búmark lögbýla var upphaflega skráð í ærgildum. Ein ærgildisafurð í mjólk jafngilti 174 lítrum mjólkur. Frá 1. september 1985 var fullvirðisréttur í mjólkurframleiðslu skráður í lítrum og síðan greiðslumark frá 1. september 1992.

Hvað er þá búmark? Búmark er víst kvóta-eining, en víst ekki lengur því tekinn var upp fullvirðisréttur sem kvóta-eining en núna er þetta kallað greiðslumark.

Ok, nú miðar okkur áfram. Greiðslumark lögbýlis er tiltekinn fjöldi ærgilda eða magn mjólkur mælt í lítrum sem ákveðið er fyrir hvert lögbýli og veitir rétt til beingreiðslu úr ríkissjóði.

Sem sagt, greiðslumark er kvóta-eining fyrir lögbýli (útskýri hvað lögbýli er síðar) og þetta greiðslumark mælist í ærgildum eða magni mjólkur. Og hver er tilgangurinn, jú lögbýli fær rétt til beingreiðslu (útskýrt síðar) frá ríkissjóði.

En hvað er lögbýli. Það hlýtur nú að vera auðvelt að útskýra það. Er þetta bara ekki jörð. Einhver landarskiki sem maður bara kaupir og hefur búskap. Ónei, ekki svo einfalt, lögbýli eru skýrð í Ábúðarlögum :

"Jörð eða lögbýli nefnist í lögum þessum hvert það býli, sem sérstaklega er metið til verðs í fasteignamati, með ákveðnum landamerkjum eða með ákveðnum tún- og engjamerkjum, ef um hjáleigu eða býli er að ræða, sem hefur sameiginlegt beitiland með annarri jörð eða jörðum. Enn fremur verður býlið að hafa það landrými eða búrekstraraðstöðu, að það framfleyti minnst 10 kúgildum. Auk þess sé á landinu nauðsynlegur húsakostur til að nytja jörðina."

Nú erum ekki bara komin í eitt kúgildi heldur 10 kúgildi, væntanlega eins og kúgildin voru skilgreind 1976 þegar lögin voru samin. Nú er kúgildi æfafornt orð og jafna notað um beljur eða tend fyrirbæri. Til þess að átta mig betur á þessu fór ég á þjóðskjalasafn Íslands of fann þessa skýringu:

"Verðeining, jafngildi einnar kýr. Fylgifé leigujarðar sem hver ábúandi verður að afhenda þeim er tekur við jörðinni af honum."

Sem sagt kúgildi er gömul verðeining og til gamans má geta þess að á 13. öld var eitt kúgildi metið á 100 álnir vaðmáls. Flókið kerfi en þetta var svona áður en mörlandinn varð var við hið nytsama hugtak peningar.

Sem sagt að til að land getir verið lögbýli þarf landið að geta framfleitt 10 beljum eða jafngildi þeirra í öðrum dýrum. Kanski 5 beljum og 20 rollum eða bara einni bolabíts tík, en þær þykja mjög verðmiklar í dag vegna einstakra genetískra eiginleika.

Greiðslumark er því tiltekinn fjöldi ærgilda (skilgreind að ofan) fyrir lögbýli (sem við vitum allt um) til þess að fá beingreiðslu.

Beingreiðsla hlýtur bara að vera bein greiðsla á peningum til bænda frá ríkissjóði. Ég geri bara ráð fyrir því, enda hef ég ekki geðheilsu til að fatta að beingreiðsla sé eithvað annað og flóknara. Nánar um beingreiðslur

"Beingreiðsla greiðist úr ríkissjóði til handhafa í samræmi við greiðslumark lögbýlisins eins og það er á hverjum tíma. Beingreiðsla skal vera 3.734 kr. á hvert ærgildi á ári."

Eins og allir muna er eitt ærgildi 174 lítrar mjólkur (geri ráð fyrir að um nýmjólk sé að ræða), og er þá lítrinn að mjólk verðlagður á 21 krónu.

Nú er ég nokkru nær um greiðslumörk, ærgildi og beingreiðslur en þessi kúgildi flækjast ennþá dáldið fyrir mér, enda treggáfaður með afbrigðum.


April 17, 2004
 
Visual Economics - War

A typical war-time economic mentality. Sometimes economic systems like this prevails during peaceful times as recent examples show us (hint: milk, drugs, Cuba).

It is of course unwise to disconnect all sense of price and therefore make it difficult or impossible for people to decide what to produce to satisfy demand. How can one know if there is more shortage of beef or butter if everyting is rationed and no price increases that can direct production in the right direction (towards the customers needs).

There is nothing unique in consumtion of goods in times of war. If the state has to produce weapons and divert useful human and material resources to satisfy the need of the 'Victory', then there is less produced of essential and non-essential goods for the people of the nation. What changes, if the age-old useful concept of money is reduced to a shadow of itself by taking up a system of rationing and price controls?

Of course the beurocrats do not take into account corruption and the human nature of people to do what is best for them in any given situation. If you have something in a rationed economy, do you just take what you are rationed or do you go to the black market. History has the answer in this instance and I rest my case for now.


 
Mjólk

Guðni Ágústsson vill áfram verðhömlur á mjólk og mjólkurvörum. Jú, það eru notuð skringileg rök eins og ávalt þegar skringilegir hlutir eru rökstuddir. Hann segir að lágt verð á mjólkurvörum komi neytendum vel. Gott og vel, en hvað með ávexti, kex, skó og bíla, kemur ekki lágt verð á þeim vöru ekki neytendum vel? Fátt var um svör þegar fréttamaður RÚV spurði ámóta spurningar.

Hvað þá með framleiðendur, koma ekki verðhömlur þeim illa. Jú, hver mótmælir því og þess vegna verður að koma til móts við þá með einhverjum hætti. Niðurgreiða hitt og þetta því menn verða nú að geta framleitt á þessu fyrirfram ákveðna verði. Nú, og ef það dugir ekki þá verður að styrkja þá með beinum hætti því það er víst ekki þjóðhagslega hagkvæmt að 'láta þá fara á hausinn'. Hverjir borga þá styrkina?

Síðan bauð Guðni uppá nýja og óvænta röksemdafærslu máli sínu til stuðnings. Svona snúningsbolti sem er svo mikil og óvænt della að röksamt fólk verður bara kjafstopp. Verðhömlur koma litlum kjörbúðum vel þar sem Guðni vill meina að verðhömlur gera stórum matvöruverslunum ókleyft að njóta magnafsláttar. Ekki er það nú vísindalegur sannleikur en gefum okkur að þetta sé satt hjá honum. Hvað þá með neytandann? Kemur þetta honum ekki illa þá? Þessar hugmyndir Guðna um litlar kjörbúðir minna dálítið á hugmyndir hanns um lítil kúabú sem ekki meiga stækka.

Hvernig Guðni Ágústsson tengir saman punktana í huga sínum er mér algerlega ómögulegt að gera mér í hugarlund: neytendur sem á að verja - framleiðendur sem bera skaðann - (neytendur) skattur sem á að bæta framleiðendum skaðann - kjörbúðir sem á að vernda - neytandinn sem ber skaðann að verndun kjörbúða - kúabú sem ekki meiga stækka - neytandinn sem ber skaðann af stærðarhömlun á kúabúum.

Í raun er þetta allt svo mikil della að það er að æra óstöðugan að benda á hið augljósa. Von Mises lagði æfistarfið undir í að stúdera vitleysu og var honum mjólk einkar hugleikin (Úr ECONOMIC POLICY Thoughts for Today and Tomorrow):

Let us consider one example of interventionism, very popular in many countries and tried again and again by many governments, especially in times of inflation. I refer to price control.

Governments usually resort to price control when they have inflated the money supply and people have begun to complain about the resulting rise in prices. There are many famous historical examples of price control methods that failed, but I shall refer to only two of them because, in both these cases, the governments were really very energetic in enforcing or trying to enforce their price controls.

The first famous example is the case of the Roman Emperor Diocletian, very well-known as the last of those Roman emperors who persecuted the Christians. The Roman emperor in the second part of the third century had only one financial method, and this was currency debasement. In those primitive ages, before the invention of the printing press, even inflation was, let us say, primitive. It involved debasement of the coinage, especially the silver. The government mixed more and more copper into the silver until the color of the silver coins was changed and the weight was reduced considerably. The result of this coinage debasement and the associated increase in the quantity of money was an increase in prices, followed by an edict to control prices. And Ro­man emperors were not very mild when they enforced a law; they did not consider death too mild a punishment for a man who had asked for a higher price. They enforced price control, but they failed to maintain the society. The result was the disintegration of the Roman Empire and the system of the division of labor.

Then, 1500 years later, the same currency debasement took place during the French Revolution. But this time a different method was used. The technology for producing money was considerably improved. It was no longer necessary for the French to resort to debasement of the coinage: they had the printing press. And the printing press was very efficient. Again, the result was an un­precedented rise in prices. But in the French Revolution maximum prices were not enforced by the same method of capital punishment which the Emperor Diocletian had used. There had also been an improvement in the technique of killing citizens. You all remember the famous Doctor J. I. Guillotin (1738-1814), who advocated the use of the guillotine. Despite the guillotine the French also failed with their laws of maximum prices. When Robespierre himself was carted off to the guillotine the people shouted, "There goes the dirty Maximum."

I wanted to mention this, because people often say: "What is needed in order to make price control effective and efficient is merely more brutality and more energy. Now certainly, Diocletian was very brutal, and so was the French Revolution. Nevertheless, price control meas­ures in both ages failed entirely.

Now let us analyze the reasons for this failure. The government hears people complain that the price of milk has gone up. And milk is certainly very important, espe­cially for the rising generation, for children. Conse­quently, the government declares a maximum price for milk, a maximum price that is lower than the potential market price would be. Now the government says: "Cer­tainly we have done everything needed in order to make it possible for poor parents to buy as much milk as they need to feed their children."

But what happens? On the one hand, the lower price of milk increases the demand for milk; people who could not afford to buy milk at a higher price are now able to buy it at the lower price which the government has de­creed. And on the other hand some of the producers, those producers of milk who are producing at the high­est cost-that is, the marginal producers-are now suf­fering losses, because the price which the government has decreed is lower than their costs. This is the impor­tant point in the market economy. The private entrepre­neur, the private producer, cannot take losses in the long run. And as he cannot take losses in milk, he restricts the production of milk for the market. He may sell some of his cows for the slaughter house, or instead of milk he may sell some products made out of milk, for instance sour cream, butter or cheese.

Thus the government's interference with the price of milk will result in less milk than there was before, and at the same time there will be a greater demand. Some people who are prepared to pay the government-decreed price cannot buy it. Another result will be that anxious people will hurry to be first at the shops. They have to wait outside. The long lines of people waiting at shops always appear as a familiar phenomenon in a city in which the government has decreed maximum prices for commodities that the government considers as im­portant. This has happened everywhere when the price of milk was controlled. This was always prognosticated by economists. Of course, only by sound economists, and their number is not very great.

But what is the result of the government's price control? The government is disappointed. It wanted to increase the satisfaction of the milk drinkers. But actually it has dissatisfied them. Before the government interfered, milk was expensive, but people could buy it. Now there is only an insufficient quantity of milk available. Therefore, the total consumption of milk drops. The chil­dren are getting less milk, not more. The next measure to which the government now resorts, is rationing. But rationing only means that certain people are privileged and are getting milk while other people are not getting any at all. Who gets milk and who does not, of course, is always very arbitrarily determined. One order may determine, for example, that children under four years old should get milk, and that children over four years, or between the age of four and six should get only half the ration which children under four years receive.

Whatever the government does, the fact remains, there is only a smaller amount of milk available. Thus people are still more dissatisfied than they were before. Now the government asks the milk producers (because the government does not have enough imagination to find out for itself): "Why do you not produce the same amount of milk you produced before?" The government gets the answer: "We cannot do it, since the costs of production are higher than the maximum price which the government has established." Now the government studies the costs of the various items of production, and it discovers one of the items is fodder.

"Oh," says the government, "the same control we applied to milk we will now apply to fodder. We will determine a maximum price for fodder, and then you will be able to feed your cows at a lower price, at a lower expenditure. Then everything will be all right; you will be able to produce more milk and you will sell more milk." But what happens now? The same story repeats itself with fodder, and as you can understand, for the same reasons. The production of fodder drops and the government is again faced with a dilemma. So the government arranges new hearings, to find out what is wrong with fodder production. And it gets an explanation from the producers of fodder precisely like the one it got from the milk producers. So the government must go a step farther, since it does not want to abandon the principle of price control. It determines maximum prices for producers' goods which are necessary for the production of fodder. And the same story happens again.

The government at the same time starts controlling not only milk, but also eggs, meat, and other necessities. And every time the government gets the same result, everywhere the consequence is the same. Once the government fixes a maximum price for consumer goods, it has to go farther back to producers' goods, and limit the prices of the producers' goods required for the production of the price-controlled consumer goods. And so the government, having started with only a few price controls, goes farther and farther back in the process of production, fixing maximum prices for all kinds of producers' goods, including of course the price of labor, because without wage control, the government's "cost control" would be meaningless.

Moreover, the government cannot limit its interference into the market to only those things which it views as vital necessities, like milk, butter, eggs, and meat. It must necessarily include luxury goods, because if it did not limit their prices, capital and labor would abandon the production of vital necessities and would turn to producing those things which the government considers unnecessary luxury goods. Thus, the isolated interference with one or a few prices of consumer goods always brings about effects--and this is important to realize--which are even less satisfactory than the conditions that prevailed before.

Before the government interfered, milk and eggs were expensive; after the government interfered they began to disappear from the market. The government considered those items to be so important that it interfered; it wanted to increase the quantity and improve the supply. The result was the opposite: the isolated interference brought about a condition which--from the point of view of the government--is even more undesirable than the previous state of affairs which the government wanted to alter. And as the government goes farther and farther, it will finally arrive at a point where all prices, all wage rates, all interest rates, in short everything in the whole economic system, is determined by the gov­ernment. And this, clearly, is socialism.


 
Visual Economics - Magnitogorsk experience
"Consumption is the sole end and purpose of all production." - Adam Smith, An Inquiry into the Nature and Causes of the Wealth of Nations. Anno 1776. . People should know this and never forget. To produce something when no one is asking is a recipe for disaster as History shows us. If someone decides to invest a great part of his or his nations wealth in a single project, then there is no room for failure.

Magnitogorsk plant. This is the result of Stalins first 5 year plan. The original 5 year plan. The mother of all the other year plans, Hitlers 4 year plan, Icelandic 3 year plans and all the others.

Among the projects covered were ones such as Magnitogorsk, which was intended to be manned only partly by forced labor and was originally publicized as the greatest of steel works and a model city for prosperous proletarians. The steel works emerged, but the model city failed to follow. Economists pointed out that this “Largest Steel Mill in the World” would be located where fuel had to be delivered from afar, that the deposits might give out (as they did eventually), and so on. This ill-considered crash planning became a feature of the Gulag. Robert Conquest, The Economics of Forced Labor: The Soviet Gulag

Why this emphasis on steel?

Stalin. The Georgian that adopted the name: Man of Steel. No one can 'steer' the economy in the 'right' direction, no mater how many posters are painted.


April 16, 2004
 
Che speki - Breyta fólki

"To build communism, a new man must be created simultaneously with the material base." - Ernesto Che Guevara, Man and Socialism in Cuba

"Vinna þarf markvisst að því að efla skilning á hlut lista í öllu þjóðlífi, í hugsun og handverki." - Ályktunum Vinstri Grænna, aka Che Steingrímur J. Sigfússon.


 
Price controls in Iceland
Verðhömlur á Íslandi: Mjólk.

Verðhömlur á Íslandi: Lyf.

Ég vona að þú sért ekki einn af þeim sem
eiga erfitt með að gleypa töflur.

Verðhömlur á Íslandi: Læknisþjónusta.


April 15, 2004
 
Stalinstadt-hráiðjuverið og fleiri Austur Þýskalands SÍA lexíur
Rauða bókin.

raudabokinLeyniskýrslur SÍA eru sendibréf Sósíalistafélags Íslendinga Austantjalds sem rituð voru á sjötta og sjöunda áratug þessarar aldar. Á meðal stofnanda í þessu mæta félagi voru Hjörleifur Guttormsson, Árni Bergmann, Árni Björnsson, Björgvin Salómonsson, Eysteinn Þorvaldsson, Finnur T. Hjörleifsson, Franz Adolf Gíslason, Ingimar Jónsson, Loftur Guttormsson, Guðmundur Ágústsson, Guðrún Hallgrímsdóttir, Hjalti Kristgeirsson, Jón Böðvarsson, Tryggvi Sigurbjarnarson, Vilborg Harðardóttir, Þór Vigfússon og Þorgeir Þorgeirsson.

Það er skoðun Willy Sutton að það ætti að kenna fyrsta kafla bókarinnar, Skýrsla til Einars Olgeirssonar um ástandið í Austur Þýskalandi, í hagfræði 101. Þar segja skýrsluhöfundar frá efnahagsástandinu á sinn barnslega einfalda hátt. Þeir segja frá staðreyndum í hinu Austur Þýska fyrirmyndar landi en alger vanskilningur á hverjar raunvörulegar ástæður vanda landsins eru. Þeir eru dæmigerðir umbótasinnar sem eru integral partur af öllum sósíalískum kerfum. Þeir benda oft réttilega á það sem miður fer, enda er það ekki erfitt í landi sem bókstaflega ekkert virkar eins og það á að gera og koma með sínar mis-góðu tillögur um umbætur.

Hjörleifur Guttormsson var formaður Austur Þýskalands sellu SÍA en ekki er ljóst hver af ofantöldum skrifaði hvað. Hér að neðan er tilvitnun sem gefur tóninn. Það er ekki verið að finna að kerfinu vegna þess að það sé svo slæmt í eðli sínu, heldur er verið að rýna í kerfið til þess að árangursríkur sósíalismi geti náð fótfestu hér á Íslandi.

Því höfum við samið ályktun þessa, að við teljum það skyldu okkar gagnvart flokknum að hafa eftir mætti vakandi auga með þróun mála hér, sérstaklega með tilliti til þess, að sú reynsla, sem við þannig söfnum megi koma að góðu gagni, bæði í baráttunni nú, svo og síðar meir, þegar hafizt verður handa með uppbyggingu sósíalisma á Íslandi.

Að ásettu ráði höfum við meir haldið á lofti í ályktuninni því, sem okkur finnst miður fara í landinu. Er það vegna þess, að í fyrsta lagi finnst okkur sem það er betur horfir, sé flokknum nægilega kunnugt, í öðru lagi er það álit okkar, að einmitt af þeim skyssum, sem hér eru gerðar megi mikið læra, þær verði síðar meir að verða víti til varnaðar.
....
Um yfirburði sósíalismans sem hagkerfis þarf hins vegar ekki að ræða.

Í miðstýrðum hagkerfum er nær alltaf lögð áhersla á eitthvað sem er sýnilegt og það hjálpar ef það er auðskilið fyrir mis-klára valdsmenn. Þetta á bæði við um sósíalísk hagkerfi sem og um miðstýrðar ákvarðanir í lýðræðislegum kapítalískum löndum. Castro lagði áherslu á sykur (það endaði með ósköpum þar sem sykurframleiðslan hefur dregist saman) áður enn hann snéri sér (með enn verri árangri) að stóriðju og síðan enn og aftur snéri hann sér að sykri með vondum árangri, og auðvitað lagði Austur Blokkin allt kapp á stál og stórar rakettur. Eflaust hefur vígvæðing mikið með áhersluna á stál að gera en vanskilningur valdhafa á framförum sem byggjast á athafnafrelsi skiptir einnig máli. Það er auðvelt að ímynda sér eitt stykki stálver og þar að auki er hægt að reikna með ágætum hætti hversu mikið það kostar, hversu margir vinna í því og hversu mikið það framleiðir (til að byrja með). Hinsvegar eru framfarir sem byggjast á hugviti frjálsra manna ekki eins sýnilegar. Hvað haldið þið að dugi að segja við Stalín (jafnvel þótt hann væri allur af vilja gerður): ef við gefum fólki frelsi þá koma framfarirnar að sjálfu sér. Fólk finnur upp hluti og er útsjónarsamt við að auka hagkvæmni og skilvirkni, og framleiðslan stýrist af eftirspurn. Hvaða uppfinningar? Hvaða hagkvæmni? Það er eitthvað sem enginn sér með berum augum og þarf ímyndunarafl til sjá (tribute: Bastiat).

Efnahagsstefnan var þegar í upphafi mótuð á þeim grundvelli að leggja skyldi aðaláherzluna á þróun þungaiðnaðarins. Stalinstadt-hráiðjuverið var reist og þar framleitt úr erlendum hráefnum járn fyrir iðnaðinn. Þýsku vélsmiðirnir hófu framleiðslu á góðum vörum, sem þeir höfðu áður gert.
.....
Til hinna kapitaliskur landa selja þeir vörur langt undir framleiðsluverð til að vinna markaði.
.....
Lítum á efnahagsstefnuna. Þróun þungaiðnaðarins skyldi ganga fyrir öllu. Þetta er að nokkru leiti rétt. Án öflugs þungaiðnaðar verða góð lífskjör ekki tryggð nú á dögum í iðnaðarþjóðfélagi. Spurningin er: Á þróun þungaiðnaðarins skilyrðislaust að ganga fyrir öllu. Þá stefnu teljum við einkum varhugaverða, þegar árangurinn af þeim fórnum, sem þessi efnahagsstefna heimtar, bætir ekki fyrst og fremst lífskjör fórnfærendanna sjálfra, heldur er í þágu annarra þjóða. Austur þjóðverjar hafa mjög mátt herða sultarólina á grundvelli þessarar efnahagsstefnu á undanförnum áratug.

Hvað er hægt að segja um nauðsynlegar fórnir fyrir þungaiðnað sem er svo nauðsynlegur fyrir framfarir en selur samt framleiðsluna undir kostnaðarverði til annarra landa. Auðvitað seldu þeir ekki undir kostnaðarverði til að vinna markaði. Hver trúir því. Stál er stál og kaupandi kaupir ávallt ódýrasta og besta stálið sem er á markaði á hverjum tíma. Heldur er orsakanna frekar að leita í miklum kostnaði og lélegrar og lítillar framleiðslu. Hér kristallast hin vonda miðstýrða stefna sem byggir á fyrirframgefnum kreddum. Ef svo nauðsynlegt er að byggja stál-iðnað til að bæta lífskjör, af hverju njóta þeir sem framleiða stálið ekki afrakstursins. Allt landið er lagt undir iðnað sem ekki stendur undir sér og stálverið sem leit svo vel út á teikniborðinu er strax orðin baggi á þjóðfélaginu.

Iðnaðurinn var skipulagður eftir sovézkum fyrirmyndum. "Zentralisierung" var mikil með þar af leiðandi skrifstofubákni, þar sem boðleiðir eru allar heldur ógreiðar. Þetta leiddi til þess, að ráðamönnum bárust æ óraunhæfari skýrslur um þjóðfélagsástand. Gekk svo langt, að í byrjun árs 1953 höfðu ráðamenn dregið þr ályktanir af röngum skýrslum, að vel mætti skerða að nokkru þau "ágætu" lífskjör sem eru í landinu væru. Í byrjun júní var ákveðið að lækka laun um 11%, því fylgdu aðrar ráðstafanir til skerðingar lífskjara, svo sem hækkun brauðverðs "að ósk verkamanna". En jafnvel Þjóðverjum verður stundum nóg boðið. Með þessu var mælirinn fullur.

Í miðstýrðum þjóðfélögum er hægt að hækka og lækka skömmtuð lífskjör að vild. Það er ekkert að því. Hinsvegar er þetta sósíalistum víti til varnaðar, því ef lífskjör eru lækkuð of mikið, þá brjótast út óeirðir og það vill enginn. Lífskjörum skal stjórna en varast ber að skerða þau of mikið þótt stálið sé mikilvægt.

Skortur er á ýmsum neysluvörum, ýmist vegna þess, að þær eru hvorki framleiddar né fluttar inn, eða tímabundinn skortur sem stafar af svifaseinu dreifingarkerfi, eða þá að þessar vörur eru framleiddar og fluttar út, en ekki seldar á innanlandsmarkaði.

Vissulega er allerfitt að viðhalda réttum framleiðsluhlutföllum í efnahagskerfi sem byggir á áætlunarbúskap, jafnvel þótt um algeran sjálfsákvörðunarrétt viðkomandi þjóðar sé að ræða. Og það fengist varla fram nema rétt hlutfall sé á milli yfirstjórnar framleiðslunnar og fumkvæðis fjöldans, sem að framleiðslunni starfar, jafnt í gerð áætlananna sem í framkvæmd þeirra.

Adam Smith sagði eitt sinn: Consumption is the sole end and purpose of all production; neysla er lokatakmark allrar framleisðu, og það á vel við að rifja þau ummæli á þessum tímapunkti. Neyslan skiptir máli og það á að hlusta á markaðinn með beinum eða óbeinum hætti ef einhver á að vita hvað framleiða á. Nefndir starfsmanna sem starfa við framleiðslu skipta þar engu um og hafta- og skömmtunarstefna Austur Þýskalands á þessum tíma gerir framleiðendum ennþá erfiðara að sjá hvað á að framleiða því þeir geta ekki notað verðhækkanir eða lækkanir til þess að fá hugmynd um hvað, og í hvaða magni, á að framleiða. Ríkis-skömmtun og óeirðir sem barðar eru niður þegar fólk fær ekki sinn ‘sanngjarna’ skammt hjálpa lítið þar.

Vinna í byggingariðnaði fyrstu árin eftir stríðið fór í endurbyggingu og nýbyggingu iðjuvera, svo sem Stalinstadt. Lítið var byggt af íbúðarhúsnæði.
....
Einhver aukning hefur orðið í húsbyggingum hér upp á síðkastið, en enn er mjög tilfinnanlegur skortur í þeim efnum. Hins vegar er algerlega komið í veg fyrir húsnæðisokur.

Þarna eru hinir miklu ókostir áætlanarbúskapar ljósir en það er ekkert nýtt, hvorki fyrir lesendur eða SÍA fólk. Hinsvegar er komin ný tala í jöfnuna, okur. Þegar menn taka sig til að skammta lífsins gæði, þar sem áætlunarbúskapurinn framleiðir svo lítið af þeim, verður að koma böndum yfir þá sem eiga eitthvað af þessum gæðum. Þarna eru þeim sem eiga húsnæði og vilja leigja út gert að gera það á ‘sanngjörnu’ verði, annars. Auðvitað eru menn ekki glæpamenn ef þeir vilja leigja kjallarann sinn en þeim er refsað með einhverjum þeim hætti sem skýrsluhöfundar vilja ekki greina nánar frá: ‘hins vegar er algerlega komið í veg fyrir húsnæðisokur.’ Mann langar bara ekki að vita meir.

Árið 1952 var byrjað á myndun samyrkjubúa. Hvernig það fór fram í einstökum atriðum förum við ekki inn á, enda okkur ekki nógu vel kunnugt. Hins vegar var þeim bændum, samyrkju- sem og öðrum, sem ekki afhentu sinn “soll” á árinu 1953 hótað með fangelsun. (“Soll” er það magn afurða, sem afhenda verður ríkisstjórninni gegn ákveðnu verði. Það sem umfram er, má selja á frjálsum markaði). Þetta ákvæði leiddi til mikillar skelfingar meðal bænda og landflótta þeirra, sem ekki höfðu verið fangelsaðir, og horfði sums staðar til landauðnar, t.d. í Mecklenburg.

Samyrkjubúskapurinn fær óhemju styrki frá ríkinu, og koma þeir í hjálp frá svo kölluðum MTS (Maschinen- und Traktorenstationen). Þeir leggja samyrkjubúunum til vélakost, og taka leigu, sem er langt undir kostnaði. Mismunurinn er svo greiddur af ríkinu.

Ef einhver hefur spurt sig, af hverju er verið að rifja upp hálfrar aldar gamlar sögur um efnahaginn í föllnu hagkerfi, þá á svarið að liggja í augum uppi hér, þó einhver hefur þó kveikt á perunni fyrr. Sollurinn, fastverð og styrkir eru til staðar í landbúnaðinum á Íslandi í dag. Landbúnaðarkerfið hefur auðgað hið íslenska tungumál svo um munar en hefur ekki gert neitt til að bæta hag neytenda eða framleiðanda.

Munur á lægstu og hæstu launum er hér gífurlegur. Lægstu laun eru mjög lág og geta aðeins veitt mjög léleg lífskjör, hin hæstu eru ofsahá, svo sem hjá ýmsum vísinda- og listamönnum.

Auðvitað hafa hinir margfrægu 'ýmsir' það betra eins og ávalt. Alveg sama þótt öllu þjóðfélaginu er snúið á hvolf til þess að allir hafi það jafngott, eða svo gott sem, þá er samt munur.

Stórum furðulegri eru þó þær hömlur, sem eru á ferðalögum milli alþýðuveldanna sjálfra. Að vísu er allmikið um skipulagðar gagnkvæmar hópferðir (skólar, verkalýðsfélög, starfsfólk frá verksmiðjum o.s.fr.), en einstaklingum, sem ferðast vilja á eigin spýtur, er það svo að segja ókleift. Kemur þar fyrst til, að erfitt er fyrir einstakling að verða sér úti um vegabréf, en jafnvel þótt það takist, er viðkomandi gert ómögulegt að notfæra sér það með því að neita honum um gjaldeyri. Sá skerfur, sem ferðamanni er ætlaður, til að sinna þarfa, mundi vart nægja sem skotsilfur í einn dag. Þetta hefur skiljanlega mjög ill áhrif á fólk, einkum unga fólkið og stúdenta, sem hlíta sérlega ströngum reglum í þessu tilliti. Láti fólk í ljós óánægju sína á þessum málum eða öðrum, er það fljótlega “sannfært” og viðkomandi síðan látinn gefa gagnstæða yfirlýsingu.

Ferðafrelsi er nokkuð sem ávalt er takmarkað í alræðisríkjum. Til að mynda á Kúbu þarf fólk að fá sér leyfi til að ferðast á milli landshluta og að sjálfsögðu eru heimsóknir til Miami litnar hornauga. Það er hinsvegar athyglisvert að ekki þarf blátt bann við ferðalögum til þess að stjórnvöld geti fengið sínu framgengt. Til dæmis er hægt sé að hafa hemil á fólki með gjaldeyrishömlum, sem eru víst svo bráðnauðsynlegar vegna fastgengisstefnu eða til að bókhald yfir gjaldeyrisflæði líti vel út.

Framhald er væntanlegt...


April 14, 2004
 
Excel væðing ríkis-ráðninga
american factory womanÞað getur verið flókið mál að velja hæfasta eða heppilegasta einstaklinginn í eithvað starf, enda eru mannaráðningar talið eitt það flóknasta og erfiðasta sem fyrirtæki glíma við í dag. Fyrirtæki geta fallið eða risið til hæstu hæða vegna stefnu í starfsmannahaldi og til dæmis vilja margir meina að velgengni Microsoft sé árangur þess að leita sífellt að besta starfskraftinum, enda eru mannaráðningar þar orðin að miklum fræðum sem ratað hefur í kennslubækur.

Því miður er ástandið ekki eins gott hjá ríkinu en flest lönd hafa mis-slæma sögu um spillingu í þjóðfélaginu sem hefur einkennst af því að frami í þjóðfélaginu ræðst ekki af hæfileikum eða menntun heldur hvort maður sé vel tengdur hjá ráðandi öflum í ríki eða bæjarfélögum.

Nú ætlar ríkið að koma meir skikk á málin eina ferðina enn. Samdar eru hæfnislýsingar fyrir hvert starf og auðvitað vill enginn viðurkenna að neinn sérstakur umsækjandi sé hafður í huga þegar hún er samin.

Það er hinsvegar mjög erfitt að hanna hæfnislýsingu sem á að virka vel ef ekki fylgir líka manneskja sem leggur huglægt mat á umsækjandann. Það er alltaf verið að bera saman epli og appelsínur, þar sem einn umsækjandinn hefur mikla hæfileika á sviði A en næsti umsækjandi segir að hann hafi meiri hæfileika á sviði B osfr, og auðvitað vilja báðir umsækjendur vilja meina að akkúrat þeirra reynsla, hæfileikar og fyrri störf geri þá hæfasta í starfið.

Auðvitað getur aldur og fyrri störfa algerlega útilokað að sumir umsækjendur fái ákveðið starf. Ekki allir geta sótt um forstjórastól stórfyrirtækis og fáir geta framkvæmt flóknar hjarta-aðgerðir eða sparkað tuðru í markvinnkil af 30 metra færi. Því miður stendur valið oftast á milli margra hæfra umsækjenda og þau fáu skipti sem aðeins einn hæfur sækir um eru ekki til umræðu hér.

Jafnvel þótt hópurinn sé einsleitur eins og með lögfræðinga og lækna þá getur hlutur eins og menntun verið erfiður að dæma. Hvað ef einn hefur góða einkunn úr lagadeild en annar hefur góða einkunn úr framhaldsnámi? Hvað ef einn hefur góða einkunn úr lökum skóla en annar sæmilega einkunn úr góðum skóla? Hvað með þá sem hafa tekið námið á styttri tíma en aðrir. Hvernig á að meta það en erfitt að halda meðalseinkun ef maður hefur meira á sinni könnu. Hvað ef einn hefur sérhæft sig í A en annar í B og aðeins í C.

Þetta er bara menntun sem er tiltölulega auðveld viðureignar þar sem tölulegar einkunnir eru gefnar.

Hvað með starfsreynslu en engar einkunnir eru gefnar fyrir hana svona oftast og því er erfiðara að bera saman starfsreynslu en nám. Mikil starfreynsla skiptir máli en hver vill lögfræðing með 55 ára starfsreynslu. Hvenær toppa menn og eru sumir bara það klárir og eljusamir alla tíð að þeir verða hæfari með hverju árinu. Vill einhver verða dæmdur af 50 ára dómara sem er með fræðin á hreinu eða 75 ára dómara sem hefur séð allt áður? Einnig skiptir máli hvað menn hafa gert og hvort menn meta sérhæfingu meira en víðtæka reynslu.

Það sem skiptir mestu máli og ríkinu finnst (augljóslega) ómögulegt að höndla en það er persónuleikinn. Hver vill fá hæstaréttardómara sem er flottur á pappírunum en er lélegur karakter? Hvernig metur ríkið eljusemi og dugnað og samviskusemi? Hvað með heiðarleika? Hvernig metur maður frumleika og kraft á móti nákvæmni og samviskusemi?

Auðvitað breytir þetta umhverfi hvernig fólk hegðar sér. Ég hef séð menn leggja sig eftir að gera hluti sem eru fánýtir í eðli sínu bara vegna þess að það telur í næstu starfsumsókn og sumir lúmskir karakterar hafa þetta í huga frá unga aldri og reyna að troða sér í allar stöður og sanka að sér titlum til þess eins að skreyta CV-ið með. Þetta er leikur sem heiðarlegt fólk annaðhvort tapar eða nær einungis að halda sínu, því heiðarlegt fólk hefur almennt ekki tilhneigingu til að spila svona leiki.

Það er annað sem kemur til með að skipta miklu máli í ráðningum á næstu árum, en það er hin banvæna blanda stjórnmálamanna og fjölmiðla. Eins og dæmin sanna liggur nokkuð ljóst fyrir hvar hætturnar liggja. Ef ráðin er manneskja sem ekki er í minnihluta í einhverju starfi eða skorar hærra á almennum hæfileikum og atgervi en ekki eins hátt á prófum eða fjölda vísindagreina eða einhverju öðru teljanlegu, þá er voðinn vís. Ef eithvað er teljanlegt eða mælanlegt eða sjáanlegt að einhverju leiti er auðvelt að tjá sig um það, en það er erfiðara að segja frá einhverju sem engin getur séð eða er ekki eins áþreifanlegt. Æstur stjórnmálamaður kemur í fjölmiðla, og aðgengið í fjölmiðla er óvenjugott þegar einhver æpir: hneyksli og spilling!, og segir þessi var með hærri próf og skrifaði fleiri greinar og gerði meira svona eða hitt. Hann hefur gert 5 af A og 21 B og hvorki meira en minna en 54 C, en hinn sem ráðin var hafði gert mun minna; hljómar sannfærandi, ekki satt. Auðvitað er erfitt að verjast þessu. Hvernig er hægt að fá prófgráðu fyrir frumlegheit, heiðarlega eða samviskusemi, sem síðan er hægt er að flagga í fjölmiðlum. Hvernig er hægt að flagga því að báðar greinarnar sem viðkomandi skrifaði eru vandaðar og snjallar en greinarnar 30 sem hinn skrifaði eru slappar að gæðum og frumleika þótt þær séu margar.


April 13, 2004
 
Ályktunin - Vinstri Grænir (Steingrímur J) álykta
Steingrímur J - Still alive

"Vinna þarf markvisst að því að efla skilning á hlut lista í öllu þjóðlífi, í hugsun og handverki." - Ein af hinum óendanlegu ályktunum Vinstri Grænna (Steingrímur J. Sigfússon).

Willy Sutton hefur greinilega misst af þessu og spyr: Hvar getur maður fengið að efla skilning sinn? Eru einhver námskeið? Hvað ef ég sé utanað landi, fæ ég þá styrk?

Dæmigert # 16.


April 12, 2004
 
Að drepa Fidel Castro
Fidel Castro - Still alive

CIA gerði mörg plön til að koma Fidel Castro fyrir kattarnef og reyndi að hrinda nokkrum þeirra í framkvæmd en þetta hefur allt verið gert opinbert í dag.

1. Ræðan. Eitt planið gekk útá að byrla honum LSD stuttu áður en til stóð að flytja ræðu og þar með draga úr trúverðugleika hanns meðal fólksins. Hætt við þetta vegna þess að áhrifin af LSD eru óútreiknanleg.

2. Vindillinn. Variant af LSD plottinu. Að setja eithvað efni í vindilinn hanns og vona að hann fái rugluna. Hætt við þetta vegna þess að nær útilokað var að koma efninu fyrir í vindlunum. Einnig var búið að útbúa botulinum-vindla en þeir voru það eitraðir að bara að setja þá í munnvikið var banvænt.

3. Skeggið. Til stóð að setja Thallium salt í skó Castro þegar hann var í ferðalagi erlendis og þar með eyðileggja ímynd hanns þar sem væg Thallium eitrun veldur hárlosi. Það skrýtna er að þetta plan hefði virkað því Thallium frásogast vel í gegnum húð og fólk missir örugglega hárið við Thalliumeitrun. Hinsvegar er það alveg óvíst hvort skeggleysi hefði nokkru breytt þar sem Castro hefur alltaf haft sínar sértæku aðferðir við að tryggja sér hylli landsmanna.

4. Drykkurinn. Mafíósarnir Johnny Roselli og Joe Trafficante fengu það verkefni að koma botulinum pillu í drykk Castro en erviðlega gekk að fá menn til starfsins.

5. Köfunarbúningurinn. CIA fékk einnig þá hugmynd að láta gefa Castro eitraðan köfunarbúning en Castro var mikill köfunar-áhugamaður. Útbúinn var búningur sem var hlaðinn svepp sem veldur ólæknanlegri sveppasýkingu (Madura fót) sem og var öndunarbúnaðurinn mengaður með berklabakteríum. Hætt var við þetta þar sem James Donovan sem átti að gefa Castro hann hafði gefið honum köfunarbúning stuttu áður.

6. Skelin. Sumar hugmyndir sem komust aldrei af teikniborðinu voru nokkuð ævintýralegar. Til dæmis fékk einhver þá hugmynd að planta sprengiefni í áberandi sjávar skel og átti hún að springa þegar Castro kannaði hana nánar í köfunarleiðangri.

7. Penninn. Einnig var plan um að drepa Castro með Nikótín-eitri sem var falið í penna sem í var nál sem og planið var að láta nálina skrapast við húð Castro. Erfitt reyndist að fá mann sem gat nálgast Castro svo hætta varð við þá áætlun.


 
Korpúlfsstaðir
Korpúlfsstaðir

Korpúlfsstaðir, sem voru reistir árið 1926 af Thor Jensen, voru á sínum tíma fullkomnasta kúabú á norðurlöndum. Fyrirtækið var vel rekið og skilaði hagnaði til eiganda og mjólk til neytenda. Stjórn Framsóknar og Alþýðuflokks gerði síðan starfseminni ókleyft að halda áfram með lagasetningum. Taparar voru Thor, vinnufólk Thors og neytendur. Sigurvegarar: engar tilnefningar enda hafa síðan þá 'ytri aðstæður verið óhagstæðar'.

"Íslensk samkeppnislög gefa þeim sem undirboð stunda mjög frjálsar hendur og torvelda möguleika bænda á að bregðast við fákeppni og undirboðum á búvörumarkaði. Því leggur nefndin til að landbúnaðarráðherra og viðskiptaráðherra skipi sameiginlega nefnd erskoði með hvaða hætti breyta samkeppnislögum varðandi undirboð og fleiri þætti er raskað hafa kjötmarkaði að undanförnu." Ein af þrettán tillögum Þórólfs Gíslasonar, Ólafs Friðrikssonar, Drífu Hjartardóttir, Ara Teitssonar og Jóhannesar Sigfússonar. 5. Nóvember 2003

[Vandinn skilgreindur] "Þá segir í ályktuninni, að nátengdur vanda sauðfjárræktarinnar sé vandi þeirra bænda sem hafi tekjur af framleiðslu nautakjöts, en báðar greinarnar gjaldi fyrir upplausnarástand á sviði afurðastöðva og kjötmarkaðar hér á landi og þá óheilbrigðu viðskiptahætti sem þar tíðkist. [Óvinurinn skilgreindur] Í kjúklinga- og svínarækt séu sjálfstæðir framleiðendur, sem ekki sé haldið gangandi af fjármálafyrirtækjum, óðum að týna tölunni. Stjórnvöld geti ekki látið sem þeim komi þessi vandi ekki við, hvorki gagnvart því sem lýtur að kjörum bænda né hinu sem varðar viðskiptahætti á kjötmarkaði.
....
[Planið bráðnauðsynlega] "Segist flokkurinn hafa mótað stefnu um að taka beri upp búsetutengdan grunnstuðning sem hluta af stuðningi við landbúnað og búsetu í sveitum." - mbl: VG segir óhjákvæmilegt að grípa til aðgerða til varnar sauðfjárbændum.


April 10, 2004
 
Uruguay: Velferðarkerfi í spinning
Hazlitt Hugtakið velferðarkerfi er nokkuð sem við Íslendingar þekkjum vel. Módelið er talið 'Skandinavíst' og oft er talað um blandað hagkerfi þar sem hin 'óheftu' markaðsöfl fá mótvægi frá ríkinu. Hinsvegar gerist það of að óðaverðbólga hleypur í allt kerfið eins og það leggur sig og hagkerfið tekur kollsteypu sem ervitt er að ná sér uppúr.

Það land sem hefur farið hvað verst úr velferðarsukkinu er hið ólíklega Uruguay. Landið er núna á nokkuð góðu róli yfrir utan fyrir utan vandræða í hitteðfyrra og eru tekjur á mann núna um fjórum sinnum lægri en hér á Íslandi. Á sjötta og sjöunda áratugnum var landið í velferðar-fylleríi og Henry Hazlitt, sem var uppá sitt besta þá, fylgdist vel með:

Perhaps the most dramatic example of a country needlessly ruined by "welfare" policies is Uruguay. Here is a country only about a third larger than the state of Wisconsin, with a population of just under 3 million. Yet that population is predominantly of European origin, with a literacy rate estimated at 90 percent. This country once was distinguished among the nations of Latin America for its high living standards and good management.

What is so discouraging about the example of Uruguay is not only that its welfare programs persisted, but that they became more extreme in spite of the successive disasters to which they led. The story seems so incredible that instead of telling it in my own words, I prefer to present it as a series of snapshots taken by different firsthand observers at intervals over the years.

Hann birtir síaðan brot úr greinum á árunum 1956 til 1969:

Now one in every three citizens in Montevideo, which accounts for a third of the country's 3 million inhabitants, is a public servant, draws a small salary, is supposed to work half a day in a Government office, and more often than not spends the rest of his time doing at least one other job in a private enterprise.... Corruption is by no means absent....

The overwhelming expenses of a super-welfare state (where nearly one-fifth of the population is dependent on government salaries) and the uncertain income from a predominantly livestock and agricultural economy have left their marks. Today, Uruguay is in severe financial and fiscal stress....

At many government offices there are twice as many public servants as there are desks and chairs. The trick is to get to work early so you won't have to stand during the four to six hour work-day that Uruguayan bureaucrats enjoy.

Of a population of around 2.6 million, the number of gainfully active Uruguayans is at the most 900,000. Pensioners number in excess of 300,000. Months ago the unemployed came to 250,000, or almost 28 percent of the work force, and the figure must now be higher....

Nú segir einhver, hey, það er ekkert að marka því Uruguay er bara land í Suður Amríku og því ekkert að marka. Það er hinsvegar mikið að marka því landið er byggt vel menntuðum afkomendum innflytjenda frá Evrópu og tæplega hægt að segja að landið hafi verið ofsetið fólki eða snautt að gæðum. Að auki er Uruguay tæplega meira afsker en landið okkar fagra og meira segja er kvennfólkið þar fegurra og í alla stað betra en monthænurnar hér á skerinu.


April 09, 2004
 
Frédéric Bastiat - Hvað menn sjá og sjá ekki
BastiatFrédéric Bastiat (1801-1850) hefur haft gríðarleg áhrif á hagfræðina þótt hann hafi ekki stundað eiginlegar hagfræðirannsóknir. Honum ofbauð vitleysan í sósíalistum og haftasinnum í Frakklandi á árunum eftir byltinguna og tók upp á að skrifa bækur og bæklinga þar sem hann útlistar hversu fáránleg rök þessara hópa eru. Bastiat skrifaði Ce qu'on voit et ce qu'on ne voit pas á dánarbeði sínu og það er talið með því besta sem hann skrifaði. Í því riti útlistar hann hvernig vondum efnahagslegum hugmyndum er aflað fylgis með því að básúna út hin sýnilegu og snemmkomnu áhrif á meðan hin síðkomnu og þarafleiðandi ekki sýnilegu áhrif gleymast.

Hann hefur haft geysileg áhrif á marga hagfræðinga eins og Henry Hazlitt, sem skrifaði hina frábæru Hagfræði í hnotskurn (Economics in one lesson) undir áhrifum frá Bastiat, sem og nafna sinn Hayek. Allar bækur Bastiats er að sjálfsögðu hægt að nálgst á netinu og meðal annars á þessum ágæta vef. Bastiat skrifaði einnig hina bráðfyndnu bænaskrá sem er hér í íslenskri þýðingu.

Öll hjálp við þýingar er velkomin en ég er núna að þýða kafla númer 4, og auðvitað meiga allir afrita þýðinguna að neðan og nota að vild og bara gott mál.

Hvað menn sjá og sjá ekki

Í heimi hagfræðinnar framkallar hver aðgerð, hefð, stofnun eða lög ekki bara eina afleiðingu heldur röð af afleiðingum. Af öllum þessum afleiðingum er aðeins sú fyrsta sem kemur í ljós samstundis; afleiðingin kemur í ljós samhliða orsökinni; hún er sjáanleg. Allar hinar afleiðingarnar koma í ljós í kjölfarið; þær eru ekki sjáanlegar; við erum hinsvegar lánsöm ef við getum séð þær fyrir.

Það er einungis einn munur á milli slæms og vonds hagfræðings: Vondi hagfræðingurinn einblínir einungis á hina sjáanlegu útkomu; góði hagfræðingurinn tekur bæði tillit til sjáanlegu útkomunnar sem og þá þætti sem verður að sjá fyrir.

Þessi munur er hinsvegar ógnarstór; því það virðist ávallt gerast að þegar hin snemmkomna afleiðing er hagstæð þá eru síðari afleiðingar skelfilegar og öfugt. Því er það þannig að vondi hagfræðingurinn mælir fyrir smávægilegum góðum áhrifum strax sem eru undanfari mikilla hörmunga í framtíðinni en góði hagfræðingurinn mælir fyrir miklum góðum áhrifum í framtíðinni en hættir á minniháttar vonsku áhrifum í nútíð.

Það sama á að sjálfsögðu við um heilsu og siðsemi. Oftar en ekki eru ávextir vanans þeim mun bitrari síðar meir sem þeir eru sætir í byrjun: Sem dæmi, ólifnaður, dugleysi, bruðl. Þegar maður blindast af þeim afleiðingum sem eru sjáanlegar og hefur ekki lært að greina afleiðingar sem ekki eru sjáanlegar, þá lætur hann eftir sér afleita ávana, ekki bara vegna náttúrulegrar hneigðar heldur af frjálsum vilja.

Þetta skýrir sársaukafullu en nauðsynlegu þróun mannsins. Vanþekking umkringir hann frá vöggu; þess vegna lætur hann gerðir sínar stjórnast af hinum einu afleiðingum getur þá skilið, hinum sjáanlegu afleiðingum. Það er ekki fyrr en eftir langan tíma sem hann lærir að taka tillit til annarra afleiðinga en hina sjáanlegu. Tveir ólíkir lærifeður kenna honum þessa lexíu: reynsla og forsjálni. Reynslan er áhrifarík en grimm lexía. Reynslan kennir okkur hverjar afleiðingarnar eru með því að láta okkur finna fyrir þeim og við getum ekki komist hjá því að á endanum lært að eldur brennir eftir að hafa brennt okkur. Ég vill gjarnan leysa reynslu af hólmi með forsjálni sem er mun þægilegri kennari en hin grimma reynsla. Þess vegna mun ég rannsaka afleiðingar nokkurra hagfræðilegra fyrirbæra og sýna munin á þeim sem eru sjáanleg og hinum sem ekki sjást.

Kafli 1: Brotni glugginn

Hefur þú einhvern tímann orðið vitna af bræðikasti fyrirmyndarborgarans Guðmundar Góða, þegar hinn óforbetranlegi sonur hans hefur brotið rúðu? Ef þú hefur orðið vitni að þessari uppákomu þá hlýtur þú að hafa tekið eftir því að aðrir áhorfendur, jafnvel þótt þeir séu svo margir sem þrjátíu, virðast allir bjóða hinum ólánsama rúðu eiganda sömu huggun: “Það er ekkert sem er með öllu slæmt. Svona slys halda iðnaðinum gangandi. Það þurfa allir að sjá sér farborða. Hvað verður um glersmiði ef enginn brýtur glugga?”.

Þessi umhyggju formúla inniheldur kennisetningu sem er okkur finnst vera vel til þess fallið að afhjúpa, flagrante delicto [staðinn að verki], í þessu einfalda dæmi, því kjarninn í sögunni er því miður sá sami og plagar okkar hagfræði stofnanir.

Segjum sem svo að það kosti sex franka að skipta um rúðu. Ef einhver vill meina að þetta óhapp veiti sex frönkum til glerskiptingar-iðnaðarins, þá er ég sammála. Ég mæli ekki gegn því á neinn hátt. Rökin eru skotheld. Glersmiðurinn mun koma og skipta um gler og fær sex franka að launum, auk þess sem hann blessar klaufsku barnsins. Það er nokkuð sem við sjáum.

Ef með afleiðslu þú ályktar að það sé gott að brjóta glugga, en það gerist nú oft, því það hjálpi til við að dreifa peningum í þjóðfélaginu, áhrifin eru góð fyrir iðnaðinn í heild sinni, þá verð ég að segja: Það gerist ekki! Þín kenning byrjar og endar á því sem sést. Það tekur ekki tillit til þess sem ekki sést.

Það sést ekki hvað góðborgarinn okkar gerir ekki við hina sex franka sem hann hefur nú eytt. Það sést ekki hvað hefði gerst hefði glugginn ekki brotnað. Hann hefði tilaðmynda getað keypt nýja skó í stað útslitnu skóna sem hann gengur í eða hann hefði getað keypt nýja bók. Í stuttu máli, hann hefði eytt þessum frönkum í eitt eða annað ef hann hefði þá enn.

Hugsum nú um iðnaðinn í heild sinni. Fyrst glugginn brotnaði fær gler iðnaðurinn sex franka stuðning. Það er sem við sjáum.

Ef glugginn hefði ekki brotnað hefði skó iðnaðurinn (eða einhver annar) fengið sex franka stuðning. Það er nokkuð sem við sjáum ekki.

Og ef við tökum með í reikninginn hvað ekki sést, vegna þess að það er neikvæður þáttur, auk þess sem sést, vegna þess að það er jákvæður þáttur, þá skiljum við að það er engin hagnaður fyrir iðnaðinn í heild sinni eða fyrir heildar atvinnustig landsins hvort gluggar eru brotnir eða ekki.

Snúum okkur aftur að Guðmundi Góða.

Í fyrra dæminu, þar sem glugginn brotnar, eyðir hann sex frönkum og hefur, hvorki meira eða minna en áður, ánægjuna af nýjum glugga.

Í síðara dæminu, þar sem glugginn brotnar ekki, hann myndi hafa eytt sex frökkum í nýja skó og að auki haft ánægju af nýjum skóm auk þess að allir hans gluggar eru heilir.

Nú, ef Guðmundur Góði er hluti af þjóðfélaginu, þá verðum við að álykta að þjóðfélagið, með tilliti til erfiðis og ánægju þess, hefur misst virði eins glugga.

Ef við alhæfum um þetta komumst við að þeirri óvæntu niðurstöðu að: “Þjóðfélagið tapar verðmæti af hlutum sem eyðileggjast að óþörfu”, sem og komum við með þetta spakmæli sem lætur hárið á verndarsinnum standa beinstíft uppúr hársekkjunum: “Að brjóta, að eyðileggja, að sóa eykur ekki atvinnustigið í landinu”, eða knappar orðað: “Eyðilegging er ekki arðvænleg”.

Hvað mun Moniteur industriel [dagblað verndunarsinna] segja við þessu eða lærlingar hins mikilsvirta M. De Saint-Chamans [frægur verndunarsinni], sem reiknaði af stakri nákvæmni hvað iðnaðurinn myndi græða ef París myndi brenna vegna húsanna sem þyrfti að byggja aftur? Mér er miður að þurfa að skekja hans snjöllu útreikninga, sérstaklega þegar andi þeirra hefur smogið inn í lögin okkar. Hinsvegar biðla ég til hans um að reikna aftur og setja það sem ekki sést inn í jöfnuna.

Lesandinn verður að víkka sjónarhornið til að sjá að það eru ekki bara tvær persónur, heldur þrjár, í litla leikverkinu sem ég hef sett á svið. Einn, Guðmundur Góði, er fulltrúi neytandans, sem vegna eyðileggingar getur bara haft ánægju af einum hlut í stað tveggja. Annar, sem er leikinn af glersmiðnum, en hann er tákngerfingur fyrir þann iðnað sem hefur hag af slysinu. Sá þriðji er skósmiðurinn (eða einhver annar framleiðandi) hvers iðnaður verður af viðskiptum vegna sama atburðar. Það er þessi þriðja persóna sem alltaf stendur í skugganum og sem persónugerfingur þess sem ekki sést, er nauðsynlegur þáttur í vandamálinu. Það er hann sem kleyft að skilja hversu fáránlegt það er að sjá gróða í eyðileggingu. Það er hann sem von bráðar kennir okkur að það er jafn fáránlegt að sjá gróða í viðskiptahömlum sem eru hvorki meira né minna en hálfgerð eyðilegging. Þess vegna, ef þú kemst til botns í röksemdafærslum til varnar haftastefnum, munt þú finna einhverja útgáfu af hinni algengu klisju: “Hvað mun verða um alla glersmiðina ef enginn brýtur glugga?

Kafli 2: Afvopnun

Þjóð er ekki það sama og maður. Þegar maður vill gera sér góðan dag þá verður hann að athuga hvort sé kostnaðarins virði. Fyrir þjóð er öryggi ein hin mesta blessun. Ef öryggi þjóðar kostar að vígbúa hundrað þúsund menn að kostnaði hundrað milljón franka, þá hef ég ekkert út á það að setja. Þetta er ánægja sem er keypt verði fórnarkostnaðar.

Látum ekki misskiljast það sem ég ætla að leggja til í sambandi við þetta viðfangsefni.

Löggjafi leggur til að hundrað þúsund hermenn leggi niður vopn og þarmeð létta af skattgreiðendum hundrað miljón franka í skattgreiðslur.

Látum nú sem við segjum við löggjafann: “Þessir hundrað þúsund hermenn og hundrað miljónir franka eru ómissandi fyrir varnir landsins. Það er dýr fórn, en án þessarar fórnar mun annaðhvort borgarastyrjöld brjótast út í Frakklandi eða að landið verði fyrir innrás utanaðkomandi aðila.” Ég hef ekkert útá þessa röksemdarfærslu að setja og hún má vera sönn eða rétt og hún getur með engum hætti flokkast sem hagfræðileg villutrú. Hinsvegar byrjar vitleysan þegar fórnin sjálf er kynnt sem kostur, vegna þess að hún hagnast einhverjum.

Nú ef mér skjátlast ekki, þá mun höfundur tillögunar stigið frá ræðupúltinu fyrr en að ræðumaður mun rísa upp og segja:

“Afvopna hundrað þúsund menn! Hvað eru þér að hugsa? Hvað mun verða um þá? Hverju munu þeir lifa á? Á launum sínum? Vitið þér ekki að það er atvinnuleysi allstaðar? Að það er offramboð á vinnuafli? Viljið þér henda þeim á markaðinn bara til þess að auka samkeppni og lækka laun? Og finnst mönnum, einmitt núna þegar það er erfitt að afla mannsæmandi launa, að það sé gott að brauðfæða hundrað þúsund einstaklinga? Hugsiði ykkur hversu mikið heill her manna neytir af víni, fötum og vopnum og gefur þarmeð bæjarfélögum og iðnaði í kringum herstöðvar mikil viðskipti og er að auki himnasending fyrir hina fjölmörgu birgja. Skelfist þú ekki þá hugsun að stöðva þennan mikla iðnað?”

Við sjáum að þessi ræða færir rök með því að halda hundrað þúsund manna her, ekki vegna varnarlegra ástæðna, heldur vegna efnahagslegra ástæðna. Það eru þessar röksemdafærslur sem ég ætla að hrekja.

Hundrað þúsund hermenn sem kosta skattborgara hundrað miljón franka munu bjóða uppá eins góða framfærslu fyrir þá sem þeir eiga í viðskiptum við:ð er það sem sést

En hundrað miljónir franka, sem koma frá skattgreiðendum, munu ekki veita þessum skattgreiðendum og þeirra birgjum hundrað miljóna franka framfærslu: það er nokkuð sem ekki sést. Reiknið, spáið í því og segið mér hvort það sé einhver hagnaður fyrir almenning í heild sinni.

Ég mun hinsvegar fyrir mitt leiti segja ykkur hvar tapið er og til einföldunar mun ég tala um einn mann og þúsund franka í stað hundrað þúsund menn og hundrað miljón franka.

Við erum nú í þorpi A. Safnliðar hersins koma í heimsókn og ná einum nýliða. Skattheimtumenn koma einnig í heimsókn og ná í eitt þúsund franka. Maðurinn og upphæðin eru flutt til Metz þar sem hinir þúsund frankar eiga að halda lífinu í nýliðanum í eitt ár án þess að hann geri í raun nokkuð. Ef þú einblínir á Metz, þá hefur þú hundrað falt rétt fyrir yður ef þér segið að þessi atburðarrás sé hagstæð Metz. En ef þú beinir augunum að þorpi A, þá munt þú skipta um skoðun því, nema ef þér séuð blindir, þú sérð að þetta þorp hefur misst vinnandi mann auk þeirra þúsund franka sem hefðu borgað hans laun, og sá iðnaður sem hefði tekið á móti hans eyðslu hefur einnig séð af þúsund frönkum.

Við fyrstu sýn virðist þetta tap vera bætt. Það sem áður fór fram í þorpinu fer nú fram í Metz svo einfalt og það nú er. En hérna er tapið. Í þorpinu vann og puðaði maðurinn: hann var vinnandi maður. Í Metz er marserað hægri og vinstri eins og soldáta er siður. Peningarnir og hringrás þeirra er sú sama í báðum tilvikunum en í hinu fyrra eru þrjúhundrað dagar af skapandi vinnu en í hinu síðara eru þrjúhundrað dagar af óskapandi vinni, af því gefnu að herinn er ekki nauðsynlegur fyrir varnir og öryggi landsins.

Nú er komið að afvopnun. Þú bendir mér á þúsund menn án vinnu, aukna samkeppni um vinnu og þann þrýsting sem það setur á laun. Það er það sem þú sérð.

Hérna er það sem þú sérð ekki. Þú sérð ekki að með því að leyfa hermönnunum að snúa heim er ekki verið að henda hundrað miljónum franka heldur er verið að skila þeim til skattgreiðenda. Þú sérð ekki að það að henda hundrað þúsund hermönnum á markaðinn er það sama og kasta á sama tíma hundrað miljónum franka til að borga launin þeirra. Þannig að sú aðgerð sem eykur framboð á vinnuafli eykur einnig eftirspurn, og þarmeð er ljóst að kenning yðar um lækkandi laun er blekkjandi. Þú sérð ekki að bæði fyrir og eftir afvopnunina eru hundrað miljón frankar sem á sér hliðstæðu í hundrað þúsund mönnum. Munurinn er sá að fyrst gefur landið hundrað miljónir franka til hundrað þúsund manna fyrir að gera ekkert en á eftir gefur það þeim hundrað miljónir fyrir að vinna. Að lokum, þú sérð ekki þegar skattgreiðandi gefur frá sér peninga, hvort sem er til hermanns þar sem hann fær ekkert til baka eða til vinnandi manns þar sem hann fær eitthvað tilbaka. Hringrás peningana er sú sama á endanum fyrir utan að í fyrra tilvikinu fær hann eitthvað en hann fær ekkert í síðara tilvikinu. Niðurstaða: Dautt tap fyrir þjóðina.

Rökbrellan sem ég er að gagnrýna getur ekki staðist það ef hún er víkkuð út, en það er prófsteinn allra fræðilegra kenninga. Ef, með öllu meðtöldu, það er þjóðhagslegur hagnaður að auka stærð hersins, af hverju ekki þá að kalla alla karlmenn landsins í herinn?

Kafli 3: Skattar

Hefur þú heyrt einhvern segja: “Skattar er hin besta fjárfesting; sannkölluð lífsgjöf. Sjáið hversu mörgum fjölskyldum þeir halda lifandi og ímyndaðu þér hin óbeinu áhrif á iðnaðinn, þeir eru takmarkalausir og eins víðtækir og lífið sjálft.”

Ef á að snúast til varnar gegn þessari kreddukenningu þá verð ég að endurtaka fyrri afsönnun. Hagfræði stjórnmálanna veit að röksemdir sínar eru ekki svo skemmtilegar að hægt væri að segja um þær, Repetita placent; endurtekning er skemmtun. Hún hefur því, eins og Basile [Úr Rakaranum frá Sevilla], snúið málshættinum við til sér í hag, viss um að sínum munni, Repetita docent, endurtekning kennir.

Þeir kostir sem embættismenn eru talsmenn fyrir er það sem er sjáanlegt. Hagsbót þeirra sem þeir sjá fyrir er sjáanleg. Hún er fyrir allra augum.

En ókosturinn er að skattgreiðendur reyna að forða sér undan því sem ekki sést, og það böl sem er afleiðing þess fyrir þá kaupmenn sem sjá þeim fyrir birgðum er nokkuð annað sem heldur ekki er sjáanlegt, jafnvel þótt það ætti að vera lýðnum andlega ljóst.

Þegar embættismaður eyðir hundrað frönkum meira fyrir hönd sjálfs síns, þá þýðir það að skattgreiðandinn eyðir hundrað frönkum minna fyrir sína hönd. En eyðsla ríkisins er nokkuð sem sést, vegna þess að hún gerðist en hinsvegar sést eyðsla skattgreiðandans ekki vegna þess að hann er hindraður í að framkvæma hana.

Þú líkir þjóð við ofþornaðan landsskika og sköttum við lífgefandi rigningu. Gott og vel. En þú skalt einnig spyrja þig hvaðan þessi rigning kemur, og hvort það sé ekki einmitt skatturinn sem dregur rakann úr jörðinni og skilur eftir skrælnaðan jarðveg.

Þú skalt einnig spyrja þig hvort jarðvegurinn fær meira af hinu dýrmæta vatni frá rigningunni en það missir með uppgufun.

Það er víst að þegar Guðmundur Góði greiðir hundrað Franka í skatt, þá fær hann ekkert í staðinn. Síðan þegar opinber starfsmaður, sem eyðir þessum hundrað Frönkum, skilar þeim aftur til Guðmundar Góða, er það fyrir korn eða vinnu sem samsvarar upphæðinni. Loka niðurstaðan er tap upp á fimm Franka fyrir Guðmund Góða.

Það er satt að oft, kannski mjög oft, að embættismaðurinn veitir Guðmundi Góða jafngilda þjónustu. Í því tilviki er ekkert tap hjá neinum, einungis skipti. Það er því að röksemd mín á alls ekki við um gagnlegar athafnir. Það eina sem ég segi – ef þú ætlar að koma á stofn ríkisstofnun, þá skalt þú sanna gagnsemi hennar. Sýndu að það er gagn að henni fyrir Guðmund, sýndu fram á að þjónustan sem hún veitir Guðmundi er jöfn þeim kostnaði leggur út fyrir hana. En fyrir þessa innlægu gagnsemi stofnunarinnar, ekki koma með rök um gagnsemi stofnunarinnar fyrir embættismanninn, fjölskyldu hans eða þá sem uppfylla þarfi hans; ekki fullyrða að þetta sé atvinnuskapandi.

Þegar Guðmundur gefur hundrað Franka til embættismanns ríkisins fyrir virkilega nytsama þjónustu, er það nákvæmlega það sama ef hann gefur hundrað Franka til skósmiðs fyrir nýtt skópar. Það er dæmi um að gefa og þiggja og staðan er jöfn. En þegar Guðmundur gefur hundrað Franka til embættismanns bara til þess eins að fá enga þjónustu eða verða fyrir óþægindum vegna þess, þá er eins og hann hafi verið rændur. Það er tilgangslaust að segja að þessi embættismaður hafi grætt heilmikið á þessum hundrað Frönkum fyrir hönd fyrirtækis allra landsmanna; þeim mun meira sem þjófurinn getur gert fyrir peningana, þeim mun meira hefði Guðmundur Góði gert með þá ef hann hefði ekki hitt fyrir afætuna.

Venjum okkur við að meta hluti bæði á því sem er ekki sýnilegt, heldur en því sem er sýnilegt.

Síðasta ári var ég í Fjármálanefndinni, því í Stjórnlaga Samkomunni (Assemblée nationale constituante) var minnihlutinn ekki útilokaður frá öllum nefndum vegna forsjálni upphafsmanna Samkomunnar. Við höfum heyrt M. Thiers segja: “Ég hef eytt mínu lífið í að deila við flokk konungssinna og klerka. En síðan hef ég kynnst þeim í baráttu gegn sameiginlegri hættu og við höfum átt margar innilegar samræður. Þeir eru ekki þau ómenni sem ég hafði gert mér í hugarlund.”

Óvinátta verður oft ýkt og hatur magnast meðal flokka sem ekki hafa samskipti og ef meirihlutinn myndi leyfa nokkrum meðlimum minnihlutans að taka þátt í nefndunum, kannski myndi það valda því að báðir aðilar sjá að hugmyndir þeirra eru ekki svo fjarlægar, og það sem meira er, ásetningurinn er líkari en þeir hafa haldið.

Hvað sem því líður, þá var ég í Fjármála nefndinni. Í hvert sinn sem einn af okkar starfsfélagi lagði til tillögu um hófleg laun fyrir Forsetann, meðlima Ríkisstjórnar eða sendiherra, þá sögðu menn:

“Vegna mikilvægi starfanna verðum við að gefa sumum embættum virðingarblæ því þá laðast fólk sem er mikið að gæðum að störfunum. Fjöldi misjafnra manna biðlar til Forsetans og það væri að setja hann í erfiða aðstöðu ef hann neyddist til að rétta þeim hjálparhönd. Ákveðið yfirlæti í veröld diplómata og ráðunauta er ávalt hluti af lýðræðislegum stjórnunarháttum osfr. osfr.”

Hvort hægt sé að véfengja svona röksemdafærslum eða ekki, þá verðskulda þær sannarlega að vera athugaðar nánar. Þær byggja á almannahag, hvort sem það er nú rétt metið, og hef ég meira álit á þeim en hinum mörgu Catóum okkar tíma sem láta stjórnast af nísku eða öfund.

En mín efnahagslega samviska verður fyrir áfalli, auk þess roðna ég fyrir hönd gáfulegs orðspors lands míns, þegar þeir leggja út frá þessum röksemdafærslum (eins og þeir gera ávalt) út í þessa afkáralegu orðræðu (sem er ávalt vel tekið):

“Auk er þessi munaður embættismanna örvandi fyrir listir, iðnað og atvinnu. Landshöfðinginn og hans ráðherrar geta ekki haldið veislur nema að dæla lífi í æðar efnahagslífs þjóðarinnar. Ef laun þeirra minnka þá mun það svelta iðnaðinn í París sem og um allt land.”

Í guðanna bænum herrar mínir, það er lágmark að virða almennar reikni-reglur, og að koma ekki fyrir Þjóðþing Frakklands og vona að Þingið samþykki ykkar hugmyndir um að samlagning gefi mismunandi útkomu, eftir því hvort hún sé sett efst eða neðst í bókhalds dálkinn.

Gerum ráð fyrir að ég ráði verkamenn til að grafa skurð í akri mínum og greiði honum hundrað Franka fyrir. Þegar ég er að ljúka samningum, kemur skattheimtumaður í heimsókn og tekur af mér hundrað Franka og lætur síðan peningana til Innanríkisráðuneytisins. Forsendunum var kippt undan samningunum en ráðherrann fær auka málsverð. Hver er grundvöllur yðar fyrir þeim röksemdum að þessi eyðsla í ráðuneytinu sé til hagsbóta fyrir iðnaðinn í landinu? Sjáið þér ekki að einungis er um yfirfærslu á neyslu og vinnu? Það er rétt að ráðherra hefur dýrari rétt á sínu borði, það er óumdeilt, en bóndi hefur akur sinn verr ræstan, og það er jafn óumdeilt. Veitingamaður í París hefur grætt hundrað Franka, mikið rétt en verkamaður í sveit hefur misst fimm Franka. Það eina sem maður getur sagt er að íturvaxið hlaðborð ráðherra og ánægður veitingamaður er það sem sést. Vatnsósa akur og atvinnulaus vinnumaður er það sem ekki sést.

Góði guð! Að þurfa að hafa fyrir því að sanna að í pólitískri hagfræði eru tveir plús tveir fjórir, og ef manni tekst síðan áætlunarverkið þá segja félagar á Þinginu: “Þetta er svo augljóst að það tekur því ekki að tala um.” Síðan greiða þeir atkvæði á þann hátt að ætla mætti að maður hefði aldrei sýnt fram á neitt.Powered by Blogger